Fróðleikur

iPhone 11

16.09.2019

iPhone 11 er með nýtt tvöfalt myndavélakerfi sem gerir þér kleift að taka vandaðar ljósmyndir af öllu sem þú sérð og elskar. Þar sem síminn er með öflugasta örgjörvann á markaðnum þá gerir hann þér kleift að vinna hraðar en nokkru sinni fyrr. Búið er að bæta rafhlöðuendinguna þannig að síminn endist allan daginn. Myndgæðin í myndböndum sem tekin eru á símann eru í hæsta gæðaflokki þannig að minningarnar þínar varðveitast en betur.

Ástfangin við fyrstu, aðra, þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöttu sýn.

iPhone 11 kemur í sex mismunandi litum, svartur, hvítur, gulur, grænn, rauður og fjólublár.

Nú er mun erfiðara að taka lélega ljósmynd.

Ultra Wide myndavélin er með tvöfalt myndavélakerfi og endurhönnuðu viðmóti. Ekki er einungis búið bæta myndvélina heldur er hún núna komin með flotta víðlinsu sem gefur þér kleift að fanga hlutina út frá fjölbreyttari sjónarhornum. Nýja Ultra Wide myndavélin tekur myndir af allt að fjórum sinnum breiðara sviði og gerir hana því tilvalda fyrir fallegar landslagsmyndir af víðfeðmu svæði og víðmyndir af stórum tónleikum.

Portrait Mode

Taktu andlitsmyndir eins og engin sé morgundagurinn. Með meiri stjórn á birtu og betri andlitsnema vinna myndavélarnar á iPhone 11 betur saman og skila frábærum  myndgæðum. ‘Portrait Mode’ virkar núna fyrir allt sem þú elskar að taka mynd af – bæði vini á tveimur og fjórum fótum.

Léleg birtuskilyrði? Ekki vandamálið. Með Night Mode getur þú tekið fallegar myndir þó að birtuskilyrði séu léleg.

Er lítil birta? Night Mode reddar málunum.

Með nýju næturstillingunni á þessari myndavél þá er það ekki lengur vandamál þó að birtuskilyrðin séu ekki góð. Næturstillingin kveikir sjálfkrafa á sér þegar birtan er ekki næg og nú er ekki þörf á að vera með flass þannig að litirnir verða náttúrulegri og myndirnar bjartari.

Myndbandsupptaka

Taktu upp og klipptu hágæða myndbönd í snjallsímanum þínum. iPhone 11 tekur falleg og skýr 60fps 4K myndbönd með báðum myndavélunum í einu. Ultra Wide myndavélin tekur upp fjórum sinnum fleiri atriði en eldri myndavélarnar þannig að hún hentar fullkomlega fyrir myndatökur sem innihalda mikla hreyfingu, eins og til dæmis af hundi sem grípur frisbídisk. Eins ef aðdrátturinn er aukinn þá hækkar hljóðupptakan í leiðinni. Þetta er skemmtilegur eiginleiki sem hægt er að nýta sér til dæmis þegar barnið þitt er að spila á tónleikum. Einnig er nú hægt að taka upp og laga myndskeið eins auðveldlega og kyrrmyndir.

Skiptu yfir í myndbandsupptöku með QuickTake. Taktu upp myndbönd með því að halda inni takkanum þegar þú ert að taka kyrrmynd. Færðu þig svo til hægri til að halda áfram að taka upp myndbönd. Ef þú ert að taka upp myndbönd utandyra, þá nemur myndflagan í A13 Bionic örgjörvanum hvaða hlut myndavélin á að halda í fókus.

Settu hreyfingu í Selfie myndatökuna.

Þegar síminn er í selfie stillingu og síminn settur í landslagsstellingu þá fer myndavélin sjálfkrafa í Slo-mo sjálfustillingu. Það er ný stilling sem að tekur upp stutt selfie myndband í 120fps gæðum. Sjálfumyndavélin er 12 PM TrueDepth myndavél sem tekur magnaðar myndir.

Hleðsla sem endist. Góð rafhlöðu ending er á iPhone 11 og þökk sé hraðhleðslu ertu enga stund að hlaða símann.

Vélbúnaður og hugbúnaður vinna saman að því að fá sem mest út úr rafhlöðunni, og þökk sé hraðhleðslu ertu enga stund að hlaða.

Það er einnig búið að bæta líftíma rafhlöðunar þannig að þú ættir að geta leikið þér allan daginn í símanum.

Sími sem þolir skvettur

iPhone 11 er vatnsvarinn og þolir að fara niður á 2 metra dýpi í 30 mín. Eins hefur glerið að framan og aftan verið styrkt og á nú að þola betur högg.

(Athugið að vatnstjón falla þó ekki undir ábyrgð og mælum við sterklega með því að fara varlega með símann nálægt vatni og passa að nota ekki símann í sturtu, baði, sundi eða neðansjávar. IP68 þolprófið er framkvæmt á rannsóknarstofu þar sem síminn er í hvíldarstöðu á 2 metra dýpi í hreinu vatni í 30 mín, allt aðrar aðstæður geta myndast í sturtu þar sem meiri þrýstingur er á vatninu, sundlaugar eru fullar af efnum til að hreinsa vatnið og sjórinn er fullur af salti.) Frekari upplýsingar ásamt góðum leiðbeiningum um hvernig best er að þurrka símann má svo finna á heimasíðu Apple, eða hérna: https://support.apple.com/en-us/HT207043

Skjárinn

iPhone 11 er með Liquid Retina LCD skjá. 6,1’’ sem nær frá ramma til ramma, þú færð því stóran skjá án þess að síminn passi ílla í hendi.

Skjárinn er með 1792x828pix upplausn með 326ppi.

True Tone tæknin tryggir svo fallega liti.

iOS 13

iPhone 11 kemur með útgáfu 13 af Apple iOS stýrikerfinu. Það er hannað til að hámarka þægindi notandans og býður meðal annars upp á háþróað ljósmyndaforrit og flottar öryggisstillingar sem passa upp á gögnin þín. Þú getur einnig skemmt þér með því að búa til Memoji, stafræna útgáfu af þér til að endurspegla stíl þinn og persónuleika.

A13 örgjörvin er svo öflugur að allt sem þú gerir, gerir þú hratt og örugglega. Hann vinnur á sem hagkvæmasta hátt og mögulegt er þannig að rafhlaðan endist lengur.

iPhone 11 verður fáanlegur í sex litum og í mismunandi útfærslum hvað varðar innbyggt minni.

iPhone 11 Pro

iPhone 11 Pro er með 5,8“ Super Retina XDR OLED skjá, þrefalda myndavél og er eins og iPhone 11, með hin öfluga A13 Bionic örgjörva og er IP68 vatnsvarin.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.