Fréttir

#égætla

3.01.2019

HVER ERU ÞÍN MARKMIÐ Á NÝJU ÁRI?

Áramótin eru alltaf ákveðin upphafspunktur og þess vegna vinsæll tími til að enduskipuleggja sig og setja sér ný markmið. Við settum í gang leik á instagram síðu okkar sem er ætlað að hvetja fólk til að deila markmiðum sínum. Til að taka þátt þarf að pósta mynd frá sínum instagram reikning, segja frá einhverju sem ætlunin er að afreka á árinu og merkja það myllumerkinu #égætla og @elko.is.

Markmið eru mismunandi og mega að sjálfsögðu vera hvað sem er. Hvað ætlar þú að gera árið 2019? Hlaupa maraþon? Eyða meiri tíma með fjölskyldunni? Spara pening? Stunda útivist? Ferðast? Deildu því með okkur.

https://www.instagram.com/elko.is/

Hægt er að senda inn myndir til 27. janúar og fær sigurvegarinn að launum glæsilegt heilsuúr frá Polar, Vantage M og Chilly’s flösku að verðmæti 37.490 kr. Úrið inniheldur allt sem þarf til að hjálpa þér að taka næsta skref í átt að þínum besta árangri. Létt og fallegt GPS fjölþrautarúr sem hjálpar þér að komast lengra og bæta þig í þinni uppáhalds íþrótt. Chilly’s flaskan er ekki bara falleg heldur heldur hún drykknum þínum köldum í allt að 24kls og heitum í 12kls. Gott að hafa við hendina þegar verið er að ná markmiðum.

LÍKAR ÞÉR VIÐ OKKUR?

Fylgdu okkur þá á Instagram! ELKO snýst um meira en bara hluti, á instagram síðu okkar má fá hugmyndir af gjöfum, sniðugum hlutum fyrir heimilið og upplýsingar um vörur frá okkur.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.