Fróðleikur

Apple Watch Sería 7

26.11.2021

Apple Watch Series 7 er með stærsta skjá sem sést hefur á Apple-úri. Snjallúrið er frábær hjálparhella í daglegu amstri en með því fylgir fjöldi heilsueflandi smáforrita (e. apps). Úrið er allt að 33% fljótara að hlaða sig en forveri þess og er fáanlegt í fimm glæsilegum litum.

Út fyrir endimörkin

Helsta áskorun Apple við framleiðslu Series 7 var að gera skjáinn stærri án þess að breyta hluföllum úrsins, en til þess að gera það var skjárinn endurhannaður frá grunni. Umgjörð úrsins er 40% minni og skjárinn 20% stærri en á Series 6 og með 50% stærri skjá en Series 3. Að nota dagatalið, reiknivélina eða skeiðklukkuna er þægilegra en nokkru sinni fyrr.


Þegar við skoðum tölurnar – 44mm á móti 45mm – virðist þetta ekki vera neinn stórfenglegur munur, en sjón er sögu ríkari og hefur þetta gríðarleg áhrif á notkun úrsins. Þú rekst sjaldnar í rangan staf á lyklaborði úrsins, því flest öll merki og smáforrit hafa verið sköluð upp til þess að samsvara stækkun skjásins. Að nota dagatalið, reiknivélina eða skeiðklukkuna er þægilegra en nokkru sinni fyrr.

Það tekur enga stund að hlaða úrið. Með Series 7 fylgir USB-C hraðhleðslusnúra og tekur það einungis um 45 mínútur að hlaða upp í 80%. Til þess að hægja á rýrnun endurhlaðanlegra rafhlaðna er mælt með að leyfa raftækinu ekki að fara undir 20% hleðslu eða hlaðast mikið meira en 80%.


Always-On Retina skjár

Skjárinn er 70% bjartari innandyra þegar úrið er ekki í beinni notkun. Það dregur úr þörfinni fyrir að lyfta upp höndinni til þess að sjá almennilega á það.

Always-On eiginleikinn gerir þér kleift að sjá upplýsingar á skjánum án þess að lyfta hendinni eða pikka á skjáinn. Ekki þarf að lyfta úlnliðnum til þess að sjá hvað klukkan er eða að snerta skjáinn til þess að fylgjast með Apple Maps á meðan þú ert að keyra.

Grundvallarbreyting var gerð á úrinu til þess að betrumbæta Always-On Retina skjáinn. Í þeirri vöruþróun varð til höggheldasta skjágler Apple Watch hingað til. Skjáglerið er 50% þykkara en á Series 6 og lögunin á skjáglerinu er mun betur varin fyrir sprungum og öðrum skemmdum.

Smelltu, skrifaðu eða svæpaðu

Nýtt lyklaborð á Apple-úrinu gerir þér kleift að nota það eins og hefðbundið snjallsímalyklaborð. Það er þó ekki eini eiginleikinn sem kemur úr iPhone heldur er einnig hægt að svæpa fingrinum yfir lyklaborðið til þess að skrifa orð. Úrið notar gervigreind til þess að læra inn á orðaforðann þinn til þess að draga úr ritvillum ef þú hittir óvart ekki á
réttan staf, svipað og AutoCorrect.


Kort

Kortið er á úlnliðnum. Hvort sem þú ert að keyra, ganga, hjóla eða í strætó getur þú fylgst með staðsetningu þinni og hve langt það tekur þig að komast á áfangastaðinn. Ef þú hefur ekki tök á að líta á úrið þá gefur það frá sér vægan titring þegar það er kominn tími á hægri eða vinstri beygju.


Vertu með puttann á púlsinum

Í Apple Watch Series 7 er hægt að athuga súrefnismettun í blóði á aðeins 30 sekúndum með byltingarkenndum skynjara. Hægt að taka ECG (e. hjartalínurit) hvar sem er, hvenær sem. Ásamt öðrum nýjungum eins og gjörhygli (e. mindfulness) og svefnmæli (e. Sleep tracking) og fleiri heilsueflandi smáforritum og æfingum er snjallúrið með heilsufar þitt í fyrirrúmi. Allar mælingar sem úrið tekur eru aðgengilegar í símanum þar sem hægt er að skoða þær nánar.

