Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir þann sem á allt

23.11.2023

Það getur verið frekar erfitt að finna gjöf fyrir þann sem á allt. En hér að neðan eru nokkrar jólagjafahugmyndir sem gætu fallið í kramið hjá fólki sem annars er vel að tækjum búið.


Denver Frameo stafrænn myndarammi 

Deildu myndum með fjölskyldu og vinum með WiFi stafræna myndarammanum og Frameo snjallforritinu á fljótlega og einfaldan hátt. Taktu mynd, skrifaðu skilaboð og bæði birtist á rammanum. Með snjallforritinu sendirðu myndir beint í rammann, hvar sem þú ert. Sjá nánar hér.


Stadler Form Oskar rakatæki

Hafðu góða stjórn á rakanum á heimilinu og tryggðu heilbrigt umhverfi með þessu rakatæki. Tækið er með eigin hljóðstillingu (e. Silent mode) svo það mun ekki valda hljóðtruflunum. Tækið er með eigin hljóðstillingu (e. Silent mode) svo það mun ekki valda hljóðtruflunum. Þegar vatnið hefur klárast úr vatnstankinum þá mun tækið slökkva á sér sjálfkrafa. Sjá nánar á elko.is


Anova Preciosion Sous Vide

Með Anova Precision Sous Vide tækinu er hægt að búa til dýrindis og heilsusamlega rétti. Tækið heldur vatninu við stöðugt hitastig sem tryggir fullkominn árangur í hvert skipti. Með 20 hámarkslítra getur þú matreitt safaríkar steikur og fisk án þess að missa bragðið. Sjá nánar á elko.is


Ninja Foodi tvöfaldur loftsteikingarpottur (e. Air Fryer)

Ninja Foodi tvöfaldi loftsteikingarpotturinn (e. AirFryer) getur eldað tvær máltíðir á sama tíma. Hann er meira en bara loftsteikingarpottur, hægt er að velja um 6 kerfi: Max Crisp, steikingu, bökun, upphitun, þurrkun og djúpsteikingu. Sjá nánar á elko.is


Tefal Raclette

Raclette grillið býður upp á skemmtilegt matarboð eða kvöld með fjölskyldunni þar sem allir elda sinn mat sjálfir. Hægt er að bjóða allt að 10 manns að elda á sama tíma. Sjá nánar á elko.is


Nedis vínflöskumælir

Stílhreinn og einfaldur í notkun. Þessi vínflöskumælir er áreiðanlegur og sterkbyggður. Smellir honum einfaldlega á flöskuna og eftir nokkrar sekúndur kveikir hann sjálfkrafa á sér og segir til um hitastig flöskunnar. Þannig getur þú verið viss um að þú sért að neyta vínsins eins og áætlað er. Þegar þú tekur mælinn af þá slekkur hann svo sjálfkrafa á sér. Sjá nánar á elko.is


Grillhanskar

Verndaðu hendurnar frá hita með grillhönskum sem þola háan hita. Þeir eru með sílikoni inni í lófanum sem veitir öruggt grip við meðhöndlun á heitum hlutum. Sjá nánar á elko.is


Flowlife Flowfeet fótanuddtæki

Fótanuddtækið er með fjölda kerfa sem fara vel með kalda, þreytta eða bólgna fætur. Nudd eykur blóðflæði og getur leyst blóðtappa og kemur í veg fyrir krampa. Flowfeet er með þremur mismunandi kerfum, hita og innrauðum lömpum. Flowfeet nuddar þann hluta líkamans sem ber næstum 700 tonna þunga á hverjum degi – fæturna þína. Sjá nánar á elko.is


Bissell SpotClean Hydrosteam Pro blettahreinsir

Bissell SpotClean Hydrosteam Pro blettahreinsirinn gufar, skrúbbar og ryksugar burt óhreinindi og bletti á áklæðum, teppum, bílainnréttingum, flísasamskeytunm og fleira. Blettahreinsirinn er með 4,5 metra rafmagnssnúru og 1,5 metra barka. veggja tanka hönnun blettahreinsins heldur hreina vatninu og hreinsiefninu frá óhreinindunum sem safnast upp við þrifin. Sjá nánar hér.


Roborock Q7 Max ryksuguvélmenni

Q7 Max ryksuguvélmennið frá Roborock sér til þess að heimilið helst hreint. Ryksugan býr til þrívíddarkort af heimilinu og býður upp á ótrúlegt magn af sérstillingum. Sterkur sogkraftur, moppun, þrívíddar kortlagning, snjallstýring og 180 mínútna rafhlöðuending sjá til þess að ryksuguvélmennið veiti þér frábær þrif. Sjá nánar á elko.is


Ooni Koda gas pizzaofn 12″

Eldaðu ljúffengar pizzur heima í garðinum með Ooni Koda pizzaofninum. Forhitaðu ofninn og þú ert einungis 60 sekúndum frá ljúffengri heimagerðri pizzu. Sjá nánar hér.


Ooni pizzaspaði fyrir 12″

Ooni 12″ pizzaspaðinn er gerður úr léttu áli og gerir þér kleift að færa pizzuna auðveldlega í og úr ofninum. Sjá nánar á elko.is


Temptech Sommelier vínkælir

Njóttu þess að sötra á uppáhalds víninu þínu við fullkomið hitastig, geymt við kjöraðstæður í Temptech Sommelier vínkælinum. Vínkælirinn tekur sex flöskur og er með LED lýsingu svo enginn auka hiti myndast af lýsingunni. Hægt er að hafa vínkælinn innbyggðan í innréttingu eða frístandandi. Sjá nánar á elko.is


Meta Quest VR gleraugu

Taktu VR upplifunina á nýtt stig með þráðlausu Meta Quest sýndarveruleikagleraugunum. Sýndarveruleikagleraugun eru með innbyggða hátalara með þrívíddar hljóði sem gerir þér kleift að heyra hljóð úr öllum áttum. Sjá nánar á elko.is


Gjafakort ELKO

Viltu gefa góða gjöf? Gjafakort ELKO eru alltaf jafn vinsæl gjöf enda virka þau í öllum verslunum ELKO og renna aldrei út. Þú getur valið upphæðina á kortinu. Allt frá 5.000 kr. upp í 1.000.000 kr.

Með gjafakortinu fylgir allt sem þú þarft til að gefa fallega gjöf.

– Gjafakort
– Kort með hólfi fyrir gjafakortið
– Hvítt umslag

Sjá nánar hér.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.