Hugmyndir

Auðveld eldun með Hönnu Þóru

1.12.2022

Hanna Þóra er matarbloggari, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur sem elskar góðan mat og hefur verið að sérhæfa sig í kolvetnaskertu mataræði síðustu ár með góðum árangri.

Við fengum hana til þess að setja saman uppskriftir fyrir okkur þar sem að Ninja vörurnar eru notaðar til að útbúa dýrindis rétti fyrir jólahátíðina framundan.


Sykurlaus ís með jarðarberjum og vanillu

Innihaldsefni

  • 5 stk jarðarber
  • 2 dl rjómi
  • 5 dropar vanillustevía
  • (Fyrir þá sem vilja er hægt að bæta við einum desílítra af vanillupróteini út í ísblönduna til þess að útbúa próteinís)


Leiðbeiningar

Setjið öll innihaldsefnin saman í blandara og blandið þar til jarðarberin eru orðin maukuð. Setjið blönduna í Ninja Creami ísboxið. Lokið fer þétt á og setjið inn í frysti í 24 klukkutíma. Setjið ísboxið í Nina Creami vélina og ýtið á icecream-takkann. Leyfið blöndunni að jafna sig í 5 mínútur áður en þið njótið. Einfalt og fljótlegt fyrir alla fjölskylduna.

Ninja CREAMi ísvélin

Með Ninja CREAMi ísvélinni getur þú reitt fram uppáhalds ísinn á nokkrum mínútum. Vélin er einföld í notkun. Eina sem þarf að gera er að fylla eitt af þremur ílátum með hráefni, frysta í 24 klst og skella ílátinu svo í vélina. Á nokkrum mínútum getur þú svo notið afrakstursins. Einnig er hægt að halda afgöngum frosnum og njóta seinna. Þegar að ísinn er tilbúinn getur þú bætti við t.d. ávöxtum eða nammi á einfaldann hátt. Sjá nánar á elko.is


Sykurlaust pönnukökudeig

Innihaldsefni

  • 4 stk egg
  • 125 g hreinn rjómaostur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt lyftiduft
  • 3 tsk sætuefni 
  • 3 dl möndlumjöl eða hveiti


Leiðbeiningar

Setjið öll innihaldsefnin í Ninja-blandarann og blandið þar til deigið er orðið létt og slétt. Deigið verður loftkennt þegar því er blandað saman á þennan hátt, sem skilar dásamlegum pönnukökum á mettíma fyrir alla fjölskylduna.

Hitið pönnuna með smjöri og steikið pönnukökurnar á miðlungshita. Flippið pönnukökunum þegar þær eru orðnar gullinbrúnar þar til þær eru tilbúnar. Tilvalið er að bera þær fram með því sem ykkur langar hverju sinni. En til þess að gefa hugmyndir þá klikkar ekki að bera þær fram með rjóma, ferskum berjum og sírópi.

Athugið að best er að hafa pönnukökurnar ekki of stórar þar sem ketó-pönnukökur eiga það til að brotna þar sem þær eru glútenlausar.

Ninja 3-í-1 Auto-iQ matvinnsluvél og blandari

Matvinnsluvél með blandara frá Ninja sem er tilvalin til þess að útbúa hamborgara, salöt, sósur, deig og jafnvel eftirrétti auk allskonar tegunda af djúsum og söfum. Vélin er með 2,1 lítra könnu og 1,8 lítra skál sem geta skorið, sneitt, malað og margt fleira með mikilli nákvæmni. Sjá nánar Ninja blandara á elko.is


Blómkálsvængir í loftsteikingarpotti (e. Air Fryer)

Innihaldsefni

  • Heill blómkálshaus
  • 2 egg

Hjúpur

  • 1 dl rifinn ferskur parmesanostur
  • 2 dl möndlumjöl eða hveiti
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 2 tsk paprikuduft
  • 1/2 tsk cayenne-pipar eða eftir smekk
  • Salt
  • Pipar


Vængjasósa

  • 2 dl Buffalo hot sauce
  • 2-3 msk smjör eða eftir smekk


Leiðbeiningar

Blandið saman þurrum innihaldsefnunum og setjið saman við rifinn parmesanost. Skerið blómkálshausinn niður í bita og veltið blómkálinu upp úr eggjunum og veltið blómkálsbitunum upp úr hjúpnum. Stillið Airfryer-inn á 180 gráður, setjið blómkálsbitana ofan í Airfryer-körfuna og eldið þá í um 20-30 mínútur. Eftir 10-15 mínútur er gott að snúa vængjunum í körfunni með töng til að tryggja jafna eldun og stökka vængi. Á meðan vængirnir eru að eldast er gott að nýta tímann og hita buffalo-sósuna í potti og bæta við smjöri eftir smekk. Því meira smjör, þeim mun mildari verður sósan. Veltið síðar vængjunum upp úr heitri sósunni og berið fram strax, til dæmis með gráðostasósu og sellerístilkum.


Purusteik í loftsteikingapotti

Innihaldsefni

  1. Síðusteik
  2. Salt
  3. Pipar
  4. Lárviðarlauf
  5. Negulnaglar

Leiðbeiningar

  1. Veljið síðusteik sem passar ofan í körfuna. Kryddið steikina með svörtum pipar báðum megin, stingið negulnöglum og lárviðarlaufum í steikina og saltið vel með flögusalti. Stillið Ninja airfryerinn á 180 gráður Airfry og eldið í um 55-60 mínútur eða þar til kjarnhiti nær öruggu hitastigi og að puran sé stökk.

Ninja loftsteikingarpottur 3,8 lítrar

Ninja loftsteikingarpotturinn (e. AirFryer) er einfaldur í notkun og hefur 4 mismunandi eldunarkerfi, s.s. loftsteikingu, grillun, Reheating og Dehydrating. Potturinn notar enga olíu sem þýðir 75% minni fita og hraðari eldun. Loftsteikingarpotturinn er 3,8 lítra og getur tekið allt að 900g af frönskum (fyrir 6 manns). Hægt er að setja pottinn í uppþvottavél. Sjá alla loftsteikingapotta á elko.is


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.