Fróðleikur

Svona hugsar þú vel um bakaraofninn

26.09.2017

Við vitum öll hvað bakaraofninn getur orðið óhreinn við daglega notkun en nokkrar einfaldar umgengnisreglur geta auðveldað viðhald á ofnum til muna.

  • Til að byrja með er best að þrífa alltaf bökunarplötur, djúpar plötur og grindur strax eftir notkun. Leyfðu þeim að liggja í bleyti yfir matartímann ef ekki er tími til að þrífa þær strax.
  • Gott er að strjúka létt úr ofninum með rakri tusku (vatn og edik) þegar hann hefur kólnað, t.d. bara áður en maður setur plöturnar aftur í eftir notkun.
  • Þurrkaðu framhliðina og hliðar á hurð ofnsins með rakri tusku reglulega.
  • Þrífðu glerið innanvert og ofninn sjálfan að innan reglulega.
  • Ef ofninn er með sjálfhreinsikerfi þá er hægt að láta það hreinsa ofninn að innan. Mundu bara að fjarlægja allar grindur og brautir út úr ofninum áður en kerfið er sett af stað. Eftir að kerfinu er lokið skaltu þurrka öskuna úr ofninum og strjúka yfir með rakri tusku (vatn og edik).

Með því að blanda ediki út í vatnið losnar þú við matarlykt úr í ofninum. Meðan hreinsiefni fela lyktina leysir edikið lyktina upp

Góða skemmtun!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.