Fréttir Fróðleikur

Núna getur þú fengið þér arinn

27.06.2019

Dreymir þig um huggulega kvöldstund fyrir framan arineld? Vissir þú að það er til arin sem þú getur sett upp heima í stofu eða í bústaðnum án þess að hafa stromp fyrir útblástur? Lausnin heitir TenderFlame.

TenderFlame er Norsk uppfinning sem býr til eld sem er lyktar- og sótlaus. Notað er sérstakt TenderFuel eldsneyti sem brennur eingöngu í snertingu við sérhannaðan vír sem notaður er í TenderFlame ljós, eldstæði og arin.

TenderFlame eldstæðin gefa kósý stemmingu og hita. Má nota innandyra og utandyra og það er mismunandi milli útgáfa hversu lengi loginn logar eftir hverja áfyllingu.

TenderFlame House eldstæði fyrir horn. Stærð 180x60x40 cm.

Arinn á vegg

Veggfestur arinn frá TenderFlame er öruggasta leiðin til þess að setja upp eldstæði. Veggfestingar fylgja sem þú festir með þrem skrúfum á hvaða vegg sem er, innanhús eða utandyra. Festu svo arin á veggfestinguna og þú ert komin/n með arin sem krefst ekki útblásturs þar sem eldurinn er sótlaus.

Tenderflame Jazz eldstæði. 180x56x45 cm.

Þú getur fest arin á alla veggi, meira að segja vegg með veggfóðri. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningar sem fylgja áður en þú festir og byrjar að nota TenderFlame.

Við sköpum stemmingu.

We are moodmakers – TenderFlame

Eldstæði fyrir arinstæði og kamínur

Ertu með arinstæði eða kamínu nú þegar en vilt losna við vesenið sem fylgir því að kveikja eld með við sem myndar sót og lykt?

Þú getur keypt TenderFlame eldstæði sem hægt er að setja í núverandi arin eða kamínu og fara þá í hreinan Tender-eld sem myndar ekki sót og er lyktarlaus.

Þú getur sett TenderFlame eldstæði eins og Tenderflame 90 inn í núverandi arin.

TenderFlame eldstæðið sem hentar fyrir þessa notkun heitir Tenderflame 90

Eldstæði á pallinn

TenderFlame Hibiscus MgO eldstæðið er tilvalið til að setja út á pallinn til að fá kósý stemmingu á sumar eða vetrakvöldi.

Þetta eldstæðið er pýramíd-laga og er úr Magnesíum oxaðri steypu (MgO), efni sem hefur verið til í þúsundir ára og er umhverfisvænni en hefðbundin steypa.

Tankurinn er 500ml sem gefur allt að 5 klukkustunda notkun.

Tenderflame Hibiscus MgO eldstæðið sómar sér vel á palli. Sjá nánar á elko.is.

Önnur útgáfa af eldstæði sem sómar sér vel á pallinum er Iris MgO en það er 50 cm í þvermál og hægt að hafa á pallinum eða ofan á borði.

Tenderflame Iris MgO eldstæði. 24,0×50,0×50,0 cm.

Eldstæði á borð

ELKO selur einnig minni útgáfur af TenderFlame sem henta á borð innan- og utandyra sem gefur notanlega birtu. Það notar einnig eingöngu TenderFuel sem eldsneyti og er lyktar- og sótlaust. Nokkrar útgáfur og stærði eru í boði og kosta þessi eldstæði frá 2.995 kr. Og eru til á lager í ELKO.

Tenderflame Amaryllis MgO eldstæði.

Smelltu hér til að skoða allar TenderFlame vörurnar í ELKO

Svona virkar Tenderflame
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.