Hugmyndir

Átta góðir tímaþjófar

1.11.2020

Stundum vill maður bara að tíminn líði örlítið hraðar… Hér eru fjórir góðir tímaþjófar í boði ELKO.

1. Leikjaspilun

Vissir þú að ELKO selur leikjatölvur frá Playstation, Nintendo og Xbox? Og vissir þú að með því að tengja stýripinna við Apple TV og nota Apple Arcade er hægt að breyta Apple TV-inu í alvöru leikjatölvu?

Apple TV + DualShock 4

Haustið 2019 opnaði ný leikjaveita hjá Apple sem fékk nefnið Apple Arcade. Apple Arcade er aðgengilegt í iPhone, iPad, Macbook og í Apple TV. Til að gera leikinn skemmtilegri og þægilegri í spilun er hægt að tengja stýripinna við Apple tækið og er DualShock 4 stýripinninn frá Sony tilvalin fyrir Arcade. Lesa nánar um Arcade.


Dualshock 4 + Apple TV

Playstation 4 Pro 1TB leikjatölva.

Nintendo Switch leikjatölva. Fáanleg í tveimur litum.

Commodore C64 Mini leikjatölva


2. Bíókvöld

Kósý stund upp í sófa með popp og gos er ágætis tímaþjófur.

Hefur þú prófað Viaplay?

Einnig fylgir 3 mánaða prufuáskrift af Viaplay þegar verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira. Dæmi um seríur sem er að finna á Viaplay er 24, American Housewives, Homeland, Glee, Devious Maids, Lars, Heimsendir og American Dad. Fyrir börnin er til dæmis Hvolpasveitin, Svampur Sveinsson, Dóra og Töfraveröld Míu.

OBH Nordica Big Popper poppvél Þú getur poppað með eða án olíu.

SODASTREAM Pepsi Max Sodastream bragðefni. Ein flaska dugar í 8 lítra.

Föndrið ykkar box fyrir poppkornið. Smelltu á mynd hér fyrir neðan til að sækja frítt prentskjal. Hægt er að lita myndina fyrst og klippa svo út og líma saman.


Ef það er kominn tími á nýtt sjónvarp á heimilið skemmir ekki fyrir að það fylgir með 3 mánaða áskrift af Stöð 2 Maraþon. 


3. Spila borðspil

Nauðsynlegt er að hafa skjálausan tíma á dagskrá og þess vegna er tilvalið að hafa spilakvöld eða spilatíma á dagskrá í hverri viku. Hér eru nokkur góð spil fyrir börn og fullorðna.

Rapidough leirspil fyrir 4-8 ára, spilarar 8+

Krakkapartý Alias. Fyrir 6 ára og eldri. 3-6 leikmenn.

Fjölskyldu Bezzerwizzer. Fyrir 10 ára og eldri. 2 eða fleiri leikmenn.

Harry Potter ár í Hogwarts. Fyrir 7 ára og eldri. 1-8 leikmenn.

Smelltu hér til að skoða öll spil.


Púslum saman.

4. Púsla

Það að púsla og hlusta á góða tónlist er fínasta afþreying. Sumum finnst líka kósý að dunda sér við púsl á meðan verið er að horfa á sjónvarpið, allavega þau sem fýla best að gera allavega tvennt í einu 🙂

Wasgij Jólasýningin 16
4x Frozen púsl.
500 bita púsl. Dögun.
Disney 1500 bita púsl.

5. Vafra, leika, lesa

Spjaldtölva býður upp á endalausa möguleika. Þú getur notað spjaldtölvuna til þessa að vafra um heimasíður og skoða Pinterest, horfa á þætti á Viaplay, Disney+, Netflix eða í Stöð 2 appinu, spila skemmtilega leiki, lesa eða hlusta á bækur í gegnum forrit eins og StoryTel og Kindle app. 

Smelltu hér til að skoða spjaldtölvur.


6. Föndraðu

Ef það er prentari og þykkur pappír til heimilinu er sniðugt að nýta sér Creative Park frá Canon og prenta út leiki, föndur, litablöð og fleira.

Rauðhettan og úlfurinn
Sjóræningjar í jafnvægisleik

Smelltu hér til að skoða Creative Park hugmyndir og prentskjöl fyrir börn.

Creative Park er einnig með prentskjöl fyrir Pop-up kort. Tilvalið að leyfa krökkunum að gera kort til að senda til ömmu og afa, eða til að hafa tilbúin fyrir jólin.

Pop-up jólakort.
Pop-up kort með blómum.

Til að prenta út efni sem þú finnur á Creative Park er mælt með að nota Mattan 170gr ljósmyndapappír frá Canon. Smelltu hér.


7. Bakaðu

Prófaðu eitthvað nýtt eða bakaðu klassíska uppskrift sem fjölskyldumeðlimir elska. Ef það er súpa á matseðlinum er tilvalið að baka gómsætt brauð eða byrja jólaundirbúninginn snemma og byrja að baka smákökur, sörur eða döðlugott, eitthvað sem hægt er að geyma í frystinum.

Leyfið börnunum að hjálpa, þau eru oft frábærir aðstoðarmenn.


8. Prófaðu FOLF

FOLF er spilað eins og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Takmarkið er að kasta diskinum í körfuna með sem fæstum skotum. Sá aðili vinnur sem klárar allar brautirnar í sem fæstum skotum.

Á Íslandi eru um 70 FOLF vellir og  alltaf eru fleiri og fleiri að bætast við. Hér er yfirlit yfir FOLF velli á Íslandi og hægt að hlaða niður kortum af völlunum.

Smelltu hér til að lesa nánar um FOLF.


Bloggið var ppfært 6. nóvember 2020.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.