Fróðleikur

Nýr ofur öflugur Note – Galaxy Note 9

10.08.2018

Nýr ofur öflugur Note

Samsung kynnti til leiks nýja Note símann miðvikudaginn 9.ágúst. Note 9 er glæsilegur snjallsími með S penna, 6,4“ AMOLED skjá og innbyggðu DEX.

Skoða Note9 á elko.is

Hönnun:

Skjárinn:

Síminn kemur með hinum frábæra 6,4″ Super AMOLED skjá.  Upplausninn er Quad HD+, 2960×1440 og er Iris skanninn og nemar faldir undir skjánum.

Hljóð:

Síminn er með Innbyggða AKG stereó hátalarar og Dolby Atmos hljóðkerfi.

Myndavélin:

Aðal myndavélin er margverðlaunuð sem aðlagar sig að birtustigi og er hún með tveim linsum og tveimur ljósopum (F1.5/2.4) og hægt er að taka upp myndbönd í Super Slow motion á 960 fps. En svo er einnig smart assistant í símanum sem hreinlega hjálpar þér að taka betri myndir.

Tvöfalt ljósop:

Þú velur hvort þú vilt stilla á F1.5 fyrir myndatöku við léleg birtuskilyrði eða F2.4 til að hámarka myndgæði og skerpu þegar myndataka fer fram úti í sólarljósi.

HDR:

Note 9 er ekki hræddur við myrkrið.  Með því að stilla á HDR eykur þú skerpu og gæði lita á myndum.

Stillingar:

Aðal myndavélin á Galaxy Note 9 nemur aðstæður í myndatöku og velur þá stillingu sem hentar hverju sinni.

Myndbandsupptaka:

Taktu upp frábær Slow Motion myndbönd, með 960 ramma/sekúndu.

Selfie myndavélin:

Framvísandi myndavélin skilar frábærum myndgæðum. Upplausn er 8Mpix og nemur myndavélin andlit til að hámarka myndgæði. Þú getur svo notað S pennann sem fjarstýringu.

AR emoji:

Þú getur núna á mjög einfaldan hátt búið til emoji sem lítur út eins og þú, tekið upp hreyfingar í gegnum myndavélina eða valið tilbúnar gif myndir úr gagnabanka og póstað þar sem við á… eða ekki.

Disney AR Emoji:

Bættu við örlitlum töfrum og breyttu þér í uppáhalds Disney fígúruna. Sendu skilaboð sem Mikki, Andrés Önd eða veldu annað Disney / Pixar andlit sem eru í boði.

S penninn:

Með nýja Bluetooth tengda S-pennanum getur þú stjórnað símanum á vegu sem ekki hefur verið hægt áður. En líta má á hann sem einskonar fjarstýringu. Með honum getur þú stjórnað öllum „Smart“ aðgerðum í símanum eins og að taka mynd. Einnig getur þú skrifað strax á símann með honum án þess að aflæsa honum ef þú þarft að skrifa eitthvað niður snögglega.

Afhverju er Note 9 svona öflugur?:

Örgjörvinn:

Örgjörvinn er líklega sá hraðasti á markaðnum þegar þetta er skrifað en hann er til viðmiðunar 53% hraðvirkari en í Note 8.

Vinnsluminnið í 128GB útgáfunni er 6GB og í 512GB útgáfunni er vinnsluminnið 8GB.

Mað water-carbon kælikerfi getur þú spilað tölvuleiki í símanum án vandræða.

Rafhlaðann:

Galaxy Note 9 er með rafhlöðu sem er hönnuð til að endast. 4000 mAh rafhlaða þar sem nútíma heimurinn stoppar ekki, afhverju ætti síminn þinn að gera það.

WiFi og 4G:

Náðu þeim hraða sem þú vilt án þess að finna fyrir truflunum. Gigabit LTE og WiFi með 4×4 MIMO loftnet færðu hraða allt að 1.2Gbps.

Geymslurými:

Ef þú átt Note 9 símann þarftu ekki að eyða út myndum eða forriti til að koma nýju efni fyrir í símanum. Galaxy Note9 setur ný viðmið hvað varðar geymslurými í síma. Ein útgáfn er með 128GB innbyggt minni og hin með 512GB!  Auk þess styður síminn allt að 512GB microSD minniskort.

DeX:

Samsung Galaxy Note9 er með innbyggt DeX. Dex gerir þér kleift að breyta símanum í vinnustöð, en þú getur tengt símann við stærri skjá með einni snúru. þetta er tilvalið til að opna forrit í stærri skjá og vinna í þeim eins og Word og Excel, eða til að spila tölvuleiki á stærri skjá. Þú getur notað símann þó hann er tengdur við skjá til að senda til dæmis skilaboð en þú getur einnig notað Note símann sem snertiflöt fyrir aðgerðir á skjánum sem síminn er tengdur í.

Vatnsvarinn:

Síminn er með IP68 vatnsvörn, sem er prófuð með að hafa símann á 1.5 metra dýpi í 30 mín.

Samsung Knox:

Um leið og þú kveikir á símanum eru gögnin þín varin með Know. Ólíkt öðrum gagna og vírusvörnum sem eru eingöngu forrit, þá er Samsung Know bundið bæði hugbúnaði og vélbúnaði símans.

Sjá upplýsingar um verð á elko.is

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.