Hugmyndir

5 leiðir til að drekka meira vatn

24.01.2018

Mikilvægi þess að innbyrða vatn er vitað um allan heim en vatnsdrykkja, eða skortur á vatnsdrykkju ætti ekki að vera vandamál í löndum eins og á Íslandi, þar sem hágæða drykkjarvatn flæðir hvert sem litið er. Aðgengi að vatni er því í þessu tilfelli ekki ástæðan heldur myndi maður halda að ástæðan væri gleymska eða aðgerðarleysi.
Kostirnir sem fylgja því að drekka daglega hæfilegt magn af vatni eru þó svo margir að við getum ekki annað en fengið okkur vatnsglas!

Þessar 5 leiðir ættu að að hafa hvetjandi áhrif á vatnsdrykkjuna.

1. Fáðu þér góða vatnsflösku eða vatnsbrúsa

Leggðu í vana þinn að vera ávallt með vatn nálægt þér. Mér þykir gott að fylla á flöskuna á kvöldin og geyma í ísskápnum yfir nótt. Þegar ég fer út á morgnana tek ég flöskuna með mér og geymi í töskunni eða í bílnum. Þá er einfalt að fá sér sopa þegar manni dettur í hug, svo verður það að vana.

2. Geymdu vatn í ísskápnum

Það er gott að vera alltaf með 2 vatnsflöskur í ísskápnum. Ég hef haft það að vana því þegar ég er búin með aðra flöskuna fylli ég hana aftur af vatni og set inn í ísskáp. Þá er hin flaskan samt nú þegar til staðar til að taka fram á borð.

3. SodaStream

Um leið og það eru komnar bubblur í vatnið verður þetta nýr svaladrykkur. Ef þú ert fyrir kolsýrt vatn þá myndi ég leggja til að þú eigir ávallt tvær SodaStream flöskur í ísskápnum vegna sömu ástæðar og að ofan. Fyrir utan að það er aðeins ódýrara að eiga SodaStream heldur en að kaupa kolsýrt vatn þá getum við rétt ímyndað okkur plastið sem við sneiðum fram hjá með hverju glasinu sem við drekkum. Þú getur séð nokkrar gerðir af sodastream tækjum hér.

4. Vatnsglas með hverjum kaffi/te bolla

Það er góður vani að í hvert sinn sem þú færð þér kaffi, te eða annan álíka drykk, þá færðu þér eitt vatnsglas eða kolsýrt vatn með. Ef þú ert að fara að fá þér ábót á kaffið en átt enn vatn eftir í glasinu, kláraðu það áður en þú færð þér nýjan bolla og fyllir á vatnsglasið.

5. Bragð í vatnið

Það gerir mikið að bæta út í vatnsflöskuna eða könnuna ávöxtum, grænmeti eða berjum. Það er hægt að kaupa frosna niðurskorna ávexti og frosin ber í nær öllum búðum í dag. Skelltu smá ananas bitum, jarðaberjum eða hindberjum út í flöskuna. Það er einnig gott að skera gúrkusneiðar út í. Annars er gamla góða sítrónan og lime alltaf góður kostur líka.

Ég vona að einhver af þessum 5 leiðum höfði til þín og komi að góðum notum!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.