Fróðleikur

LG OLED CX sjónvörp

8.09.2020

Lýstu upp stofuna með ótrúlegum myndgæðum í LG CX OLED snjallsjónvarpinu. Milljarðir lita sem gefa skýra litríka upplifun og góða skerpu í kvikmyndum, streymi eða tölvuleikjum.

Hvað er OLED?

OLED (Organic Light Emitting Diodes) sjónvarp er gerð af skjá með frábærum myndgæðum á mun þynnri skjá en á t.d. LCD og Plasma.

Dýpstu dökku litir sem eru í boði en einnig raunverulegasta litróf sem aðeins OLED skjár getur gefið kost á.

LG OLED

Filmmaker Mode

Fáðu kvikmyndahúsið heim í stofu með LG OLED CX sjónvarptækjunum. Myndgæði og litir í sér gæðaflokki bættir með Filmmaker mode sem sýnir myndir eins og kvikmyndaframleiðandinn sá fyrir sér.

Með þessari stillingu fjarlægir sjónvarpið Motion Smoothing stillingar sem gerir hreyfingar í mynd skýrari. Filmmaker Mode varðveitir upprunalega liti, hlutföll og rammatíðni myndefnisins þannig að upplifunin er nær því sem kvikmyndaframleiðendur sáu upphaflega fyrir sér.

4K/UHD upplausn

4K/UHD upplausn (3840x2160pix) þýðir fjórum sinnum fleiri pixlar en í Full HD sjónvarpi (1920×1080). Einnig færðu bestu mögulegu gæðin núna með UHD uppskölun á Full HD eða HD Ready efni. Upplausn segir til um hve margir pixlar komast fyrir í mynd. Einn pixill sýnir einn lit hverju sinni og saman verður til mynd. Með fleiri pixlum eykst gæði myndarinnar og smáatriði verða greinilegri.


3. kynslóð a9 AI 4K örgjörvinn

CX serían af LG OLED sjónvörpum gefur skýra og litríka mynd þökk sé 3. kynslóð af Alpha-9 4K örgjörvanum með AI Picture Pro, AI Sound Pro og AI 4K uppskölun.

Gervigreindartækni greinir efnið, lærir af því og tryggir sjálfvirka uppskölun og bestun á efni sem birtist á skjánum.

Alpha 9 örgjörvi í LG OLED CX

ThinQ AI

LG notar gervigreind sem býður upp á Internet of Things tengingu, Deep Learning mynd- og hljóðvinnslu sem og marga aðra eiginleika.

WebOS

Snjallsjónvörp með webOS eru bæði einföld og notandavæn. Hægt er að vafra um í sjónvarpinu á þægilegan hátt með snjöllu viðmóti svo ekkert mál er að geyma t.d. bestu þættina og horfa á þá síðar.

Cinema HDR

Cinema HDR frá Dolby Vision styður mörg HDR snið eins og HDR10, Dolby Vision og HLG sem gerir tækinu þínu kleift að sýna fleiri milljarða liti. HDR sér um að dekkri hlutar myndarinnar verði dekkri og bjartari hlutarnir bjartari. Þú færð því enn skarpari mynd og litbrigði.

LG OLED sjónvörpin eru með Filmmaker mode

Dolby Atmos

Háþróuð Dolby Atmos tækni notar hátalarana í sjónvarpinu með 5.1.2 rása stillingum til að gefa frá sér true spacial sound hvort sem myndefnið er hljóðlátt eða hátt.


Hannað fyrir tölvuleiki

Notaðu sjónvarpið á fleiri en einn máta. CX sjónvörpin eru með Nvidia G-Sync og AMD FreeSync tækni sem tryggja mjúkar hreyfingar í leikjum.

LG OLED + NVIDIA G-Sync

Upplifðu leikinn eins og aldrei fyrr. Aðeins OLED sjónvörp með NVIDIA G-Sync samhæfni geta veitt ótrúleg myndgæði, fullkominn svartan og ákafan lit ásamt mjúkum hreyfingum til að gefa þér glænýja leikjaupplifun.

Ef meiri hluti notkunar á sjónvarpinu tengist leikjaspilun eða áhorfi á myndefni sem inniheldur mikla hreyfingu eins og íþróttir og hasarmyndir þá ætti LG OLED sjónvarp að vera ofanlega á óskalistanum.

Ekki vera á eftir keppninautunum

Lágt input Lag og hraður viðbragðstími tryggir betri leikjaspilun.

  • 1ms viðbragðstími
  • Low Input lag

Magic Remote

Magic Remote er gyro-based fjarstýring sem hægt er að stjórna LG sjónvarpinu með einföldum handhreyfingum. Fjarstýringin er með skrunhjóli svo þægilegt er að skoða vefsíður. Einnig er hægt að nota Magic Remote með öðrum tækjum.

LG OLED CX eru fáanleg í þremur stærðum, 48“, 55“ og 65“.

Smelltu hér til að skoða LG OLED CX tækin á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.