Gjafalistar

Jólagjafir fyrir börn

30.11.2018

Jólagjafir fyrir börn

Það er skemmtilegt að gleðja lítil hjörtu með réttu gjöfinni. ELKO er með mikið úrval af leikföngum, spilum og græjum fyrir börn á öllum aldri. Hér er listi yfir nokkrar af þeim vörum sem eru líklegar til að hitta beint í mark hjá yngstu kynslóðinni.

1. JBL ÞRÁÐLAUS BARNAHEYRNARTÓL

„Baby shark dudururuduru….“ Þarf að segja meira? Þessi heyrnartól eru með hávaðatakmörkun til að vernda lítil eyru.
JBL barnaheyrnartól á elko.is

2. GARMIN VIVOFIT JR 2

Snjallúr fyrir börnin. Heilsuúr sem skráir almenna hreyfingu, skrefafjölda og svefn. Skemmtileg leið til að hvetja til hreyfingar og heimilisverka.
Garmin Vivofit á elko.is

3. LENOVO TAB 7 ESSENTIAL 7“ SPJALDTÖLVA

Það getur verið gott að barnið eigi sína eigin spjaldtölvu þar sem hægt er að stjórna alveg innihaldinu. Það eru til ótalmörg þroskandi og lærdómsrík öpp á markaðinum sem verðugt er að skoða.
Lenovo TAB 7 Essential á elko.is

4. PS4: PAW PATROL

Tölvuleikur byggður á einum allra vinsælustu teiknimyndafígúrum dagsins í dag. Um hvolpana hugrökku sem eru alltaf reiðubúnir að hjálpa. Fallegur tölvuleikur sem hittir í mark hjá yngstu kynslóðinni. Það eru alltaf næg ævintýri í ævintýraflóa.
PAW Patrol fyrir Playstation á elko.is

5. PS4: GIOTECH HCP4 LEIKJAHEYRNATÓL

Mikið af samskiptum ungmenna í dag fer fram í gegnum leikjatölvurnar og því gott að hafa góð heyrnartól með hljóðema.
GIOTECH HCP4 heyrnartól á elko.is

6. BRAUN FROZEN RAFMAGNSTANNBURSTI

Tannhreinsun getur verið ansi krefjandi verkefnið þegar ungir sjálfstæðir einstaklingar hafa aðrar hugmyndir um hvernig sé best að eyða sínum tíma. Með Braun rafmagnstannburstanum er auðvelt að gera tannburstun að skemmtilegum leik og dásamlegri samverustund. Hægt er að sækja app í síma eða spjaldtölvu og gera þannig upplifunina enn skemmtilegri.
Braun Frozen Rafmagnstannbursti á elko.is

7. JANOD MACRON COOKER

Þekkir þú lítinn ástríðukokk? Þetta fallega leikfangaeldhús hefur allt það sem litlir áhugakokkar þurfa til matargerðar. Veglegt og flott timbureldhús frá leikfangamerkinu JANOD. Við eigum líka skemmtilegar fyrir fullorðna ástríðukokka. Sjáðu þann lista hér. 
JANOD Macron eldhús á elko.is

8. LEGO STARWARS YODA‘S STARFIGHTER

LEGO er ein af þessum pottþéttu jólagjöfum. Þroskandi og skemmtileg leikföng með eitthvað fyrir alla. Það er skemmtilegt verkefni fyrir alla fjölskylduna að setja saman LEGO í jólafríinu.
LEGO StarWars á elko.is

9.LG K9 SNJALLSÍMI

Þessi sími hefur allt það sem snjallsímar þurfa að hafa til að slá í gegn hjá unga fólkinu.
LG K9 á elko.is

10. CELLY FESTIVAL HLJÓÐNEMI

Þekkir þú lítinn söngvara? Með Celly Festival hljónemanum er hægt að hlusta lög í innbyggðum hátalara og syngja á sama tíma. Einnig er hægt að breyta röddinni með allskonar skemmtilegum stillingum. Fáðu jólatónleika heima í stofu frá uppáhalds litla söngfuglinum þínum.
Celly Festival Karaokehljóðnemi á elko.is

11. GEO UP BT HÁTALARI

Flottur bluetooth hátalari sem er algjör snilld í barnaherbergið, hvort sem það er til að hlusta á skemmtileg lög á meðan leikurinn stendur sem hæst eða skemmtilegar sögur fyrir svefninn.
GEO UP Bluetooth Hátalari

12. MAGFORMERS MOUNTAIN ADVENTURE SEGULFORM

Á tímum þar sem aðgangur að afþreyingarefni fyrir börn hefur aldrei verið meira er mikilvægt að hafa í huga að velja leikföng sem eru ekki með fyrirfram ákveðnum tilgang heldur virkjar sköpunarkraft og þjálfar lausnarmiðaða hugsun. Magformers er endingargott og skemmtilegt leikfang sem býður upp á endalausa möguleika.

Magformers mountain adventure á elko.is

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.