fbpx
Fróðleikur Gaming

DUSTY mælir með

25.09.2020

Við skruppum í heimsókn til DUSTY og skoðuðum flottu æfingaraðstöðuna þeirra og spjölluðum við CS:GO leikmennina Þorstein og Bjarna. Það er ýmislegt sem er framundan hjá þeim félögum og einmitt núna eru þeir á fullu að æfa fyrir leiki vetursins og keppa í Vodafone deildinni. Nú þegar þetta blogg er skrifað þá er CS:GO liðið búið að vinna alla sína leiki í Vodafone deildinni og liðið er í efsta sæti.

En það er ekki nóg með að þeir eru að keppa á Íslandi heldur eru þeir líka að keppa í alþjóðlegu deildinni ESEA Main þar sem þeir mæta sterkum liðum í hverri viku.

Þorsteinn/th0rsteinnf
Bjarni/bjarni

Á meðan á heimsókninni stóð fórum við einnig yfir hin ýmsu tæki og tól sem henta vel til leikjaspilun að mati leikmannanna. Hér er listi yfir flottu gaming vörurnar sem Dusty mælir með.


HyperX Cloud Alpha leikjaheyrnartól

Heyrnatólin er frábær, með góðum hljómgæðum, þægileg og með góðum míkrafón.

th0rsteinnf – Dusty

Nánari upplýsingar um heyrnatólin: HyperX Cloud Alpha heyrnartólin eru virkilega góð leikjaheyrnartól með 50 mm hátölurum sem gefa frábær hljómgæði. Hátalararnir eru með sér hólf fyrir bassa og annað fyrir aðra hljóma. Auk þess höktir hljóðið ekki svo þessi heyrnartól henta einstaklega vel fyrir tölvuleikjaspilun. Þegar spilað er í lengri tíma henti þessi heyrnartól vel því þau er mjög þægileg. Cloud Alpha eru úr léttu og endingargóðu áli og rauðu memory foam fyrir aukin gæði og þægindi. Sjá nánar á elko.is.


XTRFY M4 leikjamús

Músin er ekki of þung, góð stærð. Gott Shape og geggjuð mús í alla staði.

th0rsteinnf – Dusty

M4 RGB leikjamúsin frá XTRFY er tilvalin fyrir hasarleiki. Músin er með hágæða skynjara, öflugum örgjörva og mismunandi stillingar sem henta hvaða spilara sem er. Leikjamúsin er með hágæða Pixart 3360 skynjara, stillanlegt CPI upp að 12.000, RGB lýsingu og fleira. Hún er með 1ms viðbragð, 250 IPS hraða og með Omron rofa. Sjá nánar á elko.is.


Xtrfy K4 TKL mekanískt lyklaborð 

Lyklaborðið er með góða takka, lítið þannig að það kemst vel fyrir, er litríkt og flott.

th0rsteinnf – Dusty

Xtrfy K4 RGB Tenkeyless mekanískt lyklaborð er hannað sérstaklega fyrir kröfuharða leikjaspilendur. Með móttækilegum Kailh Red mekanískum rofum, byggt úr málmi og með RGB lýsingu ertu reiðubúinn til sigurs. Sjá nánar á elko.is.


Logitech G Pro leikjaheyrnartól

Ótrúlega þægileg þráðlaus heyrnartól með góðum hljómi og góðum míkrafón.

bjarni – DUSTY

Heyrnartól sem eru hönnuð í samvinnu við fagfólk í rafíþróttum og gefa bestu mögulegu upplifun fyrir hvern leik. Heyrnartólin eru með PRO-G 50 mm neodymium hátalara svo hvert hljóð heyrist fullkomlega, hvort sem það er bassi, háir tærir tónar eða eitthvað þar á milli. Auk þess er USB DAC tengi sem bjóða upp á forritanlegt Five-Band EQ í gegnum G HUB forritið. Sjá nánar á elko.is.


Logitech G Pro þráðlaus leikjamús

Músin er mjög þægileg, lítil, gott grip og góðu batteríi. Að mínum mati besta þráðlausa músin.

bjarni – DUSTY

Ein besta leikjamúsin á markaðnum í dag í eSport heiminum. Logitech Pro þráðlausa leikjamúsin var hönnuð í samstarfi við 50 atvinnu rafíþróttaspilara til að finna fullkomna hönnun, þyngd og viðnám. Músin nær allt að 16,000DPI upplausn og 400 IPS hraða án þess að það hafi áhrif á 1ms viðbragðstímann. Með Lightspeed þráðlausu tækninni og Hero 16k nemanum færðu jafngóða ef ekki betri frammistöðu en með snúrumús. Sjá nánar á elko.is.


Dusty Mælir með. Logitech G lyklaborð og ELKO músamotta

Logitech G Pro mekanískt leikjalyklaborð

Góðir svissar, fljótur viðbragðstími og lítur mjög vel út.

bjarni – DUSTY

Með Logitech G Pro mekanísku leikjalyklaborði getur þú spilað af fullum krafti til sigurs. Hannað til þess að vera fyrirferðalítið og sterkbyggt svo hægt sé að taka það með á keppnir eða LAN, Logitech G Pro mun aldrei verða fyrir vegi þínum og alltaf stuðla að árangri. Sjá nánar á elko.is.


ELKO músmarmotta

Ég mæli eindregið með ELKO músarmottunni fyrir styttra og lengra komna. Mjög góð þykkt og stærð á henni og músin rennur einstaklega vel á mottunni

th0rsteinnf

Músarmotta fyrir þá sem vilja hafa góða stjórn á músinni. Hún er flott og endingargóð með stömu undirlagi, saumuðum köntum og úr vatnsfráhrindandi efni. Stærðin er 35X45 cm. Sjá nánar á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.