Fróðleikur

iPhone 12

15.10.2020

Vertu tilbúin/n fyrir ofur hraða sem iPhone 12 5G gefur. Taktu ótrúlegar myndir og myndskeið með miklum smáatriðum þökk sé tvöfaldri 12Mpix myndavél og skoðaðu svo árangurinn á Super Retina XDR OLED skjánum. Þetta er iPhone 12.

Þetta er iPhone 12.

iPhone 12 snjallsíminn

Smelltu hér til að lesa nánar um iPhone 12 Pro.


Hönnun

iPhone 12 er þunnur, með rúnuðum hornum og kemur í fimm fallegum litum. Til þess að veita snertiskjánum betri endingu hefur Apple unnið náið með Corning og þróað byltingarkennda glertækni, Ceramic Shield er sérstakt gler sem inniheldur Nano-keramik-kristalla. Þetta nýja ferli við styrkingu á gleri tryggir fjórum sinnum betra fallþol miðað við iPhone 11 seríuna.

iPhone 12 státar einnig af IP68 vottun sem þýðir að síminn þolir þrýsting og Vatnsvörnin er einnig talsvert bætt og síminn er IP68 vottaður allt að 6 metra dýpi í 30 mínútur.

iPhone 12 og 12 mini er fáanlegur í 5 mismunandi litum, svörtum, hvítum, grænum, bláum og rauðum.


5G

Venjulegt 5G er eitt, en 5G á iPhone er aðeins meira. iPhone 12 er með sérhönnuðum loftnetum sem eru einstaklega nákvæm og skilvirk. Síminn er hlaðinn mörgum 5G böndum svo þú nærð sambandi á fleiri stöðum. Hugbúnaðurinn var einnig endurhannaður til að hámarka nýtni 5G, til dæmis nýta mörg snjallforrit 5G án þess að þurfa auka afl.


Skjárinn

Super Retina XDR OLED skjárinn nær frá jaðri til jaðars. 6,1“ skjárinn á iPhone 12 er með 2532x1170p upplausn og með aðstoð True Tone tækni sýnir hann skýra, bjarta mynd með djúpum svörtum lit.

iPhone 12 vs. iPhone 12 mini

Skjárinn á iPhone 12 er 6,1” Super Retina XDR og iPhone 12 mini er með 5,4“ skjá. Þeir eru báðir aðeins 0,74 cm á þykkt.

Örgjörvinn

A14 Bionic býður upp á 40% meiri hraða en A13 án þess að hafa áhrif á rafhlöðulífið. Apple sagði í kynningunni að þetta væri hraðasti örgjörvinn í farsíma hingað til.

iPhone 12 og 12 mini eru með sama örgjörva og iPhone 12 Pro.


Myndavélin

Tvöfalt myndavélakerfi með Ultra Wide linsu

iPhone 12 kemur með tvöföldu myndavélakerfi með Ultra Wide myndavél sem gerir þér kleift að taka myndir og 4K myndbönd utan rammans og fangar allt að fjórum sinnum meira af myndefni. Þessi eiginleiki er fullkominn til að taka upp landslag, hópamyndir, arkitektúr og hreyfimyndir. Hin myndavélin sem er 12Mpix gleiðhornsmyndavélin getur tekið fallegar myndir, jafnvel við léleg birtuskilyrði með nýrri næturstillingu.

Fyrir ljósmyndun á andliti (e. Portrait mode) eru 6 stillingar í boði og dýptarstýringin gefur náttúrulegri Bokeh áhrif og kemur með meira birtustýringu til að skila ljómandi árangri í hvert skipti.

iPhone 12 snjallsími - Myndavélin

QuickTake

Þessi handhægi eiginleiki tryggir að þú færð öll óvæntu augnablikin inn í myndskeiðið. Með iPhone 12 getur þú auðveldlega tekið upp myndskeið í ljósmyndastillingu með því að halda takkanum (e. Shutter) inni.

TrueDepth myndavél

TrueDepth myndavélin að framan er með 12Mpix upplausn gerir þér kleift að taka fallegar sjálfumyndir og hópmyndir, fullar af líflegum litum. Þú getur meira að segja tekið svokallaða slofie, hágæða sjálfsmynd með hægri hreyfingu.

Næsta kynslóð Smart HDR

Fáðu skarpar myndir með Smart HDR 3, sem notar vélanám til að hámarka alltaf möguleika hverrar myndar með því að stilla birtu og lit. Þannig færðu fallegar myndir og myndband með fullkomlega teknum húðlitum og áferð, óháð birtuskilyrðum.


Stýrikerfið

Síminn státar af nýju og endurbættu iOS 14 stýrikerfi.

Þökk sé nýjum og nettum símtalaglugga þurfa símtöl og FaceTime ekki að taka upp allan skjáinn. Skilaboðaforritið er endurbætt svo þú getur svarað með þráðum og fjölda nýrra eiginleika í Memoji. Heimaskjárinn er einnig uppfærður með smáforritum (e. widget) sem sýna hentugar upplýsingar á fljótlegan máta.

iphone 12 og iOs 14 stýrikerfið

Þú getur lesið nánar um iOS stýrikerfið hér.


Færri fylgihlutir, betra fyrir umhverfið

Apple ætlar að taka stórt skref með útgáfu, framleiðslu og dreifingu á iPhone 12. Þau hafa fækkað fylgihlutum sem koma í kassanum, það fylgja ekki heyrnartól né hleðslukubbur, aðeins USB-C Lightning snúra. Með þessari breytingu minnkar óþarfa framleiðsla og pakkningar verða fyrirferða minni.


MagSafe stuðningur

MagSafe er komið aftur og einfaldlega virkar. Smelltu þráðlausu hleðslutæki, hulstri, kortahulstri og mörgu fleiru (sem styður MagSafe) aftan á símann. Segullinn heldur öllu á sínum stað.

MagSafe aukahlutir fyrir iPhone 12 / 12 Pro er væntanlegt í ELKO.


Aðrir eiginleikar iPhone 12:
  • 6,1“ Super Retina XDR skjár- WiFi 6
  • FaceID
  • Bluetooth 5.0
  • Dolby Atmos
  • Aðalmyndavél 12MP (f/1.6) 2x aðdráttur, 5x stafrænn aðdráttur, Ofurgleiðlinsa 12MP (f/2.4)
  • Myndbandsupptaka: 4K@60/30/24, 4K@30 með Dolby Vision HDR, 1080p@60/30, 1080p@240/120
  • 164 g
Aðrir eiginleikar iPhone 12 mini:
  • 5,4“ Super Retina XDR skjár- WiFi 6
  • FaceID
  • Bluetooth 5.0
  • Dolby Atmos
  • Aðalmyndavél 12MP (f/1.6) 2x aðdráttur, 5x aðdráttur með hugbúnaði, Ofurgleiðlinsa 12MP (f/2.4)
  • Myndbandsupptaka: 4K@60/30/24, 4K@30 með Dolby Vision HDR, 1080p@60/30, 1080p@240/120
  • 135 g

Smelltu á myndina til að stækka töflu.

Fjallað var um iPhone 12 í Græjurannsóknarstofunni í síðdegisþættinum fimmtudaginn 15. október. Þú getur hlustað á þáttinn hér.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.