Gaming Gjafalistar

Leikirnir í jólapakkann

2.12.2020

Árið 2020 er eitt af þessum stóru í tölvuleikjaheiminum.  Auk góðrar leikjaútgáfu, þá koma út nýjar kynslóðir af PlayStation og Xbox leikjatölvum.  PlayStation 5 kom út 19. nóvember og seldist upp í forsölum, margir bíða spenntir eftir næstu sendingu en dagsetning á henni er óstaðfest. Óvíst er hvenær Xbox Series X og Series S verða fáanlegar á Íslandi.

En allt snýst þetta um leikina og í þessu bloggi ætlum við að renna í gegnum þá helstu sem komu út fyrir þessi jól. Við skiptum leikjunum í flokka sem ætti að auðvelda við að velja réttu leikina í pakkann. 😊

Fyrir þau yngstu

Það er gott úrval af leikjum fyrir yngstu kynslóðina og má þar nefna til dæmis nýjan leik um refinn Crash Bandicoot eða Crash Bandicoot 4: It‘s About time sem kom út fyrir stuttu á PlayStation 4.  Hér geta leikmenn brugðið sér í hlutverk Crash, Coco og fleiri í þessu skemmtilega ævintýri.

Vélmennin geðþekku úr Transformers voru að mæta í nýjum leik sem heitir Transformers: Battlegrounds og byggir leikurinn á teiknimyndum með sama nafni. 

Sekkurinn eða Sackboy mætir í nýjum leik á PlayStation 4 og PlayStation 5 sem ber nafnið Sackboy: A Big Adventure.  Hér er á ferðinni skemmtilegur hopp- og skoppleikur sem allt að fjórir geta spilað saman í einu.

Hinir geysivinsælu hundar úr Paw Patrol mæta í sínum öðrum leik í nóvember eða Paw Patrol Mighty Pups Save Adventure Bay! Á PlayStation 4 og Switch.  Hér eru hvolparnir kallaðir saman og markmið þeirra er að bjarga vinum sínum og deginum í leiðinni.

Hvað er betra en Mario?  Jú, pappírs Mario. En nýr Pappírs Mario leikur mætti í sumar og er tilvalinn í jólapakkann. Paper Mario The Origami King er skemmtilegt nýtt Mario ævintýri sem hentar vel fyrir alla aldurshópa.

Sackboy í svaka stuði að elta brauðristar

Fyrir áhugamann um íþróttir

Ein örugg leið til að taka þátt í íþróttum er að spila þær í tölvunni, einu meiðslin sem geta hlotist eru þegar leikmenn standa of hratt upp eða reka sig í.  Það eru fjölmargir góðir íþróttaleikir sem koma út þessi jól og má fyrst nefna Fifa 21 sem óþarfi er að kynna, en þessi útgáfa leiksins þykir mjög góð og mikil breyting frá þeirri síðustu. Einnig gáfu 2K Sports út tvo leiki, annarsvegar NBA 2K21 sem er kóngurinn í körfuboltaleikjum og svo PGA Tour 2K21 þar sem golfinu er gert góð skil.

Auk þessara kom einnig út nýr Madden NFL 21 leikur um ameríska fótboltann, íshokkíið fær sinn skammt í NHL 21.  Fjölbragðaglíma (ef íþrótt mætti kalla) fær sinn skammt í WWE 2K Battlegrounds og fyrir þá sem elska gamla skólann kom út ný útgáfa af PES eða PES 2021.

City – Dortmund á fullum spretti

Hlutverka- og ævintýraleikir

Þessi gerð tölvuleikja hefur verið að stækka verulega uppá síðkastið og er þetta ár engin undantekning og ljóst að þeir sem elska að detta inní stórbrotna ævintýraheima eiga möguleika á að fá spennandi hluti í jólapakkann.  Í nóvember kemur leikur sem menn og konur um allan heim hafa beðið spennt eftir í mörg ár en það er Cyberpunk 2077 þar sem Keanu Reeves fer með aðalhlutverkið.  Leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu Witcher leikina og gerist hann í stórborg í framtíðinni.

Fyrir þá sem þjást af „framtíðarfælni“ þá er gott að bregða sér í Assassin‘s Creed leikinn nýja sem heitir Assassin‘s Creed Valhalla og gerist á tímum víkinganna.  Hér hlaupa menn um með horn eða hlaupa af sér hornin..  Magnaður hasar- og hlutverkaleikur í þessum heillandi heimi.

Á PlayStation 5 kemur út leikurinn Demon‘s Souls sem þykir gríðarlega flottur og á sama tíma krefandi.  Leikur sem ætti að endasta vel inná næsta ár.

Þeir sem þekkja Switch eigendur ættu að skoða að stja Hyrule Warriors: Age of Calamity í pakkann þeirra, en það er öflugur hasar- og ævintýraleikur sem gerist í heimi Zelda.

Svo er hægt að „ferðast“ til London í leiknum Watch Dogs: Legion, en þar hafa hryðjuverkamenn tekið yfir borgina og leikmenn þurfa að bjarga deginum í þessum galopna hasarleik.

Marvel‘s Spider-Man: Miles Morales kemur út um miðjan nóvember á PlayStation 4 og Playstation 5, en leikurinn er framhaldið af Spider-Man leiknum sem kom út 2018.  Hér fara leikmenn í hlutverk Miles Morales þar sem hann þarf að nota sína einstöku ofurkrafta til að stoppa illmennin.

Allt að gerast í London í Watch dogs: Legion

Fyrir bílaáhugamanninn

Það eru margir sem elska að heyra gott hljóð úr bílvél og spæna svo upp malbikið.  Það eru fjölmargir góðir bílaleikir á markaðnum og má fyrstan nefna Project Cars 3, ótrúlega flottur leikur með meira en 140 brautum, mismunandi veðri, fjölda bíla sem hægt er að breyta og stilla í tætlur og margt fleira.

Þeir sem vilja fara klassískari leiðir geta alltaf treyst á GT Sport á PlayStation 4, en þessi nýjasti leikur í Gran Turismo seríunni einblínir mikið á keppni og hefur hátt raunveruleikastig. 

Fyrir þá sem vilja blóðnasir af hasar og rugli ættu að prófa Fast & Furious þar sem bullandi bílahasar og söguþráður er sameinaður. 

Svo er líka komin á markað endurgerð af Need for Speed Hot Pursuit sem þykir sá allra besti í þeirri seríu.

Fyrir yngstu bílaáhugamennina er hægt að mæla með Nickelodeon Kart Racers 2 og Mario Kart 8 Deluxe á Switch.

Allt stífbónað í Project Cars 3

Fyrir þá sem vilja skjóta í allar áttir

Það er fátt skemmtilegra en að hreinsa hlaupið með því að skjóta nokkrum skotum.  Það eru fjölmargir góðir leikir í þeim flokki og má fyrstan telja nýjasta Call of Duty leikinn Call of Duty Black Ops Cold War sem kemur út í nóvember.  Hér er kaldastríðið í algleymingi, geggjaður söguþráður, multiplayer uppá 10 og svo bullandi Zombie hasar..

Fyrir þá sem vilja skjóta úr byssunum sínum útí geim er hægt að mæla með nýjasta Star Wars leiknum Star Wars Squadrons, en þar fara leikmenn inní öll helstu geimskip Star Wars heimsins og skjóta á hvorn annan.  Geggjað að setjast undir “stýri” á X-Wing eða Tie Fighter..

Smá slæmur í húðinni en líka klikkað illmenni…
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.