Gjafalistar

Fermingargjafalisti Gústa B

13.04.2022

Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er alltaf kallaður, er mjög hress ungur og upprennandi strákur með stóra drauma. Hann er þekktastur fyrir að vera stór á TikTok miðlinum en hann hefur verið viðloðinn leiklist frá unga aldri og hefur starfað sem plötusnúður ásamt því að syngja og gefa út lög. Nýlega hóf Gústi B störf hjá FM957 þar sem hann er með sinn eigin útvarpsþátt.

Við báðum Gústa B um að velja vörur sem væru á óskalistanum hans ef hann væri að fermast í dag.


Apollo Phantom rafmagnshlaupahjól

Apollo Phantom rafmagnshlaupahjólið er gert úr aerospace áli og er hannað fyrir þá sem þurfa að ferðast mikið á milli staða. Hjólið fer allt að 25 km á klukkustund og er 35 kg að þyngd. Allt að 64 km drægni. Eitt af mest spennandi eiginleikum Phantom er HEX skjárinn sem staðsettur er á stýrinu. Skjárinn er stærstur sinnar tegundar á markaðinum og sýnir hraða, drægni og fleiri stillingar. Sjá nánar hér.

Uläc Bulldog lás á stýri með þjófavörn

Með flottu hlaupahjóli er best upp á öryggið að eiga góðan lás. Bulldog lásinn er með 110dB þjófavörn sem virkist ef reynt er að brjóta eða eiga við lásinn. Kapallinn er byggður úr stáli og hægt að krækja um eða í gegnum hjól, einnig fylgir festing fyrir stýri eða sæti. Þjófavörnin gengur fyrir 2x AAA rafhlöðum sem fylgja með. Sjá nánar hér.

Discmania Active Soft startpakki

Til þess að spila Folf í sumar þá inniheldur Active Soft startpakkinn 3 diska; drífara, miðara og pútter. Active Soft diskarnir eru gerðir úr mýkri plasti en venjulegir Active diskar og virka einstaklega vel fyrir byrjendur. Hægt er að stunda Folf (eða Frisbí golf) nánast út um allt land, en það eru um 70 Folf vellir á víð og dreif um landið. Sjá nánar hér.

Spyra Two vatnsbyssa

Spyra er rafmagnsvatnsbyssa og gjörbyltir því vatnsbardögum með krafti sem skilur vini þína eftir agndofa. Gleymdu gömlu vatnsbyssunum og færðu leikinn á næsta stig með þýskri gæðahönnun. Byssan skýtur öflugum vatnskúlum í stað straums og vatnstankurinn heldur 20 skotum sem drífa 10-15 metra. Einfalt er að fylla vatnstankinn, það þarf hreinlega að dýfa byssunni í vatn og byssan hleður vatni sjálfkrafa og fyllir tankinn á rúmum 12 sekúndum. Hægt er að setja meiri kraft en hægt er að halda inni gikknum í þrjár sekúndur og skjóta öflugu skoti sem drífur allt að 15 metra. Ofurskot virka einungis með 25% eða meira í tankinum. Rafhlaðan endist í allt að 100 lotur eða um 2000 skot. Sjá nánar hér.

MP Mini Delta þrívíddarprentari

Léttur og sérstaklega sterkbyggður þrívíddarprentari úr stáli og áli frá Monoprice. MP Mini Delta er stílhreinn og þægilegur þrívíddarprentari til að vinna með og er tilbúinn til notkunar beint úr kassanum. Tengjanlegur bæði með WiFi og USB með platta sem nær allt að 60°C. Sjá nánar hér.

Lefrik Handy bakpoki


Handy bakpokinn er fullkominn ferðafélagi sem er gerður úr léttum endurunnum efnum, en hann er gerður úr endurunnum pólýester úr plastflöskum með endingargóðri vatnsverjandi TPE húð á skelinni. Bakpokinn með tveimur hólfum, með aðgengi að ofan og aftan og fóðruðum vösum fyrir spjaldtölvu og allt að 15″ fartölvu og hvers dags nauðsynjar. Sjá nánar hér.

