fbpx
Fróðleikur

Hlustaðu á Spotify á ferðinni án snjallsíma

18.06.2019

Þegar þú ferð út að hlaupa eða í göngutúr tekur þú snjallsímann með til þess að hlusta á tónlist? Hvernig væri að sleppa símanum en hlusta samt á tónlist? Við kynnum hér þau snjallúr sem bjóða þennan möguleika.

Apple Watch 4 snjallúrið með Sportify möguleika.

Snjallúr sem styðja Spotify

Nokkrar gerðir af snjallúrum eru með innbyggt minni og bjóða upp á þann möguleika að vista Spotify lagalista í úrinu. Það fer allt eftir stærð minnis hversu mörg lög geta verið í úrinu, en það er algengt að þú getur vistað allt að 500 lög.

Þau snjallúr sem bjóða upp á þennan möguleika eru Samsung Gear Fit 2 Pro, Galaxy Watch og Watch active, Garmin Vivoactive 3 music og Fenix 5 Plus og Apple Watch 4.

Það sem þú þarft til að hlusta á Spotify án síma eða nettengingar eru snjallúr sem þú hefur vistað lagalista í og bluetooth þráðlaus heyrnartól sem þú getur tengt við snjallúrið.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir Samsung snjallúr. Ef þú ert með Garmin úr eða Apple Watch sem styður Spotify getur þú skoðað leiðbeiningar hér.

  1. Gakktu úr skugga um að þú ert með nettengingu.

2. Opnaðu Spotify forritið í úrinu.

3. Skráðu þig inn á Spotify aðganginn þinn. Krafa er um að þú sért með Premium aðgang.

4. Veldu ‘Browse’

5. Veldu lagalista sem þú vilt geta hlustað á án nettengingar.

6. Þegar þú hefur opnað lagalistan velur þú að vista hann (e. download)

7. Þegar lagalistinn er vistaður í úrinu getur þú leitað í ‘Recently played’ eða ‘My music’ til að finna listan og hlusta á hann án nettengingar.

Nú getur þú farið út í göngu án þess að taka símann með. Frábært!

Ef þú hefur ekki sótt forritið fyrir Galaxy úrið getur þú sótt það í Google Play store eða skoðað leiðbeiningar frá Samsung hér.

Snjallúr sem bjóða upp á Spotify án nettengingar eru:

Frá Samsung: Gear Fit2 Pro, Galaxy Watch og Galaxy Watch Active.

Frá Garmin: VivoActive 3 Music og Fenix 5 PLUS.

Frá Apple: Apple Watch 4.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.