Fróðleikur

Samsung Galaxy Z Fold2

1.09.2020

Hvort sem þú ert að vinna eða skemmta þér getur Galaxy Z Fold2 gert allt sem þú þarft. Njóttu lúxus lífstíls með sveigjanlegu tækninni á stórum hröðum skjá sem er hannaður fyrir mörg verkefni á sama tíma. Með App Continuity færir Fold2 snjallforritin sjálfkrafa frá kápuskjá yfir á aðalskjáinn þegar þú opnar símann á óaðfinnanlegan hátt.

Framtíðin er sveigjanleg

Galaxy Z Fold2 er augnayndi með sveigjanlegum skjá, örþunnu gleri og viðmótið er jafn sveigjanlegt og síminn.

Stór kápuskjár

Kápuskjárinn á Fold2 er 6,2″ og þekur nánast alla framhlið símans og ef þú vilt stærra viðmót opnarðu bara símann og heldur áfram með App Continuity.

Aðalskjár

Þegar hefðbundinn sími er bara ekki nóg. Opnaðu símann og notaðu hann eins og spjaldtölvu með 7,6″ aðalskjánum sem opnar nýjan heim af frelsi og afkastargetu. Opnaðu mörg forrit og glugga á sama tíma og minnkaðu og stækkaðu þá eftir hentugleika. Nýir snjallir eiginleikar bæta samskipti á milli snjallforrita og vefsíðna. Ef þú vilt einbeita þér að einum hlut veitir 120 Hz skjárinn þér aðgang að nýjum heim af myndefni, leikjum eða myndvinnslu þar sem þú sérð hvert einasta smáatriði.

Einstakur sveigjanleiki

Upplifðu nýtt frelsi með tvemur skjáum og einstakri lamahönnun, Galaxy Z Fold2 fer á milli 0 og 180 ° með Free Stop Hinge lamatækninni sem læsir símann í stöðunni sem þú vilt. Láttu hann standa á borðinu eins og fartölvu fyrir myndatöku eða myndsímtöl.


Myndavélar

Með fimm skörpum myndavélum ertu alltaf tilbúinn að grípa augnablikið. Aftan á símanum eru þrjár 12 MP myndavélar: hefðbundin, aðdráttar og 123 ° ofurgleiðlinsa. Ein sjálfumyndavél er svo á sitthvorum skjánum svo þú getur alltaf tekið mynd, hvort sem síminn er opinn eða lokaður.

Skjávörpun

Hægt er að tengja Galaxy Z Fold2 þráðlaust við sjónvarp með Miracast og stjórnað kynningum eða tekið myndsímtöl með enn stærri skjá.

Kraftur

Galaxy Z Fold2 er með gríðarlega öflugan Snapdragon 865+ örgjörva sem vinnur allan daginn með tvískiptri rafhlöðu sem lærir á notkunina þína og verður skilvirkari með hverjum deginum.

Vinnutól

Af hverju þarf vinnan að vera erfið? Galaxy Z Fold2 er hannaður til að einfalda alla nútima vinnu, með endurbættu viðmóti færðu enn betri stjórn á daglegum verkefnum. Algeng forrit eins og Microsoft Word og Powerpoint koma í sérhönnuðu formi fyrir Galaxy Z Fold2 sem gera vinnuna enn sveigjanlegri.

5G stuðningur

Galaxy Z Fold2 er tilbúinn fyrir 5G. Það mun veita þér ný tækifæri og upplifun við notkun. Með 5G kemst þú á meiri hraða á netinu, hvar sem þú ert. Þú getur þú streymt kvikmyndum í meiri gæðum, hlaðið niður efni og spilað leiki með lágmarks truflunum.  Með því að kaupa Galaxy Z Fold2 tryggirðu þér aðgang að 5G símkerfum um leið og þau verða virk og með því mun síminn nýtast þér til margra ára.

Sjá upplýsingar um verð og liti á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.