Fréttir Fróðleikur

Stuðningur við Windows 7 stýrikerfið hættir

5.07.2019

Þann 14.janúar 2020 hættir Microsoft stuðningi við Windows 7 stýrikerfið. Breytingar geta verið erfiðar og þess vegna er nauðsynlegt að fá upplýsingar sem hjálpa manni að taka ákvörðun um næsta skref.

Hvað þýðir það að stuðningur hættir?

Ef þú ert með Windows 7 stýrikerfið uppsett í tölvunni þinni hættir stuðningur við það 14. janúar 2020. Tölvan þín mun halda áfram að virka en Microsoft mun ekki bjóða upp á eftirfarandi hluti:

  • Tæknilega aðstoð fyrir villur
  • Uppfærslu á hugbúnaði
  • Uppfærslur sem tengjast öryggi og villur.

Þó að þú getur haldið áfram að nota tölvu með Windows 7 stýrikerfinu eftir að aðstoð og uppfærslumöguleikar hætta þá gætir þú verið að bjóða hættunni heim hvað varðar vírusa og tölvuárásir.

Með það í huga er öruggasta leiðin að uppfæra í Windows 10, eða það sem er enn betra og það sem Microsoft mælir með er að fá sér nýja fartölvu með Windows 10 kerfinu.

Hvað get ég gert til að vera undirbúin/n fyrir 14.1.2020?

1. Fáðu upplýsingar um Windows 10.

Ef þú ert vön/vanur að vera með Windows 7 stýrikerfi þá er Windows 10 stýrikerfið fyrir þig. Þægilegt viðmót hvað varðar tengingar og gögn og hægt að leita að forritum fyrir tölvuna þína í Microsoft Store. Smelltu hér til að skoða fróðleik um Windows 10 frá Microsoft.

2. Skoðaðu úrvalið af nýjum PC tölvum

Nýjustu tölvunar eru ekki bara hraðvirkari og með betri rafhlöðu sem skilar lengri þráðlausri notkun, heldur eru þær mun ódýrari en þær voru fyrir 5- 10 árum.

Smelltu hér til að skoða úrvalið af fartölvum hjá ELKO.

3. Taktu afrit af skjölum og myndum.

Vistaðu persónuleg skjöl og myndir á OneDrive eða á utanáliggjandi harðan disk. Þetta tryggir að gögnin séu á öruggum stað þó að tölvan þín bili.

Með því að hafa vistað gögnin í OneDrive skýjaþjónustunni eða á utanáliggjandi hörðum diski eða minnislykli þá hefur þú aðgang að þeim þegar þú uppfærir í Windows 10 stýrikerið eða færð þér tölvu með Windows 10.


Windows 10 – hvað er nýtt?

Lífið er eins og rússibani og með Windows 10 þér til stuðnings nærðu að halda þér upplýstum um nýjungar, fréttir og atburði. Nýjar PC tölvur með Windows 10 eru allt að 28% sneggri að ræsa sig, eru með innbyggðum öryggisþáttum og sniðug forrit.

Þynnri, léttari og hraðvirkari

Tölvur með SSD drifi og nýjust tækni gefa notandanum meiri hraða, öryggi, áreiðanleika og flotta hönnun.

Nýir möguleikar með nýrri tölvu

Allr frá því að bjóða upp á snertiskjái yfir í penna fyrir teikniforrit og andlitsgreiningu þá geta nýjar PC tölvur gefið þér nýja notendamöguleika sem auðveldar þér lífið í leik og starfi.


Finndu réttu PC tölvuna fyrir þig

Ertu að leita að fartölvu fyrir heimilið, vinnuna eða skólann? Þú finnur fartölvur í öllum verðflokkum í ELKO, með mismunandi skjástærð, örgjörva, Skjákort og tengimöguleika. Skoðaðu allt úrvalið hér.

Fartölvur undir 70 þúsund

Þú þarft ekki að borga mikið fyrir fartölvu sem hentar fyrir heimabankann, samfélagsmiðla, fréttavefi og einfalda ritvinnslu.

Fartölvur með snertiskjá

Flest okkar eru orðin vön snertiskjám með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva. Hvernig hljómar fartölva með snertiskjá?

Fartölvur með 15“ skjá

Viltu fartölvu með ágætlega stórum skjá? Það hentar líklega 15“ fartölva fyrir þig. Eina stærðin fyrir ofan það er 17,3“.

Fartölvur fyrir leikjaspilun

Viltu fá tölvu sem ræður við flotta PC leiki? Það sem skiptir bestu máli varðandi það er vinnsluminnið, skjákort og örgjörvi.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.