Fróðleikur

Ódýrt snjallúr frá Samsung – Galaxy Fit3

8.01.2025

Samsung Galaxy Fit3 er létt og stílhreint snjallúr með 1,6″ AMOLED skjá og allt að 13 daga rafhlöðuendingu. Úrið er tengt símanum þínum í gegnum Bluetooth og virkar best með Samsung Galaxy snjallsímum. Hægt er að hafa Fit3 úrið stillt á íslensku.

Þú getur séð tilkynningar í úrinu*, stjórnað tónlistarspilara símans frá úlnliðnum, fylgst með heilsunni og svefni. Einnig getur þú notað úrið sem fjarstýringu fyrir myndavélina í símanum.

*Krafa að úrið sé tengt snjallsíma í gegnum bluetooth til að fá tilkynningar og annað tengt símtækinu.

Hönnun

Galaxy Fit3 er hannað til að vera létt og stílhreint, sem tryggir þægindi allan daginn, hvort sem þú ert í ræktinni, í vinnunni eða úti að ganga. Með skýrum AMOLED skjá er auðvelt að skoða gögn og tilkynningar, jafnvel í björtu sólskini. Úrval af stillanlegum ólum gerir það einnig auðvelt að aðlaga bandið að persónulegum stíl.

Galaxy Fit3 er með 1,6″ AMOLED snertiskjá í 256 x 402 upplausn sem sýnir tæra liti og djúpa svarta tóna.

Fullt af flottum útlitum og uppsetningum fyrir skjáinn í boði. Þú getur þannig stillt úrið miðað við þínar þarftir, viltu hafa klassíska klukku eða stafræna? Viltu sýna skrefafjölda eða hjartslátt?


Fylgstu með heilsunni

Með Galaxy Fit3 getur þú fylgst með fjölmörgum heilsufarsþáttum, þar á meðal:

  • Hjartsláttarmælingu í rauntíma: Hjálpar þér að halda utan um heilsu hjartans.
  • Svefnmælingu: Greinir svefnstig og veitir innsýn í gæði svefnsins. Tækið getur greint svefnstig (léttur, djúpur og REM) og veitt ráðleggingar til að bæta svefngæði.
  • Streitumælingu: Veitir upplýsingar og leiðir til að draga úr streitu.

Galaxy Fit3 styður yfir 100 æfingategundir, þannig að það er fullkomið fyrir bæði líkamsrækt og afþreyingu, hvort sem þú ert að hlaupa, synda eða gera jóga. Auk þess er tækið vatnshelt (5 ATM), svo þú getur tekið það með þér í sund eða í sturtu.

Fyrir þá sem eiga það til að sitja lengi getur Galaxy Fit3 minnt notendur á að standa upp og hreyfa sig, sem stuðlar að betri blóðflæði og virkni.


Rafhlaðan

Einn helsti styrkleiki Galaxy Fit3 er endurbætt rafhlöðuending sem getur varað í allt að tvær vikur á einni hleðslu. Þetta þýðir að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hlaða tækið daglega, jafnvel með reglulegri notkun. Hægt er að hlaða úrið upp í 65% á einungis 30 mínútum. 


Spilaðu, svaraðu og stjórnaðu. Allt frá úlnliðnum

Þú getur notað Galaxy Fit3 úrið sem fjarstýringu þegar þú ert að taka myndir í Samsung símanum. Notað úrið til að stjórna tónlistinni og svarað einföldum skilaboðum beint í úrinu.

Hefur þú gleymt hvar síminn er?

Hvar er síminn þinn? Þú getur látið Galaxy Fit3 kalla á símann þinn svo þú heyrir í honum og þannig hjálpar þér að finna símann.


Öryggiseiginleikar

Galaxy Fit3 er búið ýmsum öryggiseiginleikum sem passa upp á þig sama hvort þú sért á ferðinni eða heima hjá þér.

Fallskynjari

Með fallskynjaranum getur úrið auðveldað þér að hringja í valin aðila ef þú dettur.

Einnig er hægt að smella á HOME takkann fimm sinnum til að hringja í það símanúmer sem þú hefur skilgreint sem tengiliður í neyð.

Þú getur einnig látið úrið birta mikilvægar læknisfræðilegar upplýsingar á skjánum þegar það er læst. Til dæmist gæti skjárinn sagt hvaða sjúkdóm þú ert með, ofnæmi og nafn heimilislæknis.


Fyrir hverja hentar Galaxy Fit3?

Samsung Galaxy Fit3 úrið hentar þeim sem vilja fylgjst með heilsunni, eins og hreyfingu og svefni og þeim sem vilja hafa úr á hendi án þess að kaupa dýrt snjallúr. Galaxy Fit3 er sniðugt fyrir fólk á öllum aldri sem eru ekki alltaf með símann fyrir framan sig en vilja fá áminningu um skilaboð eða símtöl.

Notendaviðmótið er hannað með einfaldleika í huga, sem gerir það auðvelt að nota, jafnvel fyrir þá sem ekki eru tæknivæddir. Galaxy Fit3 er með skýran AMOLED skjá, sem gerir það auðvelt að lesa upplýsingar, jafnvel fyrir þá sem eiga erfitt með smáa texta.

Athugið að þeir sem nota iPhone njóta ekki alveg sömu eiginleika og Android-notendur, þó tækið virki vel í grunnatriðum.

Smelltu hér til að skoða Samsung Galaxy Fit3 á elko.is en úrið er fáanlegt í þremur litum.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.