Fróðleikur

Þarftu að bæta loftgæðin heima hjá þér?

20.06.2022

Loftgæði heimilisins skipta öllu máli, því ef loftið heima hjá þér er þungt og slæmt þá er víst að orkan þín falli og þú fáir höfuðverk eða jafnvel að loftið fari illa í húðina þína. Við tókum saman nokkur einföld ráð til þess að bæta loftgæðin heima við ef þess þarf.


Hreinsaðu loftið innanhús af ryki og frjókornum

Mælt er með því að opna hurðar og glugga í að minnsta kosti 5-10 mínútur á hverjum degi til þess að skipta loftinu út fyrir nýtt. Með því erum við að tryggja að fá inn ferskara loft inn á heimilin okkar.

Þetta getur þó verið áskorun fyrir suma þar sem margir hafa ekki tök á að lofta út á hverjum degi, hvað þá yfir sumarið þegar frjókorn og aðrir ofnæmisvaldar eru í loftinu. Fyrir marga kemur vorið með hnerra, kláða í augu og þreytu. Þrátt fyrir að þeim sem eru með ofnæmi sé ráðlagt að vera sem mest innandyra þá hverfa einkennin ekki alltaf.

Af þeim ástæðum er góð lausn að hafa lofthreinsitæki á heimilinu þar sem það hreinsar loftið og skiptir út þunga loftinu fyrir nýtt og ferskt loft. Loftið innandyra er mengað af ögnum sem setjast á fötin þegar við erum úti. Að auki komast frjókorn og ryk inn í gegnum opna glugga. Á vissum tímapunktum yfir daginn getur loftið innandyra innihaldið meira af frjókornum og ryki en loftið úti fyrir.

Til þess að viðhalda góðu lofti innandyra er hægt að notast við raka- og lofthreinsitæki. Rakatækið fjarlægir raka og minnkar líkur á sveppavexti og rotnun, á meðan lofthreinsitækið hreinsar loftið af bakteríum, vírusum og frjókornum. Lofthreinsitækið er líka frábær viðbót í rýmum sem þú eyðir mestum tíma í, til dæmis í svefnherberginu til að minnka í leiðinni ofnæmiseinkenni og eykur gæðin á nætursvefninum. Við mælum með þessum lofthreinsitækjum:

  • Philips 1000i lofthreinsitæki
  • Dyson Pure Hot + Cool lofthreinsitæki

Frjókornatímbilið getur verið mikil þolraun fyrir marga. Sum ár byrjar það snemma og endist lengi, en stór hluti landsmanna hnerrar meira og minna allt árið um kring. Því miður er það afar erfitt og nánast ómögulegt að halda heimilinu alveg lausu við frjókorn en við eigum hreinsitæki, loftsíur og rakatæki sem gera þér verkið töluvert auðveldara.


Veistu hvað er í rykinu?

Það er ryk út um allt í kringum okkur; á gólfum, lömpum, myndarömmum – eiginlega bara út um allt og við náum aldrei að losna við það allt. Það að þurrka af og fjarlægja ryk er ekki bara gott vegna þess að það lítur betur út heldur skiptir það einnig máli fyrir heilsuna. Ryk inniheldur hættuleg efni sem losna út í andrúmsloftið þegar við notum hreinsiefni sem innihalda fenóla eða þalöt.

Ef þér finnst þú þurfa að byrja að þurrka af strax eftir að þú ryksugar er gott að hafa í huga að góð sía í ryksuguna skiptir öllu máli. Ryksugur með Hepa síu fanga smáryk og koma í veg fyrir að ryksugan blási því aftur í rýmið. Ef þú vilt hafa möguleika á því að geta ryksugað sófa eða gardínur þá gætu þráðlausar ryksugur verið eitthvað fyrir þig þar sem hægt er að nota þær bæði á gólf eða húsgögn.


Haltu hitastiginu stöðugu

Fyrir utan ryk þá hefur rakastig í loftinu mikil áhrif á loftgæðin. Að viðhalda hitastigi getur komið í veg fyrir að raki taki sér bólfestu, en eins og flestir vita þá getur raki valdið myglu. En hvernig er hægt að koma í veg fyrir það? Gott er að athuga hvort að allir ofnar séu stilltir jafnt og að það sé sé gott hitastig í íbúðinni eða rýminu, en þægilegt hitastig er í kringum 21°C. Ef rými eru kaldari en það getur það leitt til loftþéttingar sem leiðir af sér raka.

Hreinsaðu loftið innandyra

Þrif eru nauðsynleg til að minnka frjókorn innandyra, svo það er mikilvægt að ryksuga oft og vel. Góð ryksuga og þurr microfiber tuska fjarlægir mesta rykið og ætti að vera nóg til að halda heimilinu þokkalega hreinu.

Önnur frábær leið til að halda gólfunum hreinum er að notast við Nilfisk combi ryksuguna og skúringavélina, en með einu tæki þrífur þú á fljótan og hreinlátan máta án þess að nota of mikið vatn og sparar einnig geymslupláss. Vélin kemur með þvoanlegri síu og hægt er að nota hana á öll hörð gólf, ryksugan getur einnig sogið dýrahár.

Ef þú vilt koma verkinu í hendurnar á einhverjum öðrum þá þvær iRobot Braava Jet M6 skúringarvélin gólfin fyrir þig með glöðu geði. Tækið skilur gólfin eftir hrein og án bletta og ryks.  Það eina sem þú þarft að gera er að fylla á vatnstankinn og kveikja á tækinu.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.