Samsung S9
Fréttir

Samsung S9 – Hvað er nýtt?

25.02.2018

Samsung kynnti rétt í þessu nýjasta símann sinn – Samsung S9. S8 sem kom á markað í fyrra þótti gríðarlega vel heppnaður sími og því ekki skrítið að S9 sé að mörgu leyti byggður á honum.

Forsalan á Samsung S9 er hafin. Þeir sem panta símann fyrir 8. mars fá hann afhentan 9-12 mars. Fyrstu símarnir koma 9. mars enn eins og alltaf er með vinsælustu símana er takmarkað magn í fyrstu sendingunum og því afhendum við þá í þeirri röð sem þeir eru pantaðir. Almenn sala hefst svo 16. mars.

AR Emoji

Bitmoji + Animoji + Gif = AR EMOJI.

Flókið? Nei nei… Við þekkjum flest Bitmoji úr Snapchat, þar sem þú getur búið til lítinn emoji útfrá sjálfum/sjálfri þér og sent á vini þína. Svo hafa flestir líka séð Animoji frá Apple þar sem hægt er að stjórna Emoji-unum í símanum með andlitinu. Og öll þekkjum við Gif myndir.

AR Emoji frá Samsung sameinar það besta úr öllum þessum hlutum. Þú getur núna á mjög einfaldan hátt búið til emoji sem lítur út eins og þú, tekið upp hreyfingar í gegnum myndavélina eða valið tilbúnar gif myndir úr gagnabanka og póstað þar sem við á… eða ekki.

Við trúum því að þetta muni verða gríðarlega vinsælt á næstu mánuðum og eitt af því sem mun gera S9 sérstaklega skemmtilegan síma til að eiga.

Myndavélin

Það er tvennt sem fylgir öllum nýjum símum. Betri myndavél og betri skjár. S9 er þar engin undantekning og myndavélin í nýja símanum verður töluvert uppfærð frá S8.

Í símanum er 8MP (F/1.7) myndavél að framan og að aftan er 12MP DUAL PIXEL myndavél með ljósopi frá F/1.5 sem gerir hana mun ljósnæmari en S8. Í S9+ eru svo tvær 12MP myndavélar að aftan önnur þeirra er F/1.5 en hin F/2.4. Síminn getur svo notað þær báðar saman til þess að ná fallegum myndum við mjög litla birtu.

Síminn er líka búin gervigreind sem getur sett saman myndir sem teknar eru með báðum myndavélum í einu og þannig búið til fallega vel lýstar myndir teknar við mjög erfið birtuskilyrði. Það væri nú ekki leiðinlegt að taka flottar fjölskyldumyndir með þessum síma og hafa svo uppi á vegg á The Frame frá Samsung 🙂

Í nýju myndavélinni er hægt að taka upp myndbönd í 960 römmum á mínútu sem er 4x hægara en venjulegt myndband!

Hátalararnir

Samsung keypti fyrir nokkru hið virta hljóðfyrirtæki Harman Kardon. Í S9 er nú búið að setja Harman Kardon hálara og hljóðbúnað og það skilar sér í mun betri hljóði en hefur nokkurn tíman heyrst úr farsíma. Starfsmenn ELKO fengu að heyra tónlist úr S9 og báru saman við hljóðið í S8 og munurinn er gríðarlegur. Dolluhljóðið sem fylgir yfirleitt farsímahátalara á fullu blasti er hvergi að heyra og í raun er síminn orðinn bara þokklegur ferðahátalari.

Útlitið

Það er frekar lítil breyting á símanum frá S8 en þó er einhver munur. S8 var bara svo vel heppnaður sími að það er lítið sem þarf að uppfæra þar. Búið er að stækka skjáinn (ótrúlegt en satt þá var það hægt) og minnka bilið efst og neðst á símanum til að komast sem næst því að gera alla framhliðina að heilum skjá.

Fingrafaralesarinn færður. Á S8 var fingrafaralesarinn við hliðiná myndavélinni en á S9 er búið a færa hann neðan við myndavélina. Þetta á að koma í veg fyrir að maður setji puttann á myndavélina frekar en lesarann. Að öðru leyti er síminn ansi líkur S8. Samsung s9

Niðurstaðan

Þetta eru aðeins helstu breytingarnar. Það er búið að uppfæra flest í símanum á einn eða annan hátt. Þó að S9 líti svipað út og S8 er þetta mikið uppfærður sími. Myndavélin er endurhönnuð frá grunni og er mikið öflugri en á fyrri símum. Hljóðið var svo líka tekið í gegn og þeir sem hafa heyrt hljóðið í S9 eru sammála um að þar er risa stökk tekið fyrir farsímahátalara. AR Emoji kemur svo sterkt inn og verður örugglega algjör sprengja. Heilt yfir erum við mjög spennt yfir nýja S9 og S9+ og hlökkum til að prufa hann þegar hann lendir hjá okkur.

 

Forsalan er hafin á elko.is

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.