fbpx
Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir fyrir unglinga

10.12.2019

Stundum er það auðvelt en í mörgum tilvikum erfiðasta gjöfin. Ef þú ert í einhverjum vandræðum að finna jólagjöf fyrir unglinginn þá eru hér fyrir neðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir í harðan jólapakka.

Happy Plugs Air 1 þráðlaus heyrnartól

Þráðlaus heyrnartól frá Happy Plugs með nýtískulegri hönnun og frábærum hljóm. Heyrnartólin eru með allt að 14 klukkustunda rafhlöðuendingu og eru í glæsilegri sænskri hönnun. Þau koma í alls konar litum t.d. hlébarðarmunstri og svörtum marmara. Sjá Happy Plugs Air 1 á elko.is.

Polaroid Originals OneStep 2 myndavél

Polaroid Originals OneStep 2 gerir þér kleift að taka myndir og framkalla í hæstu gæðum. OneStep 2 er með tímastilli, öflugt flass og rafhlöðu sem endist í allt að 60 daga á fullri hleðslu. OneStep 2 er blanda af því besta úr nútímanum og 1977 þegar upprunlega Polaroid OneStep myndavélin steig á svið í fyrsta sinn. Gefðu myndasafninu þínu einkennandi yfirbragð með Polaroid Originals OneStep 2. Sjá Polaroid Originals OneStep 2 myndavél á elko.is

Chilly’s flöskur

Chilly’s flöskurnar halda köldu í 24 klst og heitu í 12 klst, leka ekki þar sem tappinn er loftþéttur og koma í alls konar stærðum og gerðum. Taktu með þér flösku í ferðalagið, vinnuna eða skólann og njóttu drykksins út daginn við rétt hitastig. Sjá Chilly’s á elko.is.

XIAOMI M365 Hlaupahjól

250 W rafmagnshlaupajól frá Xiaomi, fáanlegt í hvítt eða svart. Með allt að 30 km drægni á hleðslu. Hjólið kemst 25 km/klst og hefur tvöfalt bremsukerfi og ljós bæði að framan og aftan sem eykur öryggi notanda. Hægt er að brjóta hjólið saman fyrir flutning með þremur einföldum skrefum – Flip, Fold, Clip. Hjólið vegur aðeins 12,2 kg. Sjá Xiaomi M365 á elko.is

Crosway svifbretti

Crosway svifbrettið er einfalt í notkun og krefst einungis jafnvægis til þess að stýra. Brettið er tilvalið til þess að komast á milli staða, inni sem utandyra. Nær allt að 15 km/klst hraða og með 15 km drægni. Hámarks burðargeta þess er 100 kg. Sjá Crosway svifbretti á elko.is

Airpods (2019) þráðlaus heyrnatól

Nýjasta útgáfan af hinum geysivinsælu AirPods, þráðlausu heyrnartólunum frá Apple. Það sem AirPods gerðu vel, gera AirPods (2019) enn betur. Með nýjum örgjörva verða hljómgæðin betri og tenging við tæki sneggri. Uppfærða rafhlaðan bætir klukkustund við taltíma, úr tveimur í þrjár klukkustundir. Nú er líka stuðningur við raddskipanir fyrir Siri. Sjá Airpods (2019) á elko.is.

Nedis Ultra HD 4K Útivistarmyndavél

Fangaðu augnablikið með Nedis Ultra HD 4K útivistarmyndavélinni. Myndavélin er með WiFi svo auðvelt er að deila myndböndum áfram á vini þína í gegnum Facebook, Instagram og aðra samskiptamiðla. Myndavélin kemur með búnaði sem gerir þér kleift að festa myndavélina við nánast hvað sem er og sterkbyggð hýsing fylgir sem er vatnshelt allt upp í 30m. Sjá Nedis Ultra HD 4K Útivistarmyndavél á elko.is.

Xtreem RaptorEye dróni

RaptorEye dróni frá Xtreem er léttur og er með 360° stjórn, þ.á.m upp/niður, áfram/afturábak, hægri/vinstri, flip, flugbrellur, snúninga og fleira. Dróninn er með 720p myndavél til að ná myndefni á og fylgja með honum auka blöð og varahlutir. Sjá Xtreem RaptorEye dróni á elko.is.

Beurer spegill með ljósi

Fínlegur spegill sem hentar sérstaklega fyrir snyrtiaðstöðuna. Birtan í honum er stillanleg og byggir á LED ljósum sem tryggja góða endinu. Spegillinn hefur bæði 1x stækkun og 7x stækkun. Láttu þennan ekki vanta á baðherbergið eða við snyrtiborðið. Sjá Beurer spegill með ljósi á elko.is.

Remington MyStyle Sléttujárn

Fáðu fallega slétt hár með Remington MyStylist sléttujárninu sem hitnar upp í 200°C á innan við 30 sekúndum og er með sjálfvirkum slökkvara. Keramik húðaðar plötur tryggja sléttleika og góða endingu og vegna hraðupphitunar er fljótgert að stíla hárið að vild. Sjá Remington MyStyle Sléttujárn á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.