fbpx
Hugmyndir

Gott með kaffinu – Ketó Twix

24.10.2019

Vantar þig eitthvað ketóvænt til að eiga í frystinum sem er gott með kaffinu? Ketó Twix bitar eru samsettir úr bökuðum möndlusmjörkökum, karamellu og súkkulaði.


Flórsykur úr gervisykri:

Notaðu blandara svipaðan og NutriBullet og malaðu gervisykur (Sweet Like Sugar) svo hann verði eins og flórsykur.

Malaðu eins mikið magn og uppskrift segir, eða meira og geymdu í lokuðu íláti. Svo átt þú hann tilbúinn næst þegar þú bakar.


Möndlusmjörkaka:

Hráefni:

150 gr smjör
150 gr Möndlumjöl
1 tsk vanilludropar
4 msk gervisykur (gervi-flórsykur)

Aðferð:

 • Ofnin hitaður í 180°C og settu bökunarpappír í 20x20cm bökunarform
 • Blandaðu saman smjörinu sem hefur verið skorið í teninga og sykrinum í 3 til 4 mín í hrærivél eða matvinnsluvél. Blandaðu vanilludropum við.
 • Bættu við möndlumjölinu, smátt og smátt og hrærðu áfram í 2 mínútur.
 • Þrýstu deiginu niður í bökunarformið og bakaðu í 18-20 mínútur.
 • Taktu kökuna úr ofninu og leyfðu henni að kólna.

Ketó karmella

Hráefni:

50 gr smjör
1 dl sykurlaust síróp
2,5 dl rjómi
1 tsk Xanthan gum
10 dropar Stevia vanilludropar

Aðferð:

 • Hitaðu smjörið og sírópið saman í potti. Blandan þarf að ná vissum hita þar sem þetta verður karmella en passa að hún dökkni ekki of. Gott að miða við að leyfa blöndunni að malla við háan hita þangað til hún hækkar upp barminn á pottinum og lækka þá hitann. Passa að hræra reglulega í blöndunni svo hún brennur ekki við.
 • Bættu svo við rjómanum og leyfðu þessu að malla í 40-50 mínútur.
 • Bættu við Stevia vanilludropum.
 • Settu Xantham gum út í blönduna og hrærðu vel í, Xantham Gum er þykkingarefni og hjálpar karmellunni að þykkna og verða stöðug við stofuhita.

Helltu karmellunni yfir smjörkökuna og dreifðu jafnt úr henni.

Hægt er að rista ca. 50 grömm af möndlum og pekanhnetum og skera í smábita til að bæta við karmelluna til að breyta aðeins til.

Tillaga að breytingu

Leyfðu kökunni og karmellunni að kólna aðeins áður en súkkulaðið er sett ofan á. Gott er að láta hana standa á borði í 20 mínútur og setja hana svo í frysti í 30 mínútur.


Súkkulaði

Þú hefur val um að kaupa tilbúið sykurlaust súkkulaði og bræða (Passaðu Net Kolvetni fyrir Ketó) eða búið til þitt eigið súkkulaði.

Ketó súkklaði:

Hráefni:

100 gr kakósmjör (e. Cocoa butter)
6 msk Kakó (t.d. frá Nóa Siríus)
4 msk gervi-flórsykur (t.d. malað Sweet like sugar)
8 dropar af Stevia vanilludropum

Aðferð:

 • Bræddu kakósmjörið í potti og hrærðu reglulega í.
 • Bættu við kakói og sykri og blandaðu vel saman.
 • Bættu vanilludropum við.
 • Helltu súkkulaðiblöndunni yfir karmelluna og settu í frysti.

Leyfðu kökunni að vera í frysti í 2 tíma áður en þú skerð í bita. Gott er að geyma Twix bitana í frysti og færa í kæli 15-30 mínútur áður en þú ætlar að njóta þess að fá þér Ketó Twix bita.

Njótið.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.