fbpx
Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir fyrir ástríðukokkinn

10.12.2019

Hver elskar ekki góðan mat og ljúfa drykki. Hérna eru nokkrar jólagjafahugmyndir sem hjálpa til við að gera eldhúsið að harmónískum stað þar sem að hver unaðsrétturinn á fætur öðrum er töfraður fram.

Lekue Poppskál

Að poppa hefur aldrei verið eins auðvelt og fljótlegt. Það eina sem þarf að gera er að setja baunirnar ofan í skálina og inn í örbylgjuofn. Það þarf ekki einu sinni olíu. Sjá hér.

Sodastream Genesis tæki – Megapakki

SodaStream tæki eru einföld í notkun og gefur þér möguleika að búa til sódavatn eða bragðbætt gos heima.  Tilvalið að nota Sodastream bragðefni, sítrónu eða límónu til að bragðbæta vatnið. Í þessum mega pakka eru fjórar flöskur og kolsýruhylki. Einnig til í hvítu. Sjá hér.

Beldrey Air Fryer djúpsteikingarpottur

Er tilvalin gjöf fyrir sælkeran sem vill njóta þess að fá sér heilsusamlegri djúpsteiktan mat. Djúpsteikingin er með lítilli eða engri olíu. Potturinn er einfaldur í notkun með hita- og tímastillingum, sjálfvirkum slökkvara, 1300 W af afli og 3.2 lítra djúpsteikingarpotti með viðloðunarfrírri húðun. Sjá hér.

OBH Nordica Quick Chef töfrasproti

Þessi kraftmikli töfrasproti er handhægur og tilvalinn fyrir fjölbreytta eldamennsku. Með fylgir saxari, glas og þeytari sem eykur notagildi hans enn frekar. Sjá hér.

Nutribullet PRO blandari – 900W

Nutribullet Pro er stærri og öflugari útgáfa af hinum mjög vinsæla Nutribullet blandara. Nutribullet blandararnir eru hannaðir til að geta rifið niður hýði, fræ, ávaxtasteina og klaka. Það fylgir með bæði 900ml og 700 ml glas þannig að þú getur græjað boost til að taka með sem að hentar þér. Sjá hér.

Weber iGrill Mini

iGrill Mini er mjög nettur kjöthitamælir sem er tilvalinn í ofninn sem og á grillið. Mælirinn tengist snjallforritinu Weber iGrill og er með 45m bluetooth drægni þannig að þú getur þú gengið um án þess að hafa áhyggjur á því að kjötið gleymist og brenni.  Snjallforritið sýnir þér stöðuna. Sjá hér.

Nespresso Citiz kaffivél

Stílhrein kaffivél með gæðin í fyrirrúmi. Þetta er sjálfvirk hylkjavél sem hellir upp á gæða Espresso og Lungo. Hún er auðveld í notkun og hægt að stilla magn hvers bolla fyrir sig. Hægt er að velja á milli tugi tegunda af kaffi  frá ýmsum framleiðendum fyrir þessa vél. Það er því undir eigandanum að finna sinn fullkomna bolla. Sjá hér.

Sandström vínkælir

Hver elskar ekki gott vín? Þessi frábæri vínkælir frá Sandström passar að vínið sé geymt við fullkomið hitastig. Vínkælirinn tekur átta flöskur og stílhrein hönnun hans gerir það að verkum að hann passar inn í flestar innréttingar. Sjá hér.

Sony DAB+ ferðaútvarp XDR-S41D 

Sony XDR-S41 útvarpið er lítið og nett eldhúsútvarp með góðum hljóm og hentar bæði þeim sem vilja dansa yfir uppvaskinu eða vilja hlusta á fréttirnar yfir matseldinni. Útvarpið gengur bæði fyrir snúru eða rafhlöðum sem endist í allt að 26klst. Sjá hér.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.