margnota flöskur
Fróðleikur

Einnota plastflöskur og margnota plastflöskur

23.10.2017

Milljón einnota plastflöskur á mínútu

Ég rakst á frétt á Rúv um plastnotkun og þá hræðilegu staðreynd að við, jarðarbúar, kaupum um milljón einnota plastflöskur á mínútu! Þá erum við bara að tala um flöskur, ekki plastpoka, box eða aðrar plastumbúðir. Svo skánar það ekki þegar við skoðum hversu mikið er nýtt í endurvinnslu, 7%. SJÖ PRÓSENT.

endurvinnsla á plastflöskum

Meira plast en fiskar í sjónum

Kemur fram í fréttinni að ef þetta heldur svona áfram til ársins 2050 verði meira plast en fiskar í sjónum. Nú þegar, samkvæmt útreikningum vísindamanna við Ghent háskóla í Belgíu, gætum við verið að borða um 11.000 plastagnir á ári ef við neytum sjávarfangs.

Samtök um mengun af völdum plastnotkunar eða Plastic Pollution Coalation vilja meina að þótt við værum duglegri við endurvinnslu væri þó betra að koma okkur ekki í þær aðstæður að þurfa að endurvinna svona mikið plast, að vera fyrirbyggjandi í stað þess að bregðast við eftir á.

Benda þeir þá einnig á gosdrykkja markaðinn og bera einnota flöskur gosdrykkjaframleiðandans saman við margnota flöskur SodaStream. Vissulega eru SodaStream flöskurnar úr plasti en mælingar benda til þess að hver margnota Sodastream flaska ætti að koma í stað 50.000 einnota flaskna og dósa. Er það líka þeirra markmið að lágmarka þörf neytandans á einnota flöskum með því að búa til sitt eigið gos. Skilar þetta sér í færri framleiddum flöskum, þar af leiðandi minni plast úrgangi og einnig minni kolefnamengun vegna flutninga á gosi í einnota flöskum. The Carbon Trust á Englandi gerði rannsókn sem leiddi í ljós að með hverjum 250ml af sodastream vatni sem þú drekkur í stað framleidds sódavatns hjálpar þú við að minnka spor kolefnis um 80%! (CO2 footprint).

Margt smátt gerir eitt stórt

Ég er ekki að segja að með því að fá sér SodaStream muni maður bjarga heiminum úr fjötrum plastmengunar. Margt annað má bæta varðandi plastnotkun okkar  – EN –  margt smátt gerir eitt stórt og ef maður getur einhvers staðar lagt sitt af mörkum, þá er um að gera að gera það, og hér sé ég tækifæri.

Prófaðu að taka saman hve margar flöskur eru framleiddar fyrir þig 🙂

Þangað til skulum við vera dugleg að flokka og skila í endurvinnslu!

endurvinnsla á plasti

Áfram við!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.