fbpx
Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir undir 20.000 kr.

6.12.2019

Ertu í vandræðum með að finna jólagjöf? Hérna eru nokkrar hugmyndir að sniðugum gjöfum undir 20.000 krónum sem gætu hentað í jólapakkann.

Philips dagljósalampi

Philips dagljósalampinn sækir innblástur í náttúruna og vekur þig upp á náttúrulegri máta með því að herma eftir sólarupprás. Einnig er hægt að nota hann sem leslampa. Sjá Philips Dagsljósalampa á elko.is.

Nuddbyssa

Létt og öflug Hyper Massage Pro 2 nuddbyssa losar um hnúta og eykur liðleika og blóðflæði. Tækið er einfalt í notkun og býður upp á 20 mismunandi högg stillingar sem hægt er að velja á snertiskjá á tækinu. Sjá Hyper Massage nuddbyssu á elko.is.

SmartThings Hub tengistöð

SmartThings Hub er fyrsta skrefið að hinu fullkomna snjallheimili. SmartThings Hub tengistöðin einfaldar að stjórna öðrum SmartThings snjalltækjum. Hægt er að tengja stöðina við netbeini til að stjórna skynjurum, öryggismyndavélum, ljósum og öðrum snjalltækjum. Sjá SmartThings á elko.is.

Sodastream Genesis tæki

Hafðu umhverfið í huga með SodaStream Genesis kolsýrutæki. Í Megapakka fylgir kolsýruhylki og fjórar flöskur. Þú getur sparað allt að þúsund plastflöskur á ári þar sem SodaStream flöskur eru margnota. Hægt er að fá alls konar brögð til að bæta í vatnið, einnig fáanleg sykurlaus. Sjá SodaStream Genesis á elko.is.

Remington HyperFlex Aqua PRO herrarakvél

100% vatnsheld herrarakvél með sveigjanlegum haus sem leggst betur að húð, öflugri 60 mín rafhlöðuendingu sem styður hraðhleðslu og skjá sem sýnir stöðu á rafhlöðu. Það fylgir með henni hleðslustandur og taska. Sjá Remington HyperFlex á elko.is.

Happy Plugs Air 1 þráðlaus heyrnartól

Þráðlaus heyrnartól frá Happy Plugs með nýtískulegri hönnun og frábærum hljóm. Heyrnartólin eru með allt að 14 klukkustunda rafhlöðuendingu og eru í glæsilegri sænskri hönnun. Þau koma í alls konar litum t.d. hlébarðarmunstri og svörtum marmara. Sjá Happy Plugs á elko.is.

JBL LIVE 500BT þráðlaus heyrnartól

Hlustaðu á þína uppáhalds tónlist allan daginn með JBL LIVE 500BT þráðlausum heyrnartólum í frábærum gæðum. Láttu raddstýringuna um að skipta um lög og hækka eða lækka. Með TalkThru lækkar í heyrnartólunum þegar þú talar þannig að þú getur hlustað á tónlist á meðan þú spjallar við umheiminn. Sjá JBL Live á elko.is.

Chromecast Ultra myndstreymir

Chromecast Ultra gefur þér möguleikan á að varpa mynd frá snjallsíma eða spjaldtölvu yfir í sjónvarpið með því að tengja það við HDMI tengið á sjónvarpinu. Ultra útgáfan styður allt að 4K Ultra HD (3840×2160) HDR myndgæði. Sjá ChromeCast á elko.is.

Philips Steam & Go gufusléttir

Handfrjáls Philips Steam & Go gufusléttir fjarlægir krumpur úr öllum gerðum af fötum og efnum. Óþarfi að taka út straujárnið og koma fyrir brettinu, gufusléttirinn sér um að slétta úr flíkinni á örstundu. Svo er hægt að taka hann með í ferðalög þar sem Philips Steam & Go er fyrirferðalítill gufusléttir. Sjá Philips Steam á elko.is.

Beurer FC95 andlitsbursti

Beurer hreinsibursti fyrir andlit. Hægt að nota með eða án hreinsiefna, til að þrífa burt farða, maska og húðflögur. Andlitsburstinn er vatnsheldur og þráðlaus, því tilvalinn til notkunar í sturtu. Sjá Beurer andlitsbursta á elko.is.


Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.