Fróðleikur

Sefur þú sætt og rótt?

21.02.2019

Lærðu að þekkja svefninn þinn

Við eyðum um þriðjungi lífs okkar í svefn. Gæði og lengd svefnsins hefur gríðaleg áhrif á aðra hluta lífsins svo það er eðlilegt að við séum forvitin um það hvað sé að gerast á meðan við sofum. Þangað til nýlega var erfitt að fá upplýsingar um gæði svefns en með tilkomu snjallúra sem hafa þann eiginleika að geta fylgst með og kortlagt svefninn getur hver sem er fengið ýtarlegar upplýsingar um lengd og gæði sinna næturblunda.

Fullorðin einstaklingur ætti að reyna að sofa á milli 7 – 9 kls á nóttu. Það er allra meina bót, bætir heilsu og skap. Snjallúr sem skrásetur svefninn gefur þér berti hugmynd um hversu mikinn svefn þú ert að fá og hvað þú eyðir löngum tíma í léttum-, djúp- og REM svefni.

Svefnstigin þrjú

Í venjulegum nætursvefni ferðu nokkrum sinnum í gegnum þrjú mismunandi svefnstig: léttan svefn, djúpan svefn og REM svefn.

Stig 1: Léttur svefn

Létti svefnin er fyrsta sig svefnsins og það sem þú eyðir meira en helming næturinnar. Á þessu svefnstigi er manneskjan sofandi en þó auðvelt að vekja hana. Þetta stig er þó ekki grunnur svefn eða minna mikilvægur en önnur. Í léttum svefni fara fram mikilvæg efnaskipti í líkamanum og vinnsla á minningum og tilfinningum.

Stig 2: Djúpur svefn

Þegar líkaminn fer í djúpan svefn verður viðkomandi minna mótækilegur fyrir utanaðkomandi áreiti, það slaknar á öllum vöðvum og hjartsláttur verður stöðugur. Djúpsvefninn snýst um líkamann. Heilinn er í hvíld og hugsandi hlutar hans að mestu ótengdir. yfirleitt dreymir fólk ekki á þessum tíma, líkaminn er í endurbyggingu og viðgerð. Hann leysir úr læðingi vaxtarhormón sem tengist enduruppbyggingu og viðgerð frumna einnig styrkist ónæmiskerfið í djúpsvefni.

Stig 3: REM svefn

Ef djúpsvefninn snýst um uppbyggingu líkamans þá má segja að REM svefninn sé fyrir heilann. Heilinn er í mikilli virkni á þessu stigi, nánast eins mikilli og í vöku, en líkaminn svo gott sem lamaður svo lítil er virknin þar. REM svefn kallast öðru nafni draumsvefn enda er það hér sem okkur dreymir mest. REM svefninn er mjög mikilvægur fyrir tilfinningalegt jafnvægi og minni. Hér losar heilinn sig við þá hluti sem hann telur sig ekki hafa þörf á. Einnig fer fram próteinmyndun á frumuveggi sem er mikilvægt til að margir ferlar í líkamanaum virki rétt.

Hvað er svefnhringur?

Líkaminn fer ekki einungis einu sinni í hvert svefnstig á hverri nóttu. Raunin er sú að við förum nokkra svefnhringi í gegnum nóttina. Hver hringur er að meðaltali 90 mínútna langur en það getur þó verið allt frá 50 – 100 mín. Í fyrstu hringjum næturinnar má gera ráð fyrir meiri djúpsvefni en seinnihluta nætur vegna þess hver erfitt er að vakna úr djúpsvefni reynir líkaminn að klára hann af eins fljótt og hægt er. Seinni hluti nætur samanstendur þess vegna meira af REM svefni og léttum svefni.

Hvernig skoðum við svefninn?

Til að skoða svefninn þarf að tengja snjallúrið við appið sem því fylgir. Forritin geta verið á einhvern hátt mismunandi en flest virka þannig að hægt er að ýta á takka sem sýnir nákvæmar niðurstöður svefnmælinganna. Þar á að vera hægt að sjá heildar svefntíma og tímann sem varið er í hverju svefnstigi fyrir sig og á hvaða tíma nætur hvert stig átti sér stað. Sum öpp bjóða einnig uppá að sjá hreyfinguna á líkamanum fyrir nóttina. Forritið geymir svo þessar upplýsingar svo hægt er að fylgjast með breytingum og þróun á svefnmynstri.

Eðlilegt er að eyða 50% – 60% af nóttinni í léttum svefni. Það ætti ekki að hafa mikil áhrif á líðanina að eyða aðeins meiri tíma eða minni í léttsvefninn því hann er hálfgert uppfyllingarefni. Sá tími sem fer ekki í REM eða djúpsvefn er fyllt upp í með léttsvefninum.

Djúpsvefninn tekur um 10% – 25% af svefninum. Það er ekki hægt að fá of mikið að djúpsvefni, líkaminn sér til þess að eyða eins miklum tíma og hann þarf í þetta stig og fara svo í REM svefn eða léttan svefn þegar þörfin hefur verið uppfyllt. Of lítill djúpsvefn getur aftur á móti haft þær afleiðingar viðkomandi vakni óendurnærður. Djúpsvefninn minkar eftir því sem við eldumst og ýmsir kvillar geta haft áhrif á gæði djúpsvefns og gert svefninn grynnri en hann ætti að vera.

Um það bil 20% – 25% af nætursvefninum ætti að fara í REM svefn. Hann á sér stað að mestu leiti í seinni hluta nætur og þar af leiðandi hefur of lítill svefn oft mest áhrif á lengd og gæði svefnsins. REM svefninn er tengdur taugakerfinu og of lítið af honum getur haft áhrif á einbeitningu, tilfinninganæmi og minni fólks. Einnig hefur verið sýnt fram á að of mikill REM svefn geti skapað vandamál tengdum of mikilli virkni í heilanum sem geta gert viðkomandi reiðan og pirraðan og jafnvel aukið þunglyndis og kvíðaeinkenni.

Vaknaðu glaðari og hressari

Hafa þarf í huga þegar fylgst er með svefninum að þessar tölur eru meðaltali og enginn er eins, einstaklingar hafa mismunandi svefnþarfir. Ef þú gefur þér nægan tíma fyrir nætursvefninn og ert ekki með nein svefnvandamál sem hindra þig í að ná öllum stigum svefns þá ætti líkaminn að finna sinn eigin takt í svefninum.

Í ELKO færðu mikið úrval af snjallúrum sem hjálpa þér að fylgjast með þínum nætursvefni og gefa þér tækifæri á að sjá hvað hægt sé að gera til að bæta gæði.

Sjáðu úrvalið hér!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.