Fróðleikur

QLED eða OLED? Hver er munurinn?

4.06.2018

Í dag er mikið verið að ræða um tegundir LED skjáa -OLED VS QLED. Hver er munurinn?

Í stuttu máli

OLED og QLED eru bæði bjartari og með skarpari liti en hefðbundin LED sjónvörp. Svarti liturinn verður svartari, hvíti liturinn bjartari og allir litirnir verða dýpri. Munurinn á milli sjónvarpa getur þó verið talsverður og þess vegna mælum við með því að koma og sjá muninn með eigin augum.Við eigum mikið úrval af báðum gerðum í verslunum okkar. Svo er auðvitað 30 daga skilaréttur ef þú skiptir um skoðun 👍

Í lengra máli

Flest sjónvörp á markaðnum í dag eru LED sjónvörp. Það þýðir að þau innihalda skjápanela úr vökvakristöllum, sem kallaðir eru LCD panelar. Fyrir aftan þá er baklýsing eða LED perur sem virka sem ljósgjafar.

Fyrir nokkrum árum komu LG fyrstir á almennan markað með OLED sjónvarpsskjái. O-ið í OLED stendur fyrir „Organic“ á ensku, eða „lífrænt“ á íslensku. Það sem einkennir OLED skjái er að þeir þurfa ekki baklýsingu eins og venjuleg LED sjónvörp því sjálfur LCD panelinn er lífrænn ljósgjafi. Þannig að hann lýsir sig upp sjálfur. Þessu fylgja margir kostir, svo sem gott vald á litum og þá sérstaklega dökkum litum, gríðarlega stuttur svartími og möguleiki á pappírsþunnum skjáum.

Hér getur þú séð hvernig LG útskýrir OLED


Samsung komu með gott útspil sem svar við OLED. Þeir kynntu á markaðinn nýja tegund sjónvarpa sem er kallað QLED. Í raun eru þau LED sjónvörp með svokallaðri Quantrum Dot litasíutækni og bjóða einnig upp á mjög hátt birtustig.

Hér getur þú séð hvernig samsung útskýrir QLED

Í dag er bæði hægt að fá æðislegt LED sjónvarp sem og OLED sjónvarp en yfir það heila eru OLED sjónvörp dýrari og fást einungis í stærri stærðum. LED sjónvörp fást á víðu verðbili og er t.d. hægt að fá rosalega flott Sony LED sjónvörp sem keppa auðveldlega við OLED og QLED þrátt fyrir að vera bara titlað sem LED sjónvarp.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.