Fróðleikur

SONOS ONE – uppsetning

12.09.2018

Það bætist við fjölrýmishátalara flóruna frá SONOS en þeir eru búnir að gefa út hátalara sem svipar mjög til eldri útgáfunnar, SONOS play:1.

Tæknisérfræðingar ELKO tóku að sér að opna og tengja fyrsta hátalarann og var mikill spenningur fyrir því að bera saman hljóðmuninn á milli eldri og nýrri týpunnar, hvað þá að geta stjórnað með Alexu!
Það kom smá babb í bátinn þegar SONOS appið vildi ekki leyfa okkur að nota raddstuðninginn, en við, eins og aðrir þjóðarstoltir Íslendingar, stilltum auðvitað á landið okkar við uppsetningu.

En vandamálið var ekki stórt og er lausnin hér:

Þú opnar SONOS aðganginn á smáforritinu eða í vafra (hvort sem þú ert að útbúa nýjan aðgang eða nota þinn gamla).

Ferð í stillingar og breytir landinu í United States (ef þú ert í nýskráningu þá biðja þeir þig um ZIP code, settu bara inn hvaða ZIP code sem er, meðan hann er löglegur). Það tekur ca 15 mín fyrir landið að breytast og eftir það er þetta leikur einn.

Við mælum samt með að þú farir í gegn um leiðarvísi fyrir Alexu ef þú ert ekki með reynslu, þar sem þú getur lært á hana skref fyrir skref. Hér er leiðarvísir um hvernig Alexa er stillt inn í SONOS smáforritinu.

Hægt er að nota Amazon Music og er það frítt í 30 daga, það þarf bara að skrá kreditkort. Aðgangurinn þarf líka að vera breskur svo hann virki.

music.amazon.co.uk

Hér getur þú lesið allskonar dóma um hátalarann, Google Assistant og Siri munu að öllum líkindum verða möguleg í þessari græju síðar á árinu. Og hér er líka hægt að lesa frá WhatHifi.

 

 

 

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.