Fróðleikur

Gerðu eldbakaða pizzu með Ooni pizzuofninum

29.06.2021

Það jafnast fátt á við eldbakaða pizzu, hvað þá ef þú gerir hana heima í garði!

Hægt er að nota viðarbita, viðarperlur og kol til að kveikja upp í Ooni Karu pizzuofninum. Þá setur þú eldmatinn ofan í þar til gert hólf baka til á ofninum. Kolin gefa jafnan hita um ofninn en ef þú bætir viðnum við þá rýkur hitinn vel upp, sem er vel við hæfi við eldbakstur.

Við mælum með að nota alltaf hlífðarhanska því ofninn verður gríðarlega heitur. Hægt er að kveikja upp í eldmatnum með mismunandi leiðum og í myndbandinu er notaður gasbrennari.

Það tekur um 30 mínútur fyrir ofninn að komast upp fyrir 400 °C og ef þú ert að gera pizzu er gott að setja auka 1-2 viðarkubba inn rétt áður en þú setur pizzuna inn til að ná hitanum upp í 500 °C.  Þú getur staðfest hitastig með þvi að nota innrauðan hitamæli.   

Einnig eru fáanlegir Ooni gas pizzuofnar sem þú tengir við gaskút, í gegnum þrýstijafnara eins og gasgrill.

Pizzubaksturinn sjálfur

Þegar komið er að því að baka  pizzuna þá skellirðu pizzunni inn með pizzuspaðanum sem fylgir með og hinkrar í nokkrar sekúndur, við erum að tala um að það tekur aðeins um 1-2 mínútur að elda pizzuna. Gott er að ofna ofninn eftir svona 30-40 sek og vippa henni út með spaðanum, taka stöðuna, snúa henni aðeins og setja hana aftur inn, endurtaka svo aftur eftir rúmlega mínútu.

Við mælum með því að vera með allar pizzurnar nokkurn veginn tilbúnar en mjög skammur tími gefst til að græja næstu á meðan þessi er í ofninum. Það er þó markmið fyrir lengra komna!

Deigið

Það er lítið mál að skella í deig. Það sem þú þarft er:

  • Vatn – 300 gr
  • Þurrger – 7 gr
  • Ólívuolía – 20 gr
  • Hveiti – 500 gr
  • Salt 10gr

Fyrst blandar þú volgu vatni, þurrgeri og ólívuolíu saman.  Svo hrærir þú hveitið og saltið við. Hnoðaðu deigið og leyfðu því að standa í 2 tíma.  Síðar skammtar þú því niður og býrð til deigkúlur sbr. þeim í myndbandinu, berð smá ólívuolíu á þær og leyfir þeim að standa undir viskustykki í ca 20 mín. Þessi uppskrift gerir 5 x 13″ pizzur (165g per pizzu).

Að forma pizzuna

Sjón er sögu ríkari! Við mælum með að þú horfir á þetta myndband

Að lokum velur þú þitt uppáhalds álegg og sósu!

Smelltu hér til að skoða Ooni pizzaofna á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.