Gjafalistar

Jólagjafalisti fyrir ömmu og afa

11.12.2018

Jólagjafir fyrir ömmur og afa

Hvað gefur maður þeim sem vilja bara gefa og vilja ekki þiggja? Það getur verið snúið að finna gjöf fyrir fólkið sem vill aldrei láta hafa fyrir sér og biður ekki um neitt. Hér eru nokkrar hugmyndir af gjöfum fyrir ömmur og afa

1. iROBOT ROOMBA 676 RYKSUGA

Á einhver meira skilið að taka sér pásu frá heimilis hreingerningum en amma gamla? iRobot Roomba 676 er sjálfvirk ryksuga sem sér um þrifin fyrir gömlu hjónin sem sleppa við að bogra yfir ryksugunni sjálf og geta eytt meiri tíma í sjálfan sig.
iROBOT ROOMBA 676 RYKSUGA

2. RADIONETTE SOLIST ÚTVARP

„Útvar Reykjavík, klukkan er sjö. Nú verða sagðar fréttir.“ Nauðsynlegur staðalbúnaður í eldhúsi ömmu og afa er að sjálfsögðu gott útvarp sem er einfalt í notkun. Radionette Solist er með 10 innbyggðar FM stöðvar og fjarstýringu sem einfalt er að læra á. Þá er hún einnig með innbyggða klukku og vekjara. Þegar barnabörnin koma í heimsókn geta þau svo kennt gamla fólkinu að tengja útvarpið við símana með bluetooth og skella jafnvel góðri hljóðbók á fóninn.
RADIONETTE SOLIST ÚTVARP

3. PHILIPS KAFFIVÉL SENSEO SWITCH 3in1

Vill afi ekkert nema uppáhellt uppá gamla mátann á meðan amma er lattelepjandi heimsborgari? Með senseo 3 in 1 kaffivélinni er hægt að hella uppá könnu, kaffibolla eða nota kaffipúða.
PHILIPS KAFFIVÉL SENSEO SWITCH 3in1

4. BEURER HITA YFIRTEPPI

Það verða hlý og kósý jól í ár hjá þeim sem fær þetta teppi í jólapakkann. Þetta 180x130cm hitateppi til að hafa yfir sæng er með 6 hitastillingum og yfirhitavörn. Slekkur sjálfkrafa á sér eftir ca 3kls.
BEURER HITA YFIRTEPPI

5. IPAD 2018 WIFI 32GB SPJALDTÖLVA

Haltu góðu sambandi við ömmu og afa þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð. Snjallvæðingin hefur reynst vera algjör bylting í samskiptum milli fjölskyldumeðlima sem búa ekki nálægt hvoru öðru. iPad spjaldtölvurnar eru einfaldar í notkun og henta vel í Skype samtölin hvort sem er á milli bæjarfélaga eða heimsálfna.
IPAD 2018 WIFI 32GB SPJALDTÖLVA

6. HQ BORÐLJÓS M/STÆKKUNARGLERI

Langar þig í fallega heimaprjónaða ullarpeysu frá ömmu í jólagjöf á næsta ári? Er þá ekki upplagt að gefa gömlu borðljós með stækkunargleri til að auðvelda prjónaskapinn?
HQ BORÐLJÓS M/STÆKKUNARGLERI

7. AVIKEN VÖFFLUJÁRN TVÖFALT

Tvöfalt vöfflujárf fyrir stækkandi afkomandahóp. Þegar fjölskyldan stækkar getur reynt á þolinmæðina að bíða eftir ilvolgu ljúfengu vöfflunum hans afa. Með tvöföldu vöfflujárni tvöfaldaru afköstin og minnkar biðina um helming.
AVIKEN VÖFFLUJÁRN TVÖFALT

8. KINDLE PAPERWHITE LESBRETTI

Kindle lesbretti gæti verið rétta gjöfin fyrir gömlu lestrarhestana. 6″ skjár sem þægilegt er að lesa á með innbyggðu ljósi sem þreytir ekki augun. Tölvan getur geymt allt að 1000bækur og það besta er að hægt er að stilla stærðina á stöfunum eftir hentugleika sem getur verið einstaklega heppilegt fyrir þau sem eru farin að tapa sjón.
KINDLE PAPERWHITE LESBRETTI

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.