Fróðleikur

Myndataka á næturnar

25.05.2018

Myndataka við léleg birtuskilyrði

Að taka myndir á kvöldin eða á næturnar getur verið krefjandi. Þú færð bestu niðurstöðuna með víðlinsu og smá leikfimi í stillingum. Þrífótur veitir stöðuleika sem þú þarft til að taka myndir með mjög hægum lokarahraða (e. shutter speed). Í þessari grein færðu ráð og ábendingar um réttan búnað til að taka myndir í lélegum birtuskilyrðum.

Búnaður og aukahlutir

Myndavélin

Ekki eru allar myndavélar hentugar fyrir ljósmyndun á kvöld eða til notkunar í lélegum birtuskilyrðum. Lágmarkskröfurnar fyrir þessa tegund af ljósmyndun er að myndavélin hafi handvirka stillingu og meiri hraða ljósopsloka en 30 sekúndur.

Linsan

Allar linsur geta tekið myndir í myrkri, en sumar er mun betri en aðrar. Linsur með stærra ljósop geta veitt nægilegt ljós fyrir myndatöku í myrkrinu. Ef þú ert t.d. með 35mm f/1.8 linsu er stærsta ljósopið f/1.8 og linsa eins og 18-55mm f/3.5-5.6 breytir ljósopi frá 3.5-5.6 eftir brennivíddinni. Lærri tala í ljósopi er betri en hærri þegar þú vilt taka myndir við lélegt birtuskilyrði.

Þrífótur

Þrífótur er mikilvægur til að að ná góðum myndum, sérstaklega ef þú ert að taka myndir í lélegum birtuskilyrðum.

Góð ráð fyrir byrjendur

Handvirk stilling

Lærðu á handvirku stillingarnar sem myndavélin bíður upp á. Ef þú notar sjálfvirka stillingu (e. auto) á kvöldin, er líklegt að þú hækkar ISO stillingar sem eykur truflanir í myndum (e. noise).

RAW ljósmyndir

Ef myndavélin bíður upp á það, stilltu hana þannig að myndir vistast sem RAW skjöl. Þetta gefur þér möguleika að vinna meira í myndunum eftir á, stjórn á birtustigi, litum og white balance.

Stöðuleiki

Með því að nota þrífót færðu skarpari myndir. Prófaðu þig áfram í myndatöku og lærðu að finna út réttar staðsetningar fyrir frábærar myndatökur.

Myndir af unsplash.com
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.