Xqisit Selfie hringljós

Xqisit Selfie 14″ hringljós með þrífæti veitir jafna og góða lýsingu sem lætur myndefni líta skýrar og betur út. Með hringljósinu er hægt að auka gæði mynda, myndbanda og annars konar myndefnis fyrir samfélagsmiðla, streymiveitur eða bara fyrir þig og þína. Lýsingin er hönnuð til að fólk myndist vel og lýti vel út á myndböndum eða við streymi. Þrífóturinn nær allt að 160 cm hæð og fylgir fjarstýring til að stilla ljós og birtu. Sjá nánar hér.

JBL Boombox 2 þráðlaus hátalari

Taktu JBL Boombox 2 ferðahátalarinn í partýið eða helgarferð og spilaðu með tónlist með frábærum gæðum hvar sem er. Þú getur tengt mörg JBL tæki saman með PartyBoost tækninni til að framkalla öflugari hljóm. Hátalarinn getur spilað samfleytt í sólarhring og getur einnig hlaðið síma eða spjaldtölvu. Innbyggð Lithium-Ion rafhlaða sem býður uppá 24klst spilun. Hátalarinn er IPX7 vatnsvarinn. Sjá nánar hér.

Oculus Quest 2 VR sýndarveruleikagleraugu

Upplifðu sýndarveruleika á nýjan hátt með þráðlausu Oculus Quest 2 VR gleraugunum. Með öfluga örgjörvanum og 128 GB geymsluplássi er hægt að nota gleraugun án tölvu. Quest 2 eru með 1832 x 1920 upplausn á hvert auga, sem tryggir raunverulegri VR upplifun. Sýndarveruleikagleraugun eru með innbyggðum hátalara með þrívíddar staðbundnu hljóði sem gerir þér kleift að heyra hljóð úr öllum áttum. Sjá nánar hér.

Nintendo Switch leikjatölva 32GB

Nintendo Switch leikjatölvan, fullkomið samspil milli leikjatölvu og spjaldtölvu þar sem bæði er hægt að tengja hana beint við sjónvarp til að spila á stórum skjá eða nota hana eina og sér sem smáleikjatölvu. Notast er við 2 Joy-Con stýrirpinna við spilun festir eru á hliðar skjásins, einnig er hægt að stilla skjánum upp og hafa stýripinnana í höndunum og spila þannig. Sjá nánar hér.

Samsung Galaxy Z Flip3 128GB snjallsími

Galaxy Z Flip3 er svo lítill að hann passar auðveldalega í vasa en þegar hann er opinn er hann alveg jafnstór og hefðbundinn nútíma farsími.  Flip3 er með skjá á framhlið sem þú getur stjórnað auðveldlega, svarað símtölum og séð hvað er að gerast í lokuðum ham.  Þegar þú opnar farsímann blasir við þér 120Hz 6,7’’ skjár sem er tilbúinn í allt sem þú vilt gera. Sjá nánar hér.

Sony plötuspilari

Njóttu hreinna vínyltóna án vandræða með Sony plötuspilaranum en í gegnum bluetooth er hægt að tengja heyrnartól og hátalara þráðlaust við spilarann. Sjá nánar hér.

Bose NC 700 þráðlaus heyrnartól 

Nýjustu þráðlausu heyrnartólin frá Bose með 11 hljóðeinangrandi stillingum, Google Assistant/Amazon Alexa raddstýring og fjórir hljóðnemar fyrir skýrari og betri hljóm. Notaðu röddina til þess að stjórna tónlistinni, taka á móti skilaboðum, opna dagatalið og fá svör frá Alexa eða Google Assistant. Bose 700 heyrnartólin eru með allt að 20 klst þráðlausan hlustunartíma og fullhlaðast á einungis 2,5 klst. Hægt er að nota heyrnartólin líka með snúru. Sjá nánar hér.