Súrefnismettun blóðs getur gefið vísbendingu um heilsufar þitt. Eðlileg súrefnismettun í hvíld er >95%. Smáforritið mælir súrefnismettunöðru hverju yfir daginn – jafnvel þegar þú sefur, en hægt er að slökkva á þeirri stillingu.

Hægt er að taka ECG hvenær sem er. Það eina sem þarf að gera er að leggja fingurinn að snúningstakka úrsins. Snúningstakkinn er útbúin rafskautum sem nema rafboð hjartans og gefa mælingu á einungis 30 sekúndum. ECG smáforritið metur niðurstöðurnar og tilkynnir hvort merki eru um gáttatif (e. Atrial fibrillation) eða hvort það slái eðlilega (e. Sinus rhythm).

Svefninn

Svefnsmáforritið gerir þér kleift að fylgjast með hvernig þú sefur. Á hverjum morgni býður úrið þér góðan dag og lætur þig vita hve lengi þú svafst og hve lengi þú lást í rúminu.

Hægt er að skoða hve mikinn svefn þú færð að meðaltali eða búa til svefnrútínu. Á meðan þú sefur mælir úrið öndun og gerir bakgrunnsmælingar yfir nóttina.

Þá þarf ekki lengur að kveikja á vekjaraklukkunni. Þú stillir bara hvenær þú ætlar að fara að sofa og hversu lengi þú ætlar að sofa. Ef háttatíminn er klukkan ellefu og þú ætlar að sofa í 8 tíma vekur úrið þitt þig á slaginu sjö. Hægt er að stilla á hávaðasama vekjaraklukku í úrinu sjálfu, en til þess að trufla ekki þann sem deilir herbergi með þér getur þú stillt á titring eingöngu. Ef úrið er að verða straumlaust gefur einungis 8 mínútna hleðsla nægan straum til þess að ná 8 klukkustunda svefnmælingu.

Hreyfing fyrir alla

Í nýjustu uppfærslu Apple Watch er stuðningur fyrir hjólreiðar orðinn mun betri. Apple Watch greinir hvenær þú byrjar að hóla og minnir þig á að kveikja á æfingaprógramminu í úrinu sjálfu til þess að mæla vegalengd, meðalhraða og brennslu. Fallneminn í úrinu hefur verið endurbættur til þess að fylgjast betur með falli af hjóli. Til þess að halda einbeitingu á veginum sendir úrið út raddtilkynningar um framgang æfingarinnar, líkt og hraða, vegalengd og fleira. Úrið hefur að auki verið sérstillt fyrir rafhjól til þess að gefa raunsæja mynd af brennslu á rafhjóli. Í fyrri útfærslu Apple-úra gátu þau ekki gert greint á milli hefðbundins hjóls og rafhjóls. Þú getur svo boðið vinum og vandamönnum að keppa í hreyfiáskorun (e. Activity challenge). Þar er hægt að bera saman niðurstöður og hvetja hvert annað áfram.

Þrátt fyrir að þú sért ekki með kveikt á æfingu fylgist Apple-úrið með hvernig þú hreyfir þig yfir daginn. Það mælir skref, hversu lengi þú stendur og hversu margar hitaeiningar þú brennir.


Allt í veskið

Veskið í úrinu geymir allt á sínum stað. Hægt er að nota Apple Pay, aflæsa útidyrahurðinni með snjalllásnum, fjarstarta bílnum eða sækja flugmiðann þinn.

Siri

Hjálparhellan Siri er með svör við flestum spurningum, en hún getur líka minnt þig á hvenær frænka þín á afmæli eða sagt þér hvað það tekur langan tíma að ganga til Grindavíkur. Þú getur spurt Siri hvaða lag er í útvarpinu og hún finnur svar við því á svipstundu. Siri getur jafnvel þýtt talað tungumál á rauntíma.

Smelltu hér til að skoða öll snjallúr frá Apple.


Hvaða Apple Watch úr hentar þér?

Hér er samanburður á Series 7, SE og Series 3

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.