Fyrirtækjaþjónusta

Jólagjafir fyrirtækja

8.10.2019

Við eigum jólagjöfina fyrir þitt fyrirtæki!

Okkar markmið er að bjóða uppá jólagjafir sem hitta í mark hjá starfsfólki. Við bjóðum uppá spennandi vörur í öllum verðflokkum frá þekktustu raftækjaframleiðendum heims, þannig að við getum klæðskerasaumað jólagjafir fyrir starfsfólk fyrirtækja í öllum stærðargráðum. Hægt er að hafa samband við fyrirtækjaráðgjafa ELKO um verð og þjónustu.

Brostrygging

Ef að svo vill til að gjöfin hitti ekki í mark hjá einhverjum, tökum við á móti henni aftur með bros á vör til 24.01.2019 en það köllum við Brostryggingu ELKO. Lesa nánar um brostryggingu hér.

Gjafainnpökkun

Til að hafa þetta eins einfalt og hægt er fyrir þig þá bjóðum við uppá innpökkun á gjöfinni þannig hún sé tilbúin til afhendingar.

Hvað verður í jólapakkanum í ár?

Dæmi um vörur sem eru tilvaldar jólagjafir frá fyrirtæki til starfsfólks

Samsung Galaxy Fit

Með Samsung Galaxy Fit úrinu er ekkert mál að ná daglegu takmarki í hreyfingu. Úrið mælir sjálfkrafa skref, hjartslátt, svefn, stress og margt fleira og sendir einnig tilkynningar frá snjallsímanum beint í úrið.

SmartThings HUB

SmartThings Hub tengistöðin einfaldar að stjórna öðrum SmartThings snjalltækjum og fleiri snjalltækjum sem virka með SmartThings.

Chilly´s flöskur

Chilly´s vatnsflöskur eru tilvaldar í jólapakkann. Þær eru til í þremur stærðum, 260ml, 500ml og 750ml og halda köldu í 24 klukkustundir og heitu í 12 klukkustundir.

Bose NC 700

Nýjustu þráðlausu heyrnartólin frá Bose er með 11 hljóðeinangrandi stillingar, Google/Amazon Alexa raddstýringu og fjórum hljóðnemum fyrir skýrari og betri hljóm.

Kindle lesbretti

Nýjasta útgáfan af Kindle er 2019 útgáfan af 6“ lesbrettinu sem er með glampfrían skjá og rafhlöðu sem dugar í nokkrar vikur og er núna með innbyggðu ljósi og Audible stuðningi.

Sony WF1000

Þráðlaus í-eyra heyrnartól frá Sony með Active Noise Cancelling! Allt að 24 klst rafhlöðuending og tengjast með Bluetooth / NFC.

Dagljósalampar

Philips dagljósalampi HF3500. Ljós eykst smá og smá í 30 mínútur líkt og við sólarupprás. Gaumhljóð fyrir vakningu og snooze takki.

Amazon Echo Dot 3

Amazon Echo Dot 3 er gagnvirkur snjallhátalari sem getur tengst snjallsíma eða öðrum spilara í gegnum Bluetooth eða með 3,5 mm hljóðsnúru til spila tónlist ofl.

Bose Revolve

Bose SoundLink Revolve er glæsilegur ferðahátalari með frábærum 360° hljómgæðum frá BOSE. Þessi hátalari er lítill, nettur og vatnsvarinn. Innbyggð hleðslurafhlaða sem tekur 3 klst að full hlaða og gefur allt að 12 klukkustunda samfelda spilun.

Gjafakort ELKO

Gjafakort ELKO er tilvalin sem jólagjöf. Gjafakort sem ELKO gefur út gildir í verslunum ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og í vefverslun ELKO. 


Dæmi um vöruflokka sem innihalda tilvaldar jólagjafir


Hafðu samband

Ef um mikið magn jólagjafa er að ræða þá getum við hæglega sérpantað vörurnar fyrir þig, gert þér enn betra tilboð og skoðað sérstaklega hvaða skilaþjónustu hægt er að bjóða.

Nánari upplýsingar veitir söluráðgjafi okkar í fyrirtækjaþjónustu ELKO.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.