Fréttir Fróðleikur

Stjórnaðu myndavélinni frá úlnliðnum þínum

18.01.2023

Ný uppfærsla á Galaxy Buds2 Pro og Galaxy Watch seríunni eykur notkunarmöguleika fyrir myndabandsupptöku með Galaxy snjallsímum. En hvaða möguleikar eru það?


Samsung tilkynnti nýja uppfærslu á Galaxy Buds2 Pro og Galaxy Watch sem bætir notendamöguleika fyrir Galaxy notendur um allan heim. Samsung Galaxy snjallsímar hafa lengi boðið upp á frábæra upplifun þegar kemur að myndatökum, þar sem notendum er kleift að taka upp og deila bestu augnablikunum sínum. Með nýrri uppfærslu fær notandi betri hljóðupptöku og notendaupplifun.


Þessi einstaki eiginleiki gefur nákvæmari hljóðgæði fyrir myndbandsefni ásamt nýjum möguleikum á að stilla aðdrátt í snjallúrinu. Uppfærslan endurspeglar stöðuga skuldbindingu Samsung um að veita góða þjónustu með nýjustu uppfærslunum sem bætir upplifun notenda.


360-hljóðupptaka: Fangaðu heiminn eins og þú heyrir hann hljóma.

Nýi 360 hljóðupptöku eiginleikinn gerir notendum kleift að ná hljóði á myndbandi nákvæmlega eins og þeir heyra það. Með því að para Galaxy Buds2 Pro við Galaxy snjallsíma getur hver sem er tekið upp myndband eins og atvinnumaður með hágæða, raunhæft hljóð fyrir myndband án þarfar fyrir fyrirferðarmikinn búnað, hvernær sem er, hvar sem er.

Eiginleikinn tekur upp víðómahljóð með því að nota hljóðnema í hvoru heyrnartólinu, sem setur áhorfendur á miðja tónleika eða við hliðina á fljótandi lækur í miðjum skógi. Notendur geta sett í sig tengd heyrnartól og spilað myndbandið á tækinu sínu eða á samfélagsmiðlum til að heyra nákvæmari hljóð sem líkja eftir persónulegri upplifun.

360-hljóðupptaka er fyrsti eiginleikinn í Galaxy línunni sem nýtir LE hljóð sem er nýr háþróaður Bluetooth hljóðstaðall. Þessi nýja tækni færir þér betri hljóðgæði ásamt bættum viðbragðstíma og rafhlöðuendingu. Aukalega eykur LE hljóð einnig hljóðupplifunina með því að fanga líflegt og umlykjandi hljóð úr öllum áttum.


Bæði vinstri og hægri hljóðnemarnir á Galaxy Buds2 Pro eru nýttir á sama tíma. Þegar Buds2 Pro eru tengdir við Galaxy Z Flip4 eða Fold4 njóta notendur góðs af hágæða hljóði ásamt hágæða myndbandsupptöku.


Stjórnaðu myndavélinni frá úlnliðnum þínum.

Ljósmyndun og myndbandsupptökur með Galaxy snjallsímum gefa þér möguleika að hafa skapandi stjórn í hvaða aðstæðum sem er. Eitt af því sem eykur notendaupplifunina ‘Samsung Camera app’ forritið í Galaxy Watch sem gerir notendum kleift að stjórna myndavélinni í símanum beint frá úlnliðnum.

Ný uppfærsla, sem verður fljótlega fáanleg á Galaxy Watch5 og Watch4 seríunum, bætir stýringu á aðdrætti við hefðbundna fjarstýringu og eykur enn frekar upplifun í myndbandsupptöku með Galaxy snjallsíma og Galaxy Watch tengingu. Nú geta notendur fjarstýrt myndavélaraðdrætti símans síns með því að nota snertiskjáinn á úrinu.

Þetta er fullkominn eiginleiki til að taka hópmyndir eða sjálfur úr fjarlægð án þess að þurfa að hlaupa fram og til baka að myndavélinni til að taka myndina.


Ætlar þú að prófa nýju möguleikana?

Nýi 360-hljóðupptöku eiginleikinn í Galaxy Buds2 Pro heyrnartólunum og Galaxy Z Flip4 og Z Fold4 snjallsímunum komu með uppfærslum í janúar 2023*, Uppfærði myndavéla-eiginleikinn verður fáanlegur á Galaxy Watch5, Watch5 Pro, Watch4 Classic frá og með febrúar 2023. Með nýju eiginleikunum fá Galaxy notendur nýja upplifun í upptöku á myndböndum sem hefur ekki sést áður.

Til að virkja þennan möguleika í uppfærðum síma ferðu í Samsung Camera App > smelltu á Camera Settings eftir að þú hefur valið Video Mode > Smelltu á Advanced Video Options > Turn on 360 Audio Recording.

*360 gráðu hljóðupptöku möguleikinn er í Galaxy Buds2 Pro sem eru pöruð við snjallsíma með One UI 5.0 eða nýrra stýrikerfi með LE Audio stuðningi. Það á við um Galaxy Z Flip4, Z Fold4 og mun vera í væntanlegum Galaxy S og Z símum.  Þörf er að uppfæra símann og heyrnartólin miðað við nýjustu uppfærslu. Til að uppfæra heyrnartól eða úr þarf að gera það í gegnum ‚Samsung Wearable app‘.


Smelltu hér til að skoða Galaxy Buds2 Pro á elko.is. Watch5 er einnig fáanlegt í vefverslun ELKO, sjá úrvalið hér. Þú finnur blogg um Samsung Galaxy Watch5 hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.