Fróðleikur

5 ráð til að bæta sambandið

13.02.2019

Lélegt samband og hægt net getur haft ótrúlega víðtæk áhrif á lífið. Það er vel þekkt að fólk missi gjörsamlega kúlið þegar netið er lélegt og taki pirringinn út á öðrum fjölskyldumeðlimum. Í nútíma samfélagi bætist ört í snjalltækasafn heimilisins og því getur verið nauðsynlegt að huga að nettengingunni hjá sér. Hér eru 5 einföld ráð sem geta bætt sambandið til muna.

1. Byrjaðu að spara

Þú getur yfirleitt fengið leigðan netbeini hjá netþjónustufyrirtækinu þínu gegn gjaldi, þó kjósa margir í dag að kaupa sinn eigin netbeini og sleppa fyrir vikið við mánaðarlegar leigugreiðslur. Netbeinir sambærilegur þeim sem þjónustufyrirtækin bjóða upp á borga sig upp á nokkrum mánuðum og þú getur þannig sparað þér pening til lengri tíma en fyrst og fremst ertu að fá val um að finna bestu netlausnina fyrir þitt heimili. Það er engin skylda að leigja netbeina af fyrirtækinu sem þú ert í internetviðskiptum við. Kíktu til okkar og skoðaðu úrvalið.

2. Betri tenging um allt hús

Upplifðu hraðara og stöðugra þráðlaust net. Með því að kaupa netbeini sem uppfyllir þínar kröfur tryggirðu þér gott samband á þínu heimili fyrir öll tækin sem eru þér svo kær. Ekki má gleyma að tækninni fleytir áfram og nýrri netbeinar bjóða upp á fleiri möguleika og meiri hraða en þeir eldri. Það er svo hægt að taka upp mesh kerfi sem hjálpar þér að dreifa netinu um húsið þannig að allir krókar og kimar heimilisins séu með fullt netsamband.

3. Hratt net í öll tækin

Hversu mörg nettengd tæki eru á heimilinu? Mundu að telja með snjallsíma, tölvur, leikjatölvur, snjallsjónvörp, Apple TV, snjallperur, snjallhátalara og allar aðrar snjallar vörur á heimilinu. Hellingur ekki satt? Ekki allir netbeinar eru eins og mismunandi hversu mörgum tækjum þeir geta tengst með góðu móti. Með nýjum og betri netbeini færðu meiri hraða á stöðugri tengingu við fleiri tæki og getur jafnvel forgangsraðað hraða milli tækja. Kíktu í heimsókn og fáðu ráðgjöf um hvaða netbeinir hentar þínu heimili best hjá sölumönnum okkar.

4. Góð barnapía

Viltu geta sett barnalæsingu á internetið? Stjórna hvaða vefsíður barnið þitt má fara inná? Takmarka netnotkun með tímastillingu? Á internetinu má finna margt gott og gagnlegt fyrir alla aldurshópa en líka hluti sem maður vill ekki að börnin séu að sjá. Með góðum netbeini er einfalt að stýra netnotkun og loka á það sem er óæskilegt fyrir börn hvort sem er á öllum tækjum heimilisin eða einungis á tækjunum sem barnið er að nota. Smelltu hér til að skoða nánar hvernig þú getur stjórnað skjátíma barnanna.

5. Taktu stjórnina

Þú getur tekið fulla stjórn á netinu heima hjá þér forgangsraðað hraðanum, fengið öflugri tengingu, stjórnað því hvað börnin eru að gera og jafnvel sparað pening í leiðinni. Ef þú vilt hafa val um að stjórna þessum þáttum og fleirum þá mælum við með router frá ELKO.

Sjáðu úrvalið af netbeinum á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.