Gjafalistar

Jólagjafalisti fyrir útivistarfólkið

30.11.2018

Hvað á að gefa þeim sem vilja alltaf vera úti?

Jólagjafir fyrir útivistarfólk. Fólkið sem elskar vont veður og líður eiginlega ekki vel nema að minnsta kosti 500m yfir sjávarmáli. Þó að þetta fólk sé yfirleitt langt frá næstu tölvu eru þetta græjufíklar upp til hópa. Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir þennan hóp en þessi listi gæti verið mikið lengri. Það er tilvalið að kíkja í heimsókn eða nota netspjallið til að fá ráðgjöf hjá þjónustufólki sem veit allt sem þarf að vita um þessi tæki.

1. APPLE WATCH 4 SNJALLÚR

Eins og flestir vita er apple eins og trúabrögð fyrir marga græjunörda. Þetta er klárlega drauma snjallúrið fyrir þessa týpu. Stílhrein og einföld hönnun sem hentar jafnt fyrir hversdagshreyfingu og meirháttar æfingar. Á úrinu er stór skjár sem gerir það auðvelt að sjá kortin, hlaupahraðan eða púlsinn.
Apple Watch á elko.is

2. Sennheiser CX SPORT ÍÞRÓTTAHEYRNARTÓL

Það er nauðsynlegt að hafa réttu græjurnar í ræktinni eins og annarstaðar. Þráðlaus bluetooth íþróttaheyrnatól frá Sennheiser eru með 6kls rafhlöðuendingu og vega aðeins 15gr. Frábær félagi í hverskonar líkamsrækt.
Sennheiser CX Sport á elko.is

3. SODASTREAM JET

Gjöfin fyrir umhverfisvæna gos áhugamanninn. Með SodaStream Jet er hægt að búa til kolsýrða drykki heima í eldhúsi og sleppa þannig við að kaupa ótal plastflöskur og bera þær heim úr búð. Það eru einnig margar bragðtegundir í boði frá SodaStream sem gaman er að prófa.
SodaStream Jet á elko.is

4. JAYBIRD X4 HEYRNARTÓL

Þekkir þú hjólagarp? Nett hönnunin á Jaybird X4 þráðlausu heyrnartólunum gerir það kleift að nota þau þægilega undir hjálmi. Þau eru einnig með einstaka íþróttatappa sem haldast vel í eyrum á meðan æfingu stendur. Hægt er að vera viss um að Jaybird X4 virki sama hversu mikið rignir eða viðkomandi svitnar því þau þola allt að 1 metra djúpt vatn í allt að 30 mínútur.
Jaybird X4 Heyrnartól á elko.is

5. GARMIN FENIX 5S SNJALLÚR

Það er nauðsynlegt fyrir áttavillta göngugarpa að eiga gott GPS tæki. Garmin Fenix snallúrið er hægt að nota sem kortalaust GPS tæki, finna punkta, labba eftir leið og fara sömu leið aftur til baka. Eitt besta íþrótta- og heilsuúrið á markaðnum. Þetta er fyrir þá allra kröfuhörðustu!
Garmin Fenix 5S á elko.is

6. NUTRIBULLET PRO BLANDARI

Fyrir þau sem vilja aðeins stærri og öflugri útgáfu af vinsæla Nutibullet blandaranum. Hannaður til að geta rifið niður hýði, fræ. Ávaxtasteina og klaka.
Nutribullet á elko.is

7. GARMIN VIVOACTIVE 3 MUSIC SNJALLÚR

Klárlega drauma snjallúrið fyrir tónlistargræjunördið. Þetta úr inniheldur flesta kosti snjallúra og það besta er að hægt er að hala niður uppáhalds playlistanum sínum og tengja í heyrnartól með bluetooth.
Garming VivoActive 3 Music á elko.is

8. MR WATTS FERÐAHLEÐSLA

Ferðahleðsla frá Mr Watts getur hlaðið farsíma, spjaldtölvur, myndavélar og allt hitt sem hleðst með USB. Frábært fyrir græjufólk á ferðalagi sem vill vera viss um að hafa næga hleðslu.
MR WATTS ferðahleðsla á elko.is

9. CHILLY‘S FLASKA

Þessi vara gæti reyndar verið á öllum jólagjafalistum enda ein vinsælasta varan í ELKO. Falleg flaska sem hefur þann eiginleika að geta haldið vökva köldum í allt að 24klst. og heitu í 12klst. Falleg og umhverfisvæn jólagjöf.
Chilly’s flöskurnar á elko.is

10. SAMSUNG GEAR FIT PRO SNJALLÚR

Þekkir þú græjuóðan sundgarp eða hlaupara? Þá gæti vatnshelda Samsung Gear Fit Pro verið snjallúrið fyrir hann. Með innbyggðu GPS nær úrið að fylgjast með allri hreyfingu, hvort sem er sund, hlaup eða ganga. Þá er einnig hægt að tengjast Spotify og hlusta á tónlist beint úr úrinu.
Samsung Gear Fit Pro á elko.is

11. JAYBIRD RUN HEYRNARTÓL

Þessi heyrnartól eru draumur fyrir hlauparann. Þau eru vatns- og svitavarinn og hægt að tónjafna tónlistina sem hlustað er á. Þau eru hönnuð til að sitja vel og falla því síður úr eyranu við hreyfingu.
Jaybird RUN á elko.is

12. GOPRO HERO 7 BLACK UPPTÖKUVÉL

Þetta er gjöfin fyrir ofurhugann í fjölskyldunni. Það þarf að fanga allar þessar minningar einhvern veginn og GoPro er frábær fyrir allt útivistarfólk. Hero 7 er með betri upptökumöguleika en nokkru sinni fyrr með HyperSmooth fídus sem lætur myndböndin líta út fyrir að vera tekin af atvinnumanni. Alvöru græjunörd sættir sig ekki við neitt minna! Það þarf líka að fanga alla
GoPro Hero 7 á elko.is

13. THULE VÖKVABAKPOKI

Við vitum hvað þú ert að hugsa en nei, þetta er ekki poki frá bjórframleiðandanum hugsaður fyrir þjóðhátíð í eyjum. Við útilokum samt ekki að hægt sé að nota hann þar. Þessi er gerður fyrir alvöru útivistarfólk sem vill hlaupa, hjóla eða ganga í náttúrunni og hafa nægt vatn með sér.
Thule Bakpoki á elko.is

14. POLAR H10 PÚLSMÆLIR

Þráðlaus púlsmælir með innbyggðu minni fyrir líkamsræktina. Hægt að tengjast mörgum Polar vörum og tengja við Polar Beat snjallforritið án þess að hafa snjallsímann nálægt. Tengist einnig við Strava og því hægt að nota samhliða öðrum tækjum. Frábær alhliða púlsmælir fyrir allar íþróttir.
Polar H10 Púlsmælir á elko.is

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.