Philips OneBlade Pro skeggsnyrtir og rakvél

Sjáðu um skeggið með einu tæki – endurhlaðanlega OneBlade Pro skeggsnyrtinum frá Philips. Skeggsnyrtirinn er með nákvæman kamb með 12 lengdarstillingum og tveggja hliða blöðum sem snyrta og skera skeggið nákvæmt og búa til beinar línur. OneBlade býður upp á einfalda útskiptingu á rakvélablöðum og fylgir eitt auka blað með vélinni. Mælt er með að skipta um blað á 4 mánaða fresti. OneBlade er með hleðslurafhlöðu sem endist í allt að 90 mínútur. Sjá nánar hér.

iPhone 13 128 GB

iPhone 13 er með klassíska og stílhreina hönnun með álramma og glerbaki. Til að tryggja enn betri endingu snertiskjásins hefur Apple unnið í nánu samstarfi með Corning til að framleiða harðgerðari skjá. Síminn er með ótrúlega hraðann A15 Bionic örgjörva, 5G tengimöguleika, frábærar 12 MP myndavélar og OIS með hreyfiskynjara. Þær grípa enn meira ljós og smáatriði, jafnvel í dimmu umhverfi. Sjá nánar hér.

Apple Airpods Pro heyrnartól með MagSafe

AirPods Pro þráðlausu heyrnartólin bjóða upp á hágæða tækni, ANC hljóðeinangrandi eiginleika sem nýtist til dæmis í flugi auk frábæra hljómgæða. AirPods Pro eru þráðlaus og með notendavænum snertiskynjara sem stjórnar tónlistinni og svarar símtölum. Það besta við AirPods Pro er Active hljóðeinangrandi eiginleikinn og hágæða hljómgæði sem setur þau á meðal fremstu þráðlausu heyrnartóla í sama flokki. Sjá nánar hér.

Apple Watch SE 40mm 

Apple Watch SE er úr sem getur hjálpað þér í gegnum daginn og heldur þér tengdum við fjölskyldu og vini. Taktu við símtölum og hringdu án þess að taka símann úr vasanum, lestu og sendu skilaboð, ræktaðu líkama og huga og fylgstu með verkefnum og deginum þínum á notendavænan og fyrirferðalítinn máta. Allt að 18 klst. rafhlöðuending. Sjá nánar hér.

Piranha Zone leikjaskrifborð

Piranha Zone leikjaborðið er með pláss fyrir öll leikjatækin þín. Borðið er með 114 x 72 cm yfirborði úr koltrefjum ásamt stálramma og þremur holum fyrir snúruskipulag. Koltrefjayfirborðið gerir músarmottuna nánast óþarfa. Sjá nánar hér.

DualSense þráðlaus stýripinni

Sökktu þér dýpra í leikinn með DualSense stýripinnanum fyrir PlayStation 5 sem vekur leikinn til lífs i höndum þínum. Stýripinninn er með nýja aðlögunartækni, haptísk viðbrögð, hreyfiskynjara og fleira. Talaðu við aðra á netinu með innbyggðum hljóðnema og tengdu heyrnartól í 3,5 mm heyrnartólatengið. Einfalt er að stöðva hljóðupptöku með mute takka og hátalari er einnig í stýripinni fyrir sér hljóð í völdum leikjum. Sjá nánar hér.

Arozzi Vernazza Fabric leikjastóll

Leikjastóll frá Arozzi með hönnun sem er vinnuholl, mjúkum setum, 4 flokks gaspumpur, sterkbyggðri grind, 2 stuðningspúðum, stillanlegum 3D örmum og allt sem þú átt skilið í langri leikjaspilun. Þessi stóll er þakinn mjúku efni sem andar og heldur réttu hitastigi, jafnvel í mest spennadi augnablikum leiksins. Efnið er það slitsterkt og endingargott að þú þarft ekki að hafa áhyggjur að það muni rifna. Sjá nánar hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.