Fréttir

Innköllun á Swagtron SG5IIBK rafmagnshlaupahjóli

11.06.2020

Actus ehf. innkallar til uppherslu rafmagnshlaupahjól af gerðinni Swagtron SG5IIBK vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti hlotist. Hætta er á að stýrið losni ef bolti sem heldur stýrisstöng losnar.

Actus fer þess á leit við eigendur á þessu tiltekna módeli SG5IIBK að þeir hætti notkun á rafhlaupahjólinu strax og komi með það í uppherslu í Norðlingabraut 4 í Reykjavík á milli kl. 9-13 virka daga eða fái leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að uppherslunni.

Innköllunin er gerð að frumkvæði Actus ehf og í samráði við Vinnueftirlitið.

Hjólin voru seld í ELKO á tímabilinu mars til júní 2020 en allar nánari upplýsingar eru veittar í gegnum tölvupóst actus@actus.is eða í síma 517-1700

Actus biðst velvirðingar á þessum óþægindum.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.