Fréttir

Samsung Galaxy S10

1.03.2019

S10e, S10, S10+

Í fyrra sló Samsung Galaxy S9 í gegn. Sími sem erfði hönnun og notagildi forvera síns, S8, en betrumbætti þá þætti sem gerðu S8 öflugan síma á markaðinum og í tækniheimi. Í ár hinsvegar gera þeir harðari kröfur til símamarkaðarins með Samsung Galaxy S10.

Afkastamikill og flottur sími greip athygli umheimsins þegar hann var kynntur til leiks 20. febrúar á þessu ári. Prýddur fjórum hágæða myndavélum, nýjum byltingakenndum OLED skjá og framsækinni hönnun, þetta er síminn sem sýnir okkur greinilega hvaða tækniframför hefur orðið frá síðasta ári.

Í fyrsta skiptið verða um þrjár mismunandi útfærslur að velja í nýju S10 línunni:

Galaxy S10. 6.1” skjár með allt að 512GB af geymslurými og fjórum myndavélum.

Galaxy S10+. 6.4” skjár með allt að 1TB af geymslurými og auka dýptarskynjunarlinsu að framanverðu.

Galaxy S10e. 5.8” skjár með allt að 256GB af geymslurými og þremur myndavélum.

Síminn er væntanlegur 8. mars og er forsalan hafin á elko.is

Myndavélin

S10, S10+ og S10e hafa allir sérsniðna uppsetningu á myndavélum hvor fyrir sig. Allir hafa þeir eina aðalmyndavél sem er á baki símans. Sú myndavél er ein besta símamyndavél sem völ er á. Með 12 MP (f/1.5 – 2.4) nær hún öllum minnstu smáatriðum hvort sem myndin er tekin í mikilli birtu eða myrkri. Einnig er sér myndavél með víðlinsu svo þú náir öllu viðfangsefninu í mynd. Tilvalið fyrir hópmyndir og landslagsmyndir.

S10 og S10+ eru svo með þriðju myndavélina í baki. Gædd „Telephoto“ linsu nær myndavélin einstaklega góðum myndum af einu tilteknu viðfangsefni með mikilli dýpt í bakgrunn. Tilvalin í andlitsmyndir og dýralífsmyndir. Þessi myndavél býður einnig upp á skýrari aukinn aðdrátt („zoom in“).

Síðast en ekki síst er myndavél að framanverðu, oft nefnd „sjálfu myndavél“. Hún er einstaklega góð á öllum símum, en S10+ er með dýptarskynjandi aukalinsu sem nær víðari myndum með sjálfu myndavélinni. Af gagnrýnendum talin vera besta sjálfu myndavél fyrr og síðar!

 

Skjár

Nýi Infinity-O skjárinn er einn bjartasti símaskjár allra tíma. Einnig hefur hlutfallsleg stærð skjás í samræmi við síma aldrei verið eins mikil. U.þ.b. 89% af S10+ sem dæmi er einungis skjárinn. Nánast engan ramma er að finna í kringum skjáinn. Meira að segja hefur myndavélin verið skorin inn í sjálfan skjáinn. Þetta er fyrsta skiptið sem myndavél hefur verið komið með þessum hætti fyrir í OLED skjá. Með þessu verður síminn sjálfur nettari en skjárinn samtímis mjög stór. Síminn helst nettur, mjór og nýstárlegur.

Fingrafaraskannanum hefur verið komið fyrir inn í skjá. Í stað þess að taka mynd af fingrafari í tvívídd eins og var áður gert notar fingraskanninn hljóðbylgjur til að mæla fingrafarið í þrívídd. Þetta gerir skannann hraðari og bleyta eða óhreinindi flækjast ekki lengur fyrir skannanum. Tilvalið fyrir ræktina og útivist.

 

Hátalarar

Hátalararnir í S9 voru mjög öflugir og með S10 er hljóðið orðið enn betra. Stereo hátalarar með innbyggðu Dolby Atmos sem gerir hljóðsviðið ekki bara stærra en einnig hærra á hæstu stillingu. Með þessu ná hátalararnir að mynda hljóð sem flæðir í kringum þig þegar þú ert að spila tónlist, horfa á bíómyndir eða spila tölvuleiki. Einnig hljóma heyrnartól betur sem þú tengir við síma með Dolby Atmos, líkt og S10.

Hönnun

Útlit S10 er sláandi. Þróunin sem hefur átt sér stað í hönnun snjallsíma er greinilegust þegar litið er á S10 samhliða síma síðan í fyrra. Ekki bara var hægt að gefa skjánum meira pláss á símanum og þar með útrýmt rammanum í kringum skjáinn nánast algjörlega, heldur er bæði myndavélin og fingrafaraskanninn orðinn hluti af skjámynd. Margar aðrar tækninýjungar fylgja hönnuninni t.d. er hægt að nota símann sem þráðlaust hleðslutæki fyrir önnur raftæki með nýju „Wireless powershare“ stillingunni. Ef lagt er tæki að baki símans hleður síminn tækið þráðlaust svo lengi sem tiltekið tæki styður þráðlausa hleðslu. Hentar einstaklega vel með Samsung Galaxy Buds (kaupaukinn með S10 og S10+). Rafhlaðan er orðið svo endingargott í S10 að lítið mál er að nýta smá hluta af því til hleðslu á öðrum tækjum.

Að lokum

Hægt er að þylja margt annað upp, en niðurstaðan er sú að S10 er öflugur og framúrskarandi á öllum sviðum. Myndavélin er ótrúleg við allar aðstæður. Skjárinn er algjörlega sér á báti og sá allra flottasti frá Samsung. Hljóðið er enn öflugra en það var í fyrra og með „Wireless powershare“ verða heyrnartólin aldrei án hleðslu. S10 er allur pakkinn og sýnir umheiminum hvað 2019 hefur upp á að bjóða í snjallsímatækni. Við hjá ELKO höfum aldrei verið jafn spennt fyrir snjallsíma og ekki af ástæðulausu þar sem hér er framtíðin í snjallsímum orðin að veruleika.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.