Hugmyndir

Gerðu grillið viðloðunarfrítt – virkar þessi aðferð?

23.04.2018

Þegar þú ert að grilla er fátt eins ergjandi og þegar maturinn festist við grindina og nánast helmingurinn situr eftir þegar þú hefur lokið við að grilla og maturinn lítur út eins og hann hafi tapað bardaga.

Sem betur fer eru nú til ráð við því!

Þú getur auðvitað borið smá olíu á grindina eða non-stick sprey og passað upp á hitann,  en svo er eitt ráð sem menn hafa verið að nota og kemur á óvart.

  • Þá kveikirðu á grillinu og nærð upp þeim hita sem þú ætlar að hafa.
  • Tekur kartöflu og skerð í tvennt.
  • Stingur löngum gaffli (grillgaffall kemur sér vel) í kartöfluna og nuddar sárið á grindinni.
  • Svo er sagt að sterkjan úr kartöflunni eigi að búa til þunna hlíf milli grindarinnar og matarins.

Einnig kemur fram að ef þú átt ekki kartöflu geturðu notað lauk eða sítrónu í staðinn.

Okkur finnst þetta mjög áhugaverð aðferð og ætlum svo sannarlega að prófa þetta!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.