Fréttir

iPhone Xs

20.09.2018

Loksins afhjúpar Apple leyndarmál sitt. Hér höfum við nýjasta iPhoninn, iPhone Xs.

Þú hefur þrjá valmöguleika þetta árið: iPhone Xs, iPhone Xs Max og iPhone XR.

Það sem kemur skemmtilega á óvart er að Apple byggir nýju símana á iPhone X í stað þess að uppfæra iPhone 8.

Þú getur ímyndað þér Xs sem beina endurgerð af iPhone X en iPhone Xs Max færir okkur svo alveg nýjan eiginleika hjá iPhone, stærsta skjá sem sést hefur á iPhone síma, 6,5″ skjá.  Það er einmitt það fyrsta sem einkennir einna helst nýju símana er hve stór skjáflöturinn er, enda sá allra stærsti sem iPhone hefur framleitt. Nýi síminn er einnig hraðskreiðari, með hraðara Face ID og inniheldur, að þeirra sögn, snjallasta og öflugasta örgjörva sem fyrirfinnst í snjallsíma.

iPhone Xs er í raun allt sem þú elskar við iPhone – í hæsta veldi.

Apple sagði á sínum tíma iPhone X lýsa framtíðarsýn Apple í snjallsímum. Með verulegum tækniframförum á nýju símunum hafa þeir framlengt þá sýn.

Þetta myndband lýsir símunum best

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.