Fróðleikur Gaming

The Last of Us 2

3.09.2020

Þetta blogg er unnið í samstarfi við Tölvuleikjaspjallið R2L2.

The Last of Us 2 kom út 19. júní 2020, þetta er ævintýra- og hasarleikur útgefin af Naughty Dog.


hvað hefur Tölvuleikjaspjallið R2L2 að segja um The Last of us 2?

Hvað þurfa hin síðustu okkar að hugsa út í? Uppvakningum með ofurheyrn? Ofbeldisfullum villimönnum? Skort á skotfærum? Öllu þessu í einu? Það er eiginlega staðan í tölvuleiknum The Last of Us: Part II og það sem við ræðum hér. Þetta er annar samstarfsþáttur okkar við ELKO sem létu okkur eintak af þessum leik í hendi. Tölvuleikjaspjallið þakkar kærlega fyrir það!

The Last of Us 2 skjáskot
Skjáskot úr The Last of Us 2

Fimm ár eru liðin frá atburðum fyrri leiks. Ellie er nítján ára gömul og þarf að takast á við nýjar áskoranir í ömurlegu landslagi Bandaríkjanna. Við kynnumst einnig nýrri persónu, Abby, en sögur þeirra tvinnast á spennandi hátt.

Arnór Steinn og Gunnar ræða þennan frábæra leik á alveg spoiler-free nótum. Þeir ræða öll helstu svið spilunarinnar og mæla annaðhvort með eða á móti leiknum.

Þorði Arnór að spila hann með heyrnartólum í myrku herbergi eins og Gunnar? Þið komist að því aðeins með því að hlusta!


Tölvuleikjaspjallið R2L2 er glænýtt vikulegt íslenskt hlaðvarp um tölvuleiki. Stjórnendur þess, Arnór Steinn og Gunnar, ræða þar allt sem tengist tölvuleikjum!

Fylgstu með Tölvuleikjaspjallinu R2L2 á Facebook eða Spotify.


Ef þú hefur ekki ennþá spilað The Last of Us 2 getur þú keypt þér eintak á elko.is eða í næstu ELKO verslun.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.