Fróðleikur

Fjögur góð ráð fyrir ferðahleðslur

28.05.2019

Hér að neðan eru gagnlegar viðmiðunarreglur þegar kemur að notkun ferðahleðslutækja. Hafa ber í huga að ávallt skal fara varlega með tæki sem innihalda rafhlöður. Höggskemmdir, raki og annars konar tjón getur leitt til alvarlegra skemmda inni í tækjum, sem eykur bruna- og sprengihættu.

Hiti

Eðlilegt er að ferðahleðslur hitni við hleðslu/notkun og er því gott að staðsetja tækið þar sem loftar vel um það. Ef það er staðsett uppi í rúmi, nálægt eldavél, hitablásara, eða í beinu sólarljósi (t.d. á baðströnd) er hætta á að tækið ofhitni, sem getur valdið alvarlegum skemmdum sem geta komið í ljós seinna.

Raki

Ferðahleðslur mega alls ekki vera í umhverfi þar sem mikill raki er í loftinu. Raki getur smeygt sér inn í tækið og valdið skemmdum, eins og til dæmis inni á baði eða útivið í slæmu veðri. Slegið getur saman í tækinu sem getur valdið eldhættu og ofhitnun.

Höggskemmdir/tjón

Ávallt skal meðhöndla ferðahleðslur af varúð. Þótt tækin líti út fyrir að vera í lagi að utan þá eru hættuleg efni í innviði tækisins. Ef tækið verður fyrir höggi geta efnin lekið út og/eða valdið sprengingu síðar meir við notkun. Foreldrar eru beðnir um að hafa auga með börnum sínum í nálægð slíkra tækja. Gullna reglan er að hlaða ferðahleðslur aldrei án eftirlits eða á stöðum þar sem auðveldlega getur kviknað í. Verði ferðahleðsla fyrir höggi/skemmdum (t.d. á hleðslutengi eða í hýsingu) skal hiklaust skipta tækinu út.

Hleðsla

Með ferðahleðslum fylgir yfirleitt hleðslusnúra sem mikilvægt er að nota í hvert skipti. Ef tækið er hlaðið með annars konar hleðslutæki (t.d.hraðhleðslutækjum) getur það haft áhrif á getu tækisins og aukið hættu á skemmdum.
Einnig er ekki ráðlagt að hlaða tækið á meðan hleðslubankinn er í hleðslu. Þetta getur valdið ofhitnun í straumrásum bankans og skemmt þær.

Aldrei skal hlaða lengur en áætlaðan hleðslutíma bankans, þar sem ofhleðsla getur valdið ofhitnun sem eykur líkur á bruna- og sprengihættu.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.