Fróðleikur

Polar Grit X snjallúr

7.04.2022

Polar Grit X snjallúrið er með endingargóða hönnun sem endist í gegnum erfiðar aðstæður. Það er með WR 100 vatnsvörn og slitvörn sem er samhæft herstaðlinum MIL-STD-810G. Hægt er að tengja úrið við fjölda þjónusta sem færa æfinguna á næsta stig. Þú getur tengt úrið við snjallsíma með Bluetooth og fengið tilkynningar og skilaborð beint á úlnliðinn.

Polar Grit X er aðeins 64 grömm sem gerir það eitt léttasta útivista sportúrið á markaðnum.

Veðurspá

Það er ekkert sem heitir vont veður þegar þú ert vel undirbúin/n. Polar Grit X sýnir þér núverandi veður og 2 daga veðurspá.

Smelltu hér til að skoða einkunn og umfjöllun um Polar Grit X hjá Techradar.


Polar Flow

Uppgötvaðu hinn fullkomna æfingaþjálfara þegar Polar Grix X vinnur með Polar Flow, smáforritið og vefþjónustuna sem geymir öll þjálfunar- , virkni- og svefngögn sem setur upp áætlanir og framvinduskýrslur á þægilegan hátt.

Skipuleggðu og greindu

Gerðu þjálfunaráætlun fyrir heilt tímabil og fylgstu með framförum þínum með viðtækum greiningartækjum.

Tengdu við Strava of fleíri forrit

Með Polar Flow getur þú samstillt öll æfingagögn sjálfkrafa við önnur forrit, eins og Strava, Komoot, MyFitnessPal og TrainingPeaks.


Æfingakerfi

Grit X verður áreiðanlegur æfingafélagi sem er alltaf tilbúinn í hreyfingu. Þú getur flutt inn nýjar leiðir frá Komoot og nýtt þér áreiðanlegar leiðbeiningar með innbyggðu GPS. Úrið er einnig með Training Load Pro sem mælir æfingarálag, ásamt Nightly Recharge sem fylgist með hvíld. Forstilltu æfingarnar frá FitSpark nota æfinguna þína og hvíld til að hámarka árangurinn. Grit X er einnig með FuelWise, snjöllum aðstoðarmanni sem aðstoðar þig við að halda orkunni, ásamt Hills Splitter, hentugum eiginleikar sem veitir þér nákvæmar upplýsingar um hæðir. Þar að auki er hægt að tengjast Polar Flow, þjálfun á netinu, sem er með nákvæmt skipulag og greiningu á æfingunni.

FuelWise

Þegar þú ert að stunda langar æfingar eða í keppni er mikilvægt að passa upp á orku- og vökvastigi.

FuelWise er snjall orkuaðstoðarmaður sem hjálpar þér að finna bestu leiðina til að fylla á líkamann á lengri tíma svo þú getur haldið áfram og staðið þig eins og best verður á kosið.

Forðastu að lenda á vegg

Hefur þú tilhneigingu til að gleyma að fá þér orku á leiðinni? Snjöll FuelWise áminning segir þér hvenær það er kominn tími til að fylla á og hjálpar þér að viðhalda fullnægjandi orkumagni alla æfinguna.

Fáðu að vita hversu mikla orku þú þarft að taka með þér

FuelWise gefur þér mat á hversu mikið kolvetni þú þarft að neyta á meðan æfingu/keppni stendur, svo þú veist hversu mikið þú þarft að hafa með þér.


FitSpark

Gerðu æfingar án þess að brenna út

FitSpark þjálfarinn býður upp á tilbúnar daglegar æfingar eftir þörfum, sem passa við æfingasögu, líkamsræktarstig eða hjálpar þér að komast rétt strik eftir meiðsli.

Ekki meira stress við að finna réttu líkamsþjálfunina – Láttu FitSpark sjá um að skipuleggja fyrir þig.

Bættu þolið þitt

FitSpark þolæfingarnar koma með mismunandi álagi til a ná sem bestum árangri.

Fáðu meiri styrk

Styrktaræfingarnar innihalda leiðbeiningar til að hjálpa þér að framkvæma hreyfingnar á réttan og öruggan hátt.

Styrktu kjarna þinn og bættu hreyfigetu

Sterkur kjarni og góð hreyfigeta hjálpar þér að koma í veg fyrir meiðsli og bætir frammistöðu þína.


Nightly Recharge

Batamæling yfir nóttina sem sýnir þér hversu vel þú jafnar þig á þörfum dagsins. Það hjálpar þér að taka ákjósanlegar ákvaðanir í daglegu lífi þínu til að viðhalda almennri vellíðan og að ná þjálfunarmarkmiðum þínum.


Hjartsláttarmælir

Polar Grit X notar Precision Prime nema sem framkvæmir optískar mælingar með tveimur litum og snertingu við úlnlið svo þú fáir nákvæma mælingu, jafnvel í erfiðum æfingum.


Rafhlaðan

346mAh rafhlaða gefur þér allt að 40 klukkustunda rafhlöðuendingu með GPS kveikt á og 100 klukkustundir í sparnaðarstillingu. Þú getur fengið allt að 7 daga rafhlöðuendingu með 2 klukkustunda æfingu, hjartsláttarmælingu og slökkt á snjallviðvörun.

Skjárinn

Polar Grit X er með góðan 1,2“ litasnertiskjár með Gorilla gleri, með fingrafaravörn. Upplausnin er 240x240px og utan um skjáinn er svo rammi úr ryðfríu stáli.


Önnur tæknileg atriði

  • GPS og Barometer
  • Vatnshelt (WR100)
  • Styður alla BLE púlsmæla
  • Bluetooth
  • Sérstök USB snúra fyrir hleðslu og til að tengja við tölvu
  • Áttaviti, Magnetometer-based áttaviti sem þú getur haft kveikt á í æfingarstillingu (ekki þörf á GPS)
  • Þolir hitastig frá -20°C til 50°C. Hitastig fyrir neðan -10°C hefur þó áhrif á rafhlöðuendingu og vinnsluhraða. (Prófað miðað við MIL-STD-810G herstaðal)
  • Stærð: 47x47x13 mm
  • Stærð á ól: Small útgáfan er 130×190 mm og M/L er 145×215 mm
  • Þyngd: 64gr með ól

Í kassanum

Polar Grit X, hleðslusnúra og leiðbeiningar.

Hvíta útgáfan af Grit X er með Small ól sem þýðir 130x190mm, og svarta og græna útgáfan er með M/L ól sem er 145x215mm. Úrin eru samhæf hefðbundnum 22mm Quick release úrólum.

Smelltu hér til að skoða úrin á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.