Gjafalistar

Jólagjafalisti fyrir ástríðukokkinn

30.11.2018

Þú finnur réttu gjöfina fyrir ástríðukokkinn hjá okkur.

Jólagjafir fyrir matgæðinga. Sumir eru alltaf í eldhúsinu eitthvað að fást við mat. Við settum saman nokkrar vinsælar vörur frá okkur sem henta vel í jólapakkann fyrir þennan hóp.

1. KITCHENAID ARTISTAN 185 HRÆRIVÉL

Meðal giftingaraldur er stöðugt að hækka og spurning hvenær er rétti tíminn til að gefast upp á biðinni eftir þessari einu sönnu. KitchenAid er auðvitað hin eina sanna hrærivél sem hefur fylgt íslendingum í áraraðir og ætti að vera til í hverju eldhúsi.

2. ANOVA SOUS VIDE TÆKI

Sous vide eldum hefur verið leyndarmál atvinnukokkanna árum saman. Núna, þegar góðu sous vide tækin eru komin á viðráðanlegt verð eru þau orðinn nauðsynlegur búnaður fyrir alla ástríðukokka. Sous vide-að kjöt (með bernaise að sjálfsögðu) er með því besta sem fæst.

3. GOOGLE HOME MINI SNJALLHÁTALARI

Með Google home mini hátalaranum er kokkurinn ekki í nokkrum vandræðum með að skipta um lag eða bæta lýsinguna án þess að sóða allt út: „Hey Google play the next song“.

4. OBH NORDICA SUPREME LOFTTÆMINGARVÉL

Þetta er klárlega gjöfin fyrir þau sem eiga Sous vide græju en vantar lofttæmingarvél. Með þessari græju er hægt að lofttæma poka sem innihalda allsskonar mat og halda honum þannig ferskum allt að 5 sinnum lengur. Líka frábært til að geyma afganga og setja í frysti.

5. JAMIE OLIVER STAINLESS STEEL TEFAL STEIKARPANNA

Það er helmingi skemmtilegra að steikja mat á góðri steikarpönnu. Jamie Oliver eldhúsvörurnar hafa slegið í gegn hjá áhugakokkum um allan heim og ekki að ástæðulausu.

6. JAMIE OLIVER 24CM TEFAL PREMIUM SAUTE PANNA

Geggjuð panna frá Jamie vini okkar sem má fara í uppþvottavél. Það er alveg sölupunktur fyrir þann sem finnst gaman að elda en leiðinlegra að ganga frá eftir sig.

7. WEBER E-410 GENESIS

Jólagrill og tjill. Hver segir að það sé bara hægt að grilla á sumrin? Settu Weberinn í skjól á pallinum og grillaðu í hvaða veðri sem er…

8. CROCK-POT SLOW COOKER 4,7L

Þessi sem hefur ástríðu fyrir góðum mat en lítinn tíma til að elda á eftir að elska þennan. Hægt að setja hráefni í pottinn áður en farið er í vinnu og koma heim í eldaðan mat.

9. SWORDFISH ELDHÚSVOG

Það er algjört lykilatriði fyrir listamann í eldhúsinu að eiga góða vog. Hvort sem er fyrir eldamennsku eða bakstur. Þessi passar líka svo einstaklega vel undir jólatréið.

10. STASHER SÍLÍKON FJÖLNOTAPOKAR, M

Fyrir umhverfisvæna kokkinn, fjölnota pokar sem er td tilvalinn fyrir Sous Vide, matarafganga og nesti. Ekkert óþarfa einnota plast takk fyrir!

11. SWORDFISH 15L STÁLPOTTUR M. LOKI

Er fjölskyldan stór? Þessi frábæri pottur frá Swordfish hentar vel fyrir stórar fjölskyldumáltíðir. Möndlugrauturinn bragðast vel úr þessum potti. Grýla á einn svona og mælir heilshugar með honum.

 

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.