Fróðleikur Gaming

Ghost of Tsushima

4.09.2020

Þetta blogg er unnið í samstarfi við Tölvuleikjaspjallið R2L2 og fjallar um tölvuleikinn Ghost of Tsushima sem hefur fengið flotta dóma.

Ghost og Tsushima er hasarleikur frá Sucker Punch sem kom út 17. júlí 2020. Klæddu þig í brynjuna, náðu í katana sverðið og settu bogann á öxlina sem Jin, samurai-inn sem er seinasta von eyjunnar gagnvart Khan og veldinu hans.


Hvernig leikur er Ghost of Tsushima?

Hefur þig ekki alltaf langað til þess að vera samúræji?

Leikurinn gerist árið 1274 þegar Mongólar undir stjórn harðstjórans Khotun Khan réðust á eyjuna Tsushima í Japan. Þú stýrir Jin Sakai, sem er samúræji og síðasti eftirlifandi einstaklingur Sakai ættarinnar. Jin neyðist til að beygja allar reglur samúræjanna til að brjóta á bak innrás mongólanna – sem hefur í för með sér afleiðingar sem hann gat ekki séð fyrir.

Í bland við ótrúlega góða sögu hefur leikmaðurinn margt að gera á eyjunni. Út um allt eru helgistaðir þar sem hægt er að finna viðbætur á vopnin, áskoranir sem bæta heilsu og bardagagetu Jin eða efniviður eins og bambus sem bætir búnaðinn hans. Það er líka hægt að tylla sér á mottur sem eru víðsvegar á eyjunni og semja haiku ljóð. Já, þú last rétt.

Höfundar: Arnór Steinn og Gunnar hjá R2L2


R2 L2 tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið R2L2 er glænýtt vikulegt íslenskt hlaðvarp um tölvuleiki. Stjórnendur þess, Arnór Steinn og Gunnar, ræða þar allt sem tengist tölvuleikjum!

Arnór og Gunnar spiluðu leikinn og spjalla um allt sem þarf að vita. Engin höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fylgir leiknum, þannig að ef þú hefur ekki spilað hann þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, við munum ekki eyðileggja söguna fyrir þér. Ef þú ert hins vegar búinn að spila Ghost of Tsushima máttu endilega segja okkur hvað þér finnst!

Í þessum fyrsta samstarfsþætti okkar við ELKO fara Arnór Steinn og Gunnar í saumana á leiknum The Ghost of Tsushima. Hann kom út þann 17. júlí og fékk mjög góða dóma.

Fylgstu með Tölvuleikjaspjallinu á Facebook.


Ghost of Tsushima því miður uppseldur í ELKO eins og er en þú getur skoðað leikinn á elko.is og beðið um að fá tölvupóst þegar hann kemur aftur í sölu. Smelltu á „Láttu mig vita“ til að skrá þig.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.