Fréttir

Catalina stýrikerfið

29.08.2019

Nýja stýrikerfið macOS Catalina bætir upplifunina á öllu því sem þú elskar við Mac. Njóttu þess að horfa á myndbönd og hlusta á tónlist og hljóðvarp (e. podcast) í þremur glænýjum smáforritum (e. apps).

Núna getur þú upplifað uppáhalds smáforritin (e. apps) þín úr spjaldtölvunni á Mac tölvunni. Framlengdu vinnurýmið þitt og bættu sköpunarkraftinn með iPad og Apple pennanum, finndu nýja eiginleika í þeim smáforritum sem þú notar dagsdaglega. Með nýja stýrikerfinu bætast við allskyns möguleikar.

Tónlist, sjónvarp og hljóðvörp

Catalina kemur með þrjú ný forrit, Tónlist, Apple TV og Apple Podcast sem munu kollvarpa því hvernig við upplifum afþreyingu á Mac. Allt sem þú ert með í iTunes möppunni þinni verður aðgengilegt í gegnum forritin á tölvunni þinni.

iCloud mun streyma öllu án vandamála á milli allra tækjanna þinna. Þú getur einnig tekið afrit, endurheimt og streymt öllum upplýsingum á milli tækjanna með því að tengja þau beint í Mac-ann þinn.

Apple Music á Mac

Nýja tónlistarforritið býður upp á frábæra tónlistarupplifun á Mac. Skoðaðu lagasafn með yfir 50 milljónum laga, uppgötvaðu nýja listamenn og lög, útbúðu hinn fullkomna lagalista fyrir þig eða hlustaðu á alla tónlistina sem þú hefur safnað saman í gegnum tíðina. Þú munt hafa aðgengi að tónlistarsafninu þínu í öllum tækjum þínum.

Apple TV nú á Mac

Í Apple TV appinu fyrir Mac finnur þú allar uppáhalds kvikmyndirnar þínar, þáttaraðir, sjónvarpsstöðvar og Apple TV+.

Horfðu á allt beint í gegnum forritið undir flipanum „Horfa núna“. Þar getur þú jafnvel byrjað að horfa þar sem þú skildir við síðast, á hvaða skjá sem er, í öllum tækjunum þínum. Og í fyrsta skipti eru kvikmyndir sem studdar eru með 4K2 og Dolby Atmos 3 fáanlegar á Mac.

Hlustaðu á hljóðvörp á Mac

Með apple Podcast getur þú nálgast meira en 700.000 hljóðvörp í tölvunni þinni. Leitaðu að hljóðvarpi eftir titli, efni, gesti, gestgjafa og fleira. Ef þú ert áskrifandi getur þú fengið tilkynningu hvenær nýir þættir eru tiltækir. Undir flipanum „Hlustaðu núna“ getur þú auðveldlega nálgast það efni á þeim stað sem þú skildir við síðast í öllum tækjunum þínum.

Forrit sem þú elskar að nota í iPad eru væntanleg í Mac

Notaðu uppáhaldsforritin úr iPad í Mac. Nú geta forritarar búið til Mac forrit út frá þeim iPad forritum sem þú þekkir.

Njóttu þess að vinna í forritum á borð við Asphalt 9, Fender, TripIt, Post-it, Jira og fleiri.

Hversdagsleg forrit fá breytingu

Photos

Settu fókusinn á bestu myndirnar.

Photos fær nýtt útlit þar sem hægt er að sjá myndir og skoða minningar. Sjáðu fyrst bestu myndirnar án endalausra endurtekninga. Leitaðu eftir myndum eftir dagsetningu, degi, mánuði eða ártali til að fá yfirsýn yfir valin tímabil. Þú getur einnig merkt við atburði eins og afmæli, ferðalög og fleira.

Notes

Auðveldara að finna. Auðveldara að deila.

Nýtt útlit hjálpar þér að finna glósur. Deildu glósum eða allri möppunni sem þú hefur vistað glósur í. Ef þú ert með verkefnalista (e. Checklist) í Notes er kominn nýr möguleiki sem færir verkefni sem lokið hafa verið við neðst á lista.

Reminder

Hafðu skipulagið á hreinu.

Reminder forritið hefur verið endurhannað frá grunni. Ný hönnun og nýjar leiðir til að stofna, skipuleggja og setja inn áminningar. Hægt er að setja inn viðhengi við áminningar og auðvelt er að breyta með sér ‘edit’ takka. Snjall-listi í Reminder hjálpar þér að skipuleggja þig og birta áminningar sem skipta máli. Ef þú merkir annan aðila á fund eða hakar við önnur verkefni færðu áminningu næst þegar þú spjallar við eða spjallar um tiltekið verkefni í Messages.

Safari

Byrjaðu að vafra. Á meiri hraða.

Uppfærsla hefur verið gerð á Safari heimaskjánum sem auðveldar þér að fara beint inn á síðu sem þú skoðar reglulega. Siri bendir þér á bókamerki og slóðir sem þú hefur sett á leslista eða vistað hefur verið í iCloud, og einnig slóðir sem þú hefur fengið sendar í Messages forritinu.

Notaðu iPad sem framlengingu á vinnusvæði.

Sidecar gefur þér möguleika á að tengja iPad við Mac tölvuna svo þú notar spjaldtölvuna sem aukaskjá, og sem framlengingu á vinnusvæðinu þínu. Þú getur unnið í forriti í Mac og notað iPad til að sýna stillingar eða til að skoða afraksturinn.

Þú getur einnig stillt á að iPad sé spegill fyrir Mac, þannig að þú sjáir nákvæmlega sama efnið á báðum skjám, tilvalið ef þú vilt deila efni með öðrum, sýna ljósmyndir eða kynningu.

Vertu skapandi með Apple Pencil

Notaðu Apple Pencil í Mac forritum sem styðja Sidecar fyrir meiri nákvæmnisvinnu. Notaðu blýantinn (e. Apple Pencil) til þess að hanna í Illustator, breyta myndum í Affinity Photo, eða búa til 3D módel í ZBrush. Með Sidebar færðu betra aðgengi að Command, Control og Shift lyklum.

Settu strikið yfir M-ið í Mac.

Notaðu Apple Pencil fyrir dagleg verkefni eins og yfirlestur á texta og teikningar á skjámyndum. Þú getur auðveldlega sett myndir sem þú teiknar í iPad yfir í Mac skjöl.

Skoða Apple Pencil 2 á elko.is.

Mörg forrit styðja Sidecar sem hjálpar þér við hönnun, teikningar og 3D módel gerð. Smelltu hér til að skoða forrit sem styðja Sidecar.

Yfirsýn yfir skjánotkun – núna í Mac.

MacOS Catalina er með alla möguleikana sem þú elskar úr Screen Time forritinu. Screen Time veitir þér innsýni í hvað skjátími þinn fer, tímastillir pásur og setur takmarkanir á notkun bæði í forritum og vafra. Með Family Sharing getur þú sett takmarkanir á skjánotkun barna og á aðra meðlimi á heimilinu.

Settu takmörk á samskipti

Samskiptamörk gera þér kleift að velja við hverja börnin þín eiga í samskiptum við, og hægt er að velja um mismunandi stillingar á ólíkum tíma dags.

Takmörkun vefsíðna og snjallforrita (e. app)

Í nýja stýrikerfinu er hægt að sameina vefsíður og snjallforrit í flokka og takmarka aðgang að þeim. Nú er til dæmis hægt að takmarka aðgang að tölvuleikjum og afþreyingar vefsíðum og snjallforritum.

Aðeins ein mínúta í viðbót

Fáðu þessa auka mínútu sem þú þarfnast þegar tími þinn er að renna út. Þú færð viðvörun þegar þú nærð tímatakmörkunum til að klára samtalið, vista skjalið eða loka leiknum.

Aukið öryggi

MacOS Catalina er með auknar öryggisstillingar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar eigi við eða brjótist inn í tölvuna þína. Stýrikerfið hjálpar þér að vernda forritin þín og veitir þér frekari stjórn á því hver hefur aðgang að gögnunum þínum. Einnig auðveldar það leitina að tölvunni þinni ef hún glatast.

Find My

Nýja Find My forritið sameinar Find My iPhone og Find My Fiends forritin í eitt notendavænt forrit fyrir Mac, iPadOS og iOS búnað. Find My getur hjálpað að staðsetja Mac tölvu – jafnvel þótt hún er ónettengd eða í svefnstillingu (e. Sleep mode) með því að nota Bluetooth merki sem annar Apple búnaður nálægt getur numið.

Þetta er auðvitað allt dulkóðað svo engin annar geti lesið upplýsingarnar, ekki einu sinni Apple. Og þar sem leitin fer fram í bakgrunni, og lítið gagnamagn er notað þarftu ekki að hafa áhyggjur af rafhlöðuendingu, gagnamagni eða persónuvernd.

Notaðu Apple úrið þitt

Þú getur notað Appple úrið þitt til að skrá þig inn í tölvuna eða til að opna skjölin.

MacOS Catalina

Sjáðu allar nýjungar sem MacOS Catalina býður upp á.

Sjá allan listann hér >

Getur Mac tölvan þín keyrt MacOS Catalina?


Macbook
2015 og nýrra
Sjá nánari upplýsingar >

iMac
2012 og nýrra
Sjá nánari upplýsingar >

Macbook Air
2012 og nýrra
Sjá nánari upplýsingar >

iMac Pro
2017 og nýrra
(Hægt í öllum módelum)

Macbook Pro
2012 og nýrra
Sjá nánari upplýsingar >

Mac Pro
2013 og nýrra
Sjá nánari upplýsingar >

Mac mini
2012 og nýrra
Sjá nánari upplýsingar >

ELKO selur Macbook fartölvur, iMac borðtölvur og iPad spjaldtölvur. Kíktu á úrvalið á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.