Gjafalistar

Jólagjafalisti fyrir tónlistarfólkið

11.12.2018

Jólagjafir fyrir tónlistarfólk

Hjá okkur er bókað að þú finnir réttu gjöfina fyrir fólkið sem elskar jólalög meira en jólin sjálf. Litli trommuleikarinn hljómar betur í góðum græjum sem hægt er að hækka vel í.

1. MARSHALL ACTON HÁTALARI

Þessi hátalari er draumur fyrir tónlistarunnandann með sama retro útliti og gítarmagnararnir vinsælu frá sama merki. Hljóðstillingin nær kannski ekki upp í 11 en þú getur svo sannarlega blastað uppáhalds lögin þín í þessum!
MARSHALL ACTON HÁTALARI

2. SENNHEISER HD 280 PRO HEYRNARTÓL

þessi heyrnatól frá Sennheiser eru hönnuð fyrir atvinnumenn í hljómtækni og hljóðgæðin eftir því. Hvort sem er fyrir heimastúdíóið eða skrifstofuna þá klikka þessi ekki.
SENNHEISER HD 280 PRO HEYRNARTÓL

3. RICATECH PLÖTUSPILARI

„Þú snýrð mér hring, hring, hring eftir hring“ allt fer í hringi og nú eru vínylplöturnar komnar aftur. Þessi plötuspilari er ekki bara ótrúlega flottur heldur er hann með innbyggðum hátölurum og ferðatösku svo hægt er að hlusta á plöturnar hvar og hvenarsem er. Einnig er hægt að tengja spilarann við magnara til að fá enn betri gæði. Plötuspilari passar fullkomlega undir jólatréð og er skyldueign fyrir tónlistarunnandann.
RICATECH PLÖTUSPILARI

4. BOSE SOUNDLINK MINI II

Sumir hafa smekk fyrir góðu víni, aðrir hafa smekk fyrir eðal soundi. Þetta er klárlega hátalarinn fyrir það fólk. Öflugur lítill hátalari með heimsklassa hljómgæðum.
BOSE SOUNDLINK MINI II

5. LG G7 SNJALLSÍMI

Blastaðu tónlistinni í LG G7 símanum með inngbyggða Boombox hátalara kerfinu. Kannski er hægt að segja að þarna séum við komin með ghetto blaster nútímans?
LG G7 SNJALLSÍMI

6. RICATECH RETRO FERÐATÆKI

En svo er auðvita ekkert sem jafnast á við alvörur ghetto blaster eins og þennann, fyrir þau sem vilja taka þetta alla leið! Þetta kasettu tæki er með geggjuðu retro útliti, AM/FM útvarpi og auðvitað innbyggðum hljóðnema. En til þess að það nýtist nú alla leið í nútíma samfélagi með takamarkaðri kassettu útgáfu getur það líka lesið að SD kortum og USB lyklum.
RICATECH RETRO FERÐATÆKI

7. MAESTRO LES PAUL RAFMAGNSGÍTAR

Byrjunarpakki rokkstjörnunar. Þekkir þú næsta Jimi Hendrix? Með þessum pakka fylgir allt sem þarf til að verða næsta gítarhetja tónlistarsögunar.
MAESTRO LES PAUL RAFMAGNSGÍTAR

8. SENNHEISER HEYRNARTÓLAMAGNARI

GSX 1000 hljóðmagnarinn býr til 7.1 umhverfishljóð og gerir þannig hljóðupplifun tölvuleikjaspilarans raunverulegri. Magnarinn er með sér tengi fyrir hátalara, hljóðnema og heyrnatól ásamt snertiskjá þar sem þú stýrir hljóðstyrknum.
SENNHEISER HEYRNARTÓLAMAGNARI

9. SONY HLJÓÐRITARI

Munið þið þegar hljómsveitin Tenacious D samdi besta lag í heimi en gleymdi því svo? Ekki láta þetta koma fyrir þig eða þína vini. Með sony hljóðritanum er auðvelt að ýta á upptöku og geyma þannig allar góðar hugmyndir á einum stað.
SONY HLJÓÐRITARI

10. SONOS PLAY1 HÁTALARI

Er mismunandi tónlistarsmekkur á heimilinu? Ekkert vandamál Sonos hátalarnir eru góðir einir og sér en þá er líka hægt að tengja saman og t.d hlusta þannig á sömu tónlistina í öllum herbergjum hússins eða sitthvora. Stílhreinn hátalari með WiFi tengingu og góðum hljómgæðum.
SONOS PLAY1 HÁTALARI

11. LD SYSTEMS HLJÓÐNEMI

Taktu upp tónlistina heima með USB tengdum hljóðnema sem auðvelt er að tengja við tölvu og þarf ekki sérstakt forrit fyrir uppsetningu.
LD SYSTEMS HLJÓÐNEMI

12. BOSE QUIETCOMFORT 35 II HEYRNARTÓL

Þessi brjálæðislega vinsælu heyrnatól eru mögulega mesta snilld í heimi. Þau eru ekki bara með sjúklega góðum hljómgæðum heldur einnig sérstakri hjóðeinangrun sem útilokar aukahljóð úr umhverfinu. Hvort sem er til að hlusta á sína uppáhalds tónlist eða einfaldlega bara til að minnka áreitið sem hljóðin í umhverfinu skapa þá eru þessi heynatól örugglega efst á óskalista margra fyrir jólin.
BOSE QUIETCOMFORT 35 II HEYRNARTÓL

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.