Fróðleikur

Afhverju skjágleraugu?

10.02.2023

Vissir þú að fullorðinn einstaklingur eyðir að meðaltali 11 klukkustundum á sólahring fyrir framan skjá? Stafrænir skjáir senda frá sér blátt ljós sem getur haft slæm áhrif á líkamsklukkuna og skapað þreytu í augum.

Hvað eru skjágleraugu og virka þau?

Hvað eyðum við mörgum klukkustundum fyrir framan skjái á dag? Nýlegar rannsóknir benda til þess að það sé í rauninni miklu meira en þú heldur!

Samkvæmt Forbes, eyðir fullorðinn einstaklingur að meðaltali 11 klukkustundum á dag fyrir framan snjallsíma, spjaldtölvu, tölvuskjá eða sjónvarp. Engin furða að áhrif bláa ljósins er orðið mikið umræðuefni.

Ein besta og auðveldasta leiðin til að vernda þig gegn mikilli lýsingu af þessari tegund ljóss er að nota sérhönnuð gleraugu gegn bláu ljósi. Hins vegar er enn mikill misskilningur um hvernig þau raunverulega virka og hversu árangursrík þau geta verið.


Hvað er blátt ljós?

Með bláu ljósi er átt við hluta af ljósbylgju sem sést með mannsauganu og er talin hafa slæm áhrif á sjónhimnuna.

Þetta bláa ljós er venjulega að finna innan 380-500 nm bylgjulengdar og kemur náttúrlega frá sólinni, en gervi útgáfa (e. artificially) af því kemur fá stafrænum skjám. Það er þó á milli 415 nm og 455 nm þar sem það er talið sterkast.

Blátt ljós er allt í kringum okkur í hinu daglega lífi. Vissir þú að ástæðan fyrir því að við sjáum himininn bláan er í raun vegna þess að augun okkar nema bláa ljósið frá sólinni? Þegar stuttbylgjur frá sólinni komast í gegnum lofthjúpinn dreifist blái liturinn mun meira en hvíta ljósið og skapar það sem augun okkar túlka sem óendanlegan bláan himinn.

Bláa ljósið hefur líka áhrif á líkamsklukkuna: hringrás svefn og vöku. Þess vegna getur þú eyðilagt góðan svefn ef þú ert í kringum skjái á kvöldin og þá sérstaklega rétt fyrir svefntíma.

HEV, er annað tækiorð fyrir blátt ljós, en það stendur fyrir „high-energy Visi­ble Lig­ht“ , en það er stutta bylgjulengdin sem framleiðir mestu orkuna. HEV ljósið er að finna nálægt útfjólubláa (UV) enda litrófsins. Þessir sterku geislar valda því að augun okkar þurfa að einbeita sér meira og veldur þreytu og þurrki í augum.


Algengir kvillar sem blátt ljós veldur

Augnþreyta og þurr augu: Dæmigerð einkenni eru; brennandi og stingandi tilfinning, erting í augum og roði og næmni fyrir ljósi.

Einnig getur þeim fylgt svokallað tölvusjónheilkenni (e. Computer vision syndrome) sem einkennist af höfuðverki, þokusýn og verkjum í hálsi og öxlum.

Truflun á svefnhringnum: Samkvæmt tilraun sem gerð var af vísindamönnum í Harvard kom í ljós að eftir meira en 6 klukkustundir af lýsingu af bláu ljósi hliðraðist svefninn til um allt að 2 klukkustundir. HEV ljós hafði einnig minnkað magn af melatóni sem heilinn framkvæmir. Hormónið melatónín er einn besti vinur okkar þegar kemur af því að hjálpa okkur að sofna.


Hvernig virka Barner skjágleraugun?

Barner gleraugun hafa verið þróuð til þess að verja augun gegn þeim langvarandi áhrifum sem blátt ljós getur ollið.

Hágæða CR39 linsurnar sem Barner notar hindra 40% af bláa ljósinu á 430-450 nm litrófinu og 100% af bláa ljósinu við 410 nm. Barner linsur nota samanbland af tveimur eiginleikum: sú fyrri endurkastar bláa ljósið og sú seinni gleypi það.

Áhrifin bera fljótt árangur: augun eru úthvíldari, afslappaðri og allt í kringum notkun á stafrænum tækjum verður þægilegri.

Skjágleraugu er mikilvægt tól í starfi og leik, sérstaklega hjá starfsstéttum sem vinna allan daginn fyrir framan skjá og þá sérstaklega fyrir þau sem vinna í listrænum störfum (t.d. Grafískir hönnuðir, ljósmyndaritstjórn) þar sem starfið krefst þess að þú þarft að sjá sanna liti. Þannig að ekki er hægt að nota forrit í tölvunni eða símanum til að minna bláa ljósið og breyta þannig litbrigðum.

Kostir þess að nota Barner skjágleraugu

  • Minnkar þreytu í augum
  • Bætir svefn
  • Þau eru létt, þægileg og flott

Viltu heyra hvað öðrum finnst um Barner?

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að hlusta á sögur viðskiptavina

Það eru til þrjár útfærslur af Barner gleraugum og koma þau í nokkrum litum. Það er einnig í boði sérstök krakkalína sem er hönnuð fyrir börn 5-12 ára. Krakkagleraugun eru með sama flotta útlitið og eru fáanleg í þremur litum, blár, rauður og svartur.


Er hægt að fá Barner skjágleraugu með styrk?

Já, það er hægt en eins og er eru þau ekki í boði í gegnum ELKO. Ef þú vilt fá þér Barner skjágleraugu með styrk getur þú pantað þau í gegnum alþjóðlegu síðuna, Barnerbrand.com. Þau bjóða upp á styrk frá +6.00 til -8.00.

Skoðaðu úrvalið af Barner skjágleraugum sem eru í boði hjá ELKO með því að smella hér.

Síðast uppfært í febrúar 2023

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.