Fróðleikur

Lefrik bakpokar

7.01.2021

Viltu endingargóðan bakpoka frá framleiðenda sem hugsar um umhverfið? Lefrik framleiðir bakpoka og fleiri töskur út endurunnu pólýster efni sem er búið til úr plastflöskum.

Um Lefrik:

Lefrik var stofnað árið 2012 og hannar skólatöskur, bakpoka og ferðabúnað með því að nota umhverfisvænasta efnið úr endurunnum PET plastflöskum.

Lefrik býður meðvituðum neytendum aðgang að nýstárlegum vörum með áherslu á stíl og virkni.

Árið 2019 framleiddi Lefrik 80,000 töskur sem kom í veg fyrir að 1 milljón PET plastflöskur kæmust á urðunarstað. Sem jafngildir minnkun á útblæstri koltvísýrings um 64 tonn, og 96 tonna minni vatnsnotkun.

Hvaða efni notar Lefrik?

Allar vörur frá Lefrik eru framleiddar úr 100% endurunnu pólyester efni úr úrgangi úr PET flöskum. Að framleiða töskur úr endurunnu pólýester er betra fyrir loftslagið, það skapar 75% minna CO2 losun en annað pólýster og dregur úr vatnsnotkun um 90%.

Með því að nota bara tvær gerðir af efnum (GRS vottað) gerir LEFIK kleift að draga úr kolefnisspori og auka framleiðsluhagkvæmni.

VEGAN

Lefrik hefur verið samþykkt sem Vegan fyrirtæki af dýraverndunarsamtökunum PETA.

Vörurnar eru hannaðar á Spáni en framleiddar í Asíu undir ströngu eftirliti Lefrik sem heimsækir verksmiðjur og framleiðsluaðila á efni reglulega. Lefrik framleiðir vörur í Asíu vegna þess að þær verksmiðjur hafa bestu aðferðirnar við að framleiða pólýester úr endurunnum PET flastflöskum.

Vörulínan frá Lefrik samanstendur af bakpokum sem hentar í ferðalag og sem skólataska, hliðartöskur fyrir minni hluti en einnig ferðatöskur fyrir stærri og lengri ferðalög.

ELKO selur nokkrar gerðir af bakpokum frá Lefrik, Daily, Handy, Scout og Roll ásamt hliðartöskunni Amsterdam og Atlas mittistösku sem er tilvalin í ferðalagið.

Þú getur skoðað úrvalið og nánari upplýsingarum vörurnar á